Lilja segir að Sigmundur Davíð þurfi andrými Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2016 12:45 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þurfi andrými og tíma til að funda með flokksmönnum áður en hægt sé að kveða úr um hvort hann geti verið formaður Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra eftir að Wintris málið kom upp og eftir að sýnd var upptaka af honum í Kastljósi segja ósatt um aðild sína að félaginu Wintris Inc. í viðtali við sænska blaðamanninn Sven Bergman og Jóhannes Kr. Kristjánsson. Sigmundur er ennþá formaður Framsóknarflokksins. Eftir að hann hætti sem forsætisráðherra og tók sér leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma hefur verið rætt um hvort hann geti leitt framsóknarmenn í gegnum kosningabaráttu í haust eða hvort hann sé of skaddaður til að leiða flokkinn í gegnum slíka baráttu. Stefnt er að því að kosið verði til Alþingis í síðari hluta október. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra vill ekki svara því beint út hvort hún teljij að Sigmundur eigi að leiða Framsóknarflokkinn í kosningabaráttunni í haust. „Sigmundur Davíð steig til hliðar og hann er að fá ákveðið andrými. Hann hefur boðað það að hann ætli að funda með flokksfélögum um land allt. Ég hlakka til þess að hann geri það. Þetta er mjög öflugur forystumaður í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það. Hann kemur inn árið 2009, þá held ég að fylgi flokksins hafi verið í kringum níu prósent og rífur þetta allt upp,“ sagði Lilja.Lilja Alfreðsdóttir var gestur Heimis Más Péturssonar á Sprengisandi í morgun. Hlusta má á viðtalið í klippunum hér að ofan og neðan. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þurfi andrými og tíma til að funda með flokksmönnum áður en hægt sé að kveða úr um hvort hann geti verið formaður Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra eftir að Wintris málið kom upp og eftir að sýnd var upptaka af honum í Kastljósi segja ósatt um aðild sína að félaginu Wintris Inc. í viðtali við sænska blaðamanninn Sven Bergman og Jóhannes Kr. Kristjánsson. Sigmundur er ennþá formaður Framsóknarflokksins. Eftir að hann hætti sem forsætisráðherra og tók sér leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma hefur verið rætt um hvort hann geti leitt framsóknarmenn í gegnum kosningabaráttu í haust eða hvort hann sé of skaddaður til að leiða flokkinn í gegnum slíka baráttu. Stefnt er að því að kosið verði til Alþingis í síðari hluta október. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra vill ekki svara því beint út hvort hún teljij að Sigmundur eigi að leiða Framsóknarflokkinn í kosningabaráttunni í haust. „Sigmundur Davíð steig til hliðar og hann er að fá ákveðið andrými. Hann hefur boðað það að hann ætli að funda með flokksfélögum um land allt. Ég hlakka til þess að hann geri það. Þetta er mjög öflugur forystumaður í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það. Hann kemur inn árið 2009, þá held ég að fylgi flokksins hafi verið í kringum níu prósent og rífur þetta allt upp,“ sagði Lilja.Lilja Alfreðsdóttir var gestur Heimis Más Péturssonar á Sprengisandi í morgun. Hlusta má á viðtalið í klippunum hér að ofan og neðan.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira