Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 25. apríl 2016 09:00 Víkingsliðið bjargaði sæti sínu í fyrra eftir góða byrjun á seinni umferðinni. vísir/andri marinó Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið hafnaði í níunda sæti á síðasta tímabili sem voru nokkur vonbrigði eftir að hafa landað Evrópusæti árið áður. Eftir að rokka upp og niður á milli deilda í rúma tvo áratugi eru Víkingar að spila þriðja sumarið í röð í efstu deild sem er fagnaðarefni í Fossvoginum. Víkingur hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 1991. Serbinn Milos Milojevic stýrir Víkingum en hann tók einn við liðinu þegar samþjálfari hans, Ólafur Þórðarson, var rekinn á miðju síðasta sumri. Milos var fyrst aðstoðarmaður Ólafar þegar þeir komust upp um deild og náðu í Evrópusæti 2014. Milos er ungur og metnaðarfullur þjálfari sem er nú í fyrsta sinn að stýra liði í efstu deild einn eftir heilt undirbúningstímabil. Hann ætlar sér stóra hluti með Víkingsliðið á næstu árum. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/sæmundurFYRSTU FIMM Víkingar fá svo sannarlega erfiða byrjun á mótinu, aðeins Þróttur á erfiðari byrjun fyrir höndum. Víkingsliðið mætir fjórum af fimm efstu liðum síðasta sumars í fyrstu fjórum umferðunum áður en þeir halda svo til Eyja í fimmtu umferðinni. Verði Víkingar ekki klárir í byrjun móts geta þeir strax lent í eltingarleik um Evrópusæti en það er markmið þeirra í sumar. Fyrsta leiknum er beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem Gary martin snýr aftur á sinn gamla heimavöll. Fyrstu þrír leikirnir eru líka sjónvarpsleikir en Víkingum hefur gengið afskaplega illa í beinum útsendingum.02. maí: KR – Víkingur, Alvogen-völlurinn08. maí: Víkingur – Stjarnan, Víkingsvöllur13. maí: Breiðablik – Víkingur, Kópavogsvöllur16. maí: Víkingur – Valur, Víkingssvöllur21. maí: ÍBV – Víkingur, HásteinsvöllurAlan Lowing, Viktor Bjarki Arnarsson og Gary Martin.vísir/pjetur/ernirÞRÍR SEM VÍKINGUR TREYSTIR ÁAlan Lowing: Skoski miðvörðurinn átti ekki jafn gott sumar í fyrra og 2014 þegar hann var einn besti varnarmaður deildarinnar. Víkingsliðið munaði mikið um það og þá náðu hann og Milos Zivkovic engan veginn saman. Lowing var líka svolítið meiddur en hann hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu. Víkingsliðið fær á sig aðeins of mikið af mörkum en ætli það að gera hluti í sumar þarf varnarleikurinn að vera betri og þar er Lowing lykillinn.Viktor Bjarki Arnarsson: Miðjumaðurinn uppaldi er búinn að taka við fyrirliðabandinu og hefur litið afskaplega vel út í vetur. Víkingar vilja helst spila 4-4-2 og í því kerfi er Viktor Bjarki algjör lykilmaður á miðjunni. Hann er maðurinn sem tæklar og rífur kjaft og dregur liðið með sér fyrir utan að vera góður að dreifa spilinu á milli kanta. Viktor var ein af ástæðunum fyrir upprisu Víkingsliðsins seinni hluta sumars í fyrra og það verður að halda áfram.Gary Martin: Árangur enska framherjans í markaskorun talar fyrir sig sjálfan. Ef Gary Martin fær að spila þá skorar hann mörk eins og hann hefur sýnt á undirbúningstímabilinu. Gríðarleg ábyrgð er á herðum Gary í Víkingsliðinu enda var miklu tjaldað til að fá hann úr vesturbænum. Ætli Víkingur að berjast í efri hlutanum þarf Gary að standa undir öllum væntingum og helst vera í baráttunni um gullskóinn. Hann ætlar sér reyndar alltaf að vera í baráttunni um hann.Stóri bitinn var Gary Martin.vísir/ernirMARKAÐURINNKomnir: Róbert Örn Óskarsson frá FH Gary Martin frá KR Alex Freyr Hilmarsson frá Grindavík Iain Williamson frá Val Óttar Magnús Karlsson frá AjaxFarnir: Hallgrímur Mar Steingrímsson í KA Rolf Toft í Val Thomas Nielsen til Danmerkur Agnar Darri Sverrisson í Þór Atli Fannar Jónsson í Fram Finnur Ólafsson í Þrótt Eitt af markmiðum Milosar Milojevic var að stöðva hina miklu leikmannaveltu sem hefur verið á milli ára hjá Víkingi og það tókst ágætlega. Þrír byrjunarliðsmenn fóru ásamt minni spámönnum og á móti var fyllt í þær stöður sem þurfti að fylla. Hvalrekinn á fjörur Víkinga er auðvitað koma Gary Martin en kaupin á honum skýr skilaboð um hvert Víkingar ætla sér. Einnig sóttu þeir markvörð Íslandsmeistaranna til FH, en Róbert Örn Óskarsson fær nú töluvert meira að gera en undanfarin ár. Alex Freyr Hilmarsson hefur verið einn besti leikmaður 1. deildarinnar undanfarin ár og hefur fengið stórt hlutverk í Víkingsliðinu á undirbúningstímabilinu. Hann var besti maður Grindavíkur í efstu deildinni þegar liðið féll fyrir fjórum árum, þá ungur að árum með sjö stoðsendingar. Víkingar gráta brotthvarf Hallgríms Mars Steingrímssonar, sérstaklega þar sem eina sem Víkinga vantar, eða vantaði sárlega, lengi vel var örvfættur leikmaður. Hallgrímur sýndi flotta takta í fyrra og hefði verið fullkominn fyrir Víkingsliðið á vinstri kantinn í dag. Rolf Toft stóð ekki undir væntingum eftir frábært hálft sumar með Stjörnunni. Vinstri kantstaðan gæti dreifst á nokkra en kominn er heim unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson sem er mættur til að koma ferlinum almennilega af stað og spila meistaraflokksfótbolta. Það eru miklir hæfileikar í þeim dreng en hann er spurningamerki fyrir sumarið.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Í fótbolta er komið nýtt orðatiltæki, sem heitir að „taka Leicester á þetta“. Ef að eitthvað lið getur það á Íslandi, þá er það Víkingur Reykjavík. Víkingar eru með ágætlega mannað lið og með menn í framlínunni sem geta skorað. Vissulega hefur Viktor Jónsson aldrei sannað sig sem markaskorari í efstu deild en það hefur Gary Martin gert. Hann er einn mesti markaskorari íslenskrar knattspyrnu síðustu ára. Þá er Vladimir Tufegdzic mjög góður leikmaður en stóra spurningamerkið er hver verður í hjarta varnarinnar með Alan Lowing. Í raun kæmi mér ekkert á óvart með Víking. Það gæti farið langt í ár eða lent í basli.Milos Milojevic er þjálfari Víkings og Helgi Sigurðsson er aðstoðarmaður hans.vísir/ernirÞað sem við vitum um Víking er... að liðið er mest líklega mest spennandi sóknartvíeyki deildarinnar í þeim Gary Martin og Viktori Jónssyni sem skoraði 19 mörk fyrir Þrótt í 1. deildinni síðasta sumar. Þeir hafa náð ágætlega saman á undirbúningstímabilinu en Gary nánast alfarið séð um að skora mörkin. Komist Viktor líka í gang og verði þeir báðir heilir er ekkert því til fyrirstöðu að þeir skori saman 20 mörk.Spurningamerkin eru... varnarleikurinn og markvarslan. Víkingsliðið er að leka inn of mikið af mörkum en liðið vantar fastan miðvörð við hliði Alans Lowing sem er að spila mjög vel þessa dagana. Igor Taskovic, Halldór Smári Sigurðsson og Tómas Guðmundsson munu væntanlega skipta stöðunni á milli sín en hvort það sé gott á eftir að koma í ljós. Þrátt fyrir að spila með besta liði deildarinnar í fyrra fékk Róbert Örn Óskarsson nokkra gagnrýni en nú mun koma almennilega í ljós hversu góður hann virkilega er.Bakvörðurinn Ívar Örn Jónsson er einn besti spyrnumaður deildarinnar.vísir/andri marinóÍ BESTA FALLI: Verða Gary Martin og Viktor Jónsson sjóðheitir og óviðráðanlegir fyrir varnarlínur deildarinnar. Vladimir Tufegdzic heldur áfram að spila eins og í fyrra og í vetur og skilar líka mörkum og stoðsendingum af hægri kantinum. Viktor Bjarki og Iain Williamsson ná saman á miðjunni og mynda múrbrjótsparið sem þeim er ætlað að gera og varnarlínan nær að múra fyrir. Gangi þetta allt upp getur Víkingur hafnað á meðal þriggja efstu liðanna.Í VERSTA FALLI: Heldur liðið áfram að leka inn mörkum og það þarf alltaf að fara að elta í leikjum. Sóknarleikurinn verður of fyrirsjáanlegur eins og í úrslitum Lengjubikarsins á móti KR og framherjaparið helst ekki heilt allt tímabilið. Viktor Bjarki verður í meiðslum, en hann er meiddur þessa dagana, og Róbert Örn nær ekki að sanna sig í markinu. Eins gott og Víkingsliðið getur verið getur það hæglega sogast í annað vonbrigðatímabil og verið nokkuð fyrir neðan miðju. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er einu ofar en liðið lenti á síðasta tímabili. 23. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið hafnaði í níunda sæti á síðasta tímabili sem voru nokkur vonbrigði eftir að hafa landað Evrópusæti árið áður. Eftir að rokka upp og niður á milli deilda í rúma tvo áratugi eru Víkingar að spila þriðja sumarið í röð í efstu deild sem er fagnaðarefni í Fossvoginum. Víkingur hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 1991. Serbinn Milos Milojevic stýrir Víkingum en hann tók einn við liðinu þegar samþjálfari hans, Ólafur Þórðarson, var rekinn á miðju síðasta sumri. Milos var fyrst aðstoðarmaður Ólafar þegar þeir komust upp um deild og náðu í Evrópusæti 2014. Milos er ungur og metnaðarfullur þjálfari sem er nú í fyrsta sinn að stýra liði í efstu deild einn eftir heilt undirbúningstímabil. Hann ætlar sér stóra hluti með Víkingsliðið á næstu árum. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/sæmundurFYRSTU FIMM Víkingar fá svo sannarlega erfiða byrjun á mótinu, aðeins Þróttur á erfiðari byrjun fyrir höndum. Víkingsliðið mætir fjórum af fimm efstu liðum síðasta sumars í fyrstu fjórum umferðunum áður en þeir halda svo til Eyja í fimmtu umferðinni. Verði Víkingar ekki klárir í byrjun móts geta þeir strax lent í eltingarleik um Evrópusæti en það er markmið þeirra í sumar. Fyrsta leiknum er beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem Gary martin snýr aftur á sinn gamla heimavöll. Fyrstu þrír leikirnir eru líka sjónvarpsleikir en Víkingum hefur gengið afskaplega illa í beinum útsendingum.02. maí: KR – Víkingur, Alvogen-völlurinn08. maí: Víkingur – Stjarnan, Víkingsvöllur13. maí: Breiðablik – Víkingur, Kópavogsvöllur16. maí: Víkingur – Valur, Víkingssvöllur21. maí: ÍBV – Víkingur, HásteinsvöllurAlan Lowing, Viktor Bjarki Arnarsson og Gary Martin.vísir/pjetur/ernirÞRÍR SEM VÍKINGUR TREYSTIR ÁAlan Lowing: Skoski miðvörðurinn átti ekki jafn gott sumar í fyrra og 2014 þegar hann var einn besti varnarmaður deildarinnar. Víkingsliðið munaði mikið um það og þá náðu hann og Milos Zivkovic engan veginn saman. Lowing var líka svolítið meiddur en hann hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu. Víkingsliðið fær á sig aðeins of mikið af mörkum en ætli það að gera hluti í sumar þarf varnarleikurinn að vera betri og þar er Lowing lykillinn.Viktor Bjarki Arnarsson: Miðjumaðurinn uppaldi er búinn að taka við fyrirliðabandinu og hefur litið afskaplega vel út í vetur. Víkingar vilja helst spila 4-4-2 og í því kerfi er Viktor Bjarki algjör lykilmaður á miðjunni. Hann er maðurinn sem tæklar og rífur kjaft og dregur liðið með sér fyrir utan að vera góður að dreifa spilinu á milli kanta. Viktor var ein af ástæðunum fyrir upprisu Víkingsliðsins seinni hluta sumars í fyrra og það verður að halda áfram.Gary Martin: Árangur enska framherjans í markaskorun talar fyrir sig sjálfan. Ef Gary Martin fær að spila þá skorar hann mörk eins og hann hefur sýnt á undirbúningstímabilinu. Gríðarleg ábyrgð er á herðum Gary í Víkingsliðinu enda var miklu tjaldað til að fá hann úr vesturbænum. Ætli Víkingur að berjast í efri hlutanum þarf Gary að standa undir öllum væntingum og helst vera í baráttunni um gullskóinn. Hann ætlar sér reyndar alltaf að vera í baráttunni um hann.Stóri bitinn var Gary Martin.vísir/ernirMARKAÐURINNKomnir: Róbert Örn Óskarsson frá FH Gary Martin frá KR Alex Freyr Hilmarsson frá Grindavík Iain Williamson frá Val Óttar Magnús Karlsson frá AjaxFarnir: Hallgrímur Mar Steingrímsson í KA Rolf Toft í Val Thomas Nielsen til Danmerkur Agnar Darri Sverrisson í Þór Atli Fannar Jónsson í Fram Finnur Ólafsson í Þrótt Eitt af markmiðum Milosar Milojevic var að stöðva hina miklu leikmannaveltu sem hefur verið á milli ára hjá Víkingi og það tókst ágætlega. Þrír byrjunarliðsmenn fóru ásamt minni spámönnum og á móti var fyllt í þær stöður sem þurfti að fylla. Hvalrekinn á fjörur Víkinga er auðvitað koma Gary Martin en kaupin á honum skýr skilaboð um hvert Víkingar ætla sér. Einnig sóttu þeir markvörð Íslandsmeistaranna til FH, en Róbert Örn Óskarsson fær nú töluvert meira að gera en undanfarin ár. Alex Freyr Hilmarsson hefur verið einn besti leikmaður 1. deildarinnar undanfarin ár og hefur fengið stórt hlutverk í Víkingsliðinu á undirbúningstímabilinu. Hann var besti maður Grindavíkur í efstu deildinni þegar liðið féll fyrir fjórum árum, þá ungur að árum með sjö stoðsendingar. Víkingar gráta brotthvarf Hallgríms Mars Steingrímssonar, sérstaklega þar sem eina sem Víkinga vantar, eða vantaði sárlega, lengi vel var örvfættur leikmaður. Hallgrímur sýndi flotta takta í fyrra og hefði verið fullkominn fyrir Víkingsliðið á vinstri kantinn í dag. Rolf Toft stóð ekki undir væntingum eftir frábært hálft sumar með Stjörnunni. Vinstri kantstaðan gæti dreifst á nokkra en kominn er heim unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson sem er mættur til að koma ferlinum almennilega af stað og spila meistaraflokksfótbolta. Það eru miklir hæfileikar í þeim dreng en hann er spurningamerki fyrir sumarið.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Í fótbolta er komið nýtt orðatiltæki, sem heitir að „taka Leicester á þetta“. Ef að eitthvað lið getur það á Íslandi, þá er það Víkingur Reykjavík. Víkingar eru með ágætlega mannað lið og með menn í framlínunni sem geta skorað. Vissulega hefur Viktor Jónsson aldrei sannað sig sem markaskorari í efstu deild en það hefur Gary Martin gert. Hann er einn mesti markaskorari íslenskrar knattspyrnu síðustu ára. Þá er Vladimir Tufegdzic mjög góður leikmaður en stóra spurningamerkið er hver verður í hjarta varnarinnar með Alan Lowing. Í raun kæmi mér ekkert á óvart með Víking. Það gæti farið langt í ár eða lent í basli.Milos Milojevic er þjálfari Víkings og Helgi Sigurðsson er aðstoðarmaður hans.vísir/ernirÞað sem við vitum um Víking er... að liðið er mest líklega mest spennandi sóknartvíeyki deildarinnar í þeim Gary Martin og Viktori Jónssyni sem skoraði 19 mörk fyrir Þrótt í 1. deildinni síðasta sumar. Þeir hafa náð ágætlega saman á undirbúningstímabilinu en Gary nánast alfarið séð um að skora mörkin. Komist Viktor líka í gang og verði þeir báðir heilir er ekkert því til fyrirstöðu að þeir skori saman 20 mörk.Spurningamerkin eru... varnarleikurinn og markvarslan. Víkingsliðið er að leka inn of mikið af mörkum en liðið vantar fastan miðvörð við hliði Alans Lowing sem er að spila mjög vel þessa dagana. Igor Taskovic, Halldór Smári Sigurðsson og Tómas Guðmundsson munu væntanlega skipta stöðunni á milli sín en hvort það sé gott á eftir að koma í ljós. Þrátt fyrir að spila með besta liði deildarinnar í fyrra fékk Róbert Örn Óskarsson nokkra gagnrýni en nú mun koma almennilega í ljós hversu góður hann virkilega er.Bakvörðurinn Ívar Örn Jónsson er einn besti spyrnumaður deildarinnar.vísir/andri marinóÍ BESTA FALLI: Verða Gary Martin og Viktor Jónsson sjóðheitir og óviðráðanlegir fyrir varnarlínur deildarinnar. Vladimir Tufegdzic heldur áfram að spila eins og í fyrra og í vetur og skilar líka mörkum og stoðsendingum af hægri kantinum. Viktor Bjarki og Iain Williamsson ná saman á miðjunni og mynda múrbrjótsparið sem þeim er ætlað að gera og varnarlínan nær að múra fyrir. Gangi þetta allt upp getur Víkingur hafnað á meðal þriggja efstu liðanna.Í VERSTA FALLI: Heldur liðið áfram að leka inn mörkum og það þarf alltaf að fara að elta í leikjum. Sóknarleikurinn verður of fyrirsjáanlegur eins og í úrslitum Lengjubikarsins á móti KR og framherjaparið helst ekki heilt allt tímabilið. Viktor Bjarki verður í meiðslum, en hann er meiddur þessa dagana, og Róbert Örn nær ekki að sanna sig í markinu. Eins gott og Víkingsliðið getur verið getur það hæglega sogast í annað vonbrigðatímabil og verið nokkuð fyrir neðan miðju.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er einu ofar en liðið lenti á síðasta tímabili. 23. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er einu ofar en liðið lenti á síðasta tímabili. 23. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00