Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 75-55 | Snæfellingar fengu oddaleik Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2016 21:00 Snæfell vann frábæran sigur, 75-55, á Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi og voru heimamenn mikið sterkari í síðari hálfleiknum. Snæfellingar byrjuðu leikinn mjög vel og komst liðið fljótlega í 13-4. Stemningin í íþróttamiðstöð Stykkishólmar var frábær og þétt setið í stúkunni. Það hjálpaði heimakonum mjög og gaf þeim kraft. Haukarnir voru reyndar líka vel studdar upp í stúku og svöruðu þær áhlaupi Snæfells nokkuð vel og var staðan 17-13 eftir fyrsta leikhlutann. María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, stimplaði sig heldur betur inn í leikinn í fyrri hálfleik og var hún einn mikilvægasti leikmaður liðsins í hálfleiknum. Snæfellingar lögðu mikla áherslu á að stöðva Helenu Sverrisdóttir og þá opnaðist fyrir Maríu Lind sem nýtti tækifærið vel. Hún var fljótlega komin með 10 stig og hafði ekki misnotað eitt skot. Snæfellingar voru sterkari í heildina í fyrri hálfleiknum og hafði liðið sex stiga forskot, 30-24, eftir tuttugu mínútna leik. María Lind var með 14 stig fyrir Hauka í hálfleik en Haiden Denise Palmer 11 stig fyrir Snæfell. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn virkilega vel og komst liðið strax í 39-26 og Haukar voru ekki með á nótunum í upphafi hálfleiksins. Haiden Denise Palmer fór hreinlega á kostum í liði Snæfells og réðu Haukar akkúrat ekkert við hana þegar hún kom eins og stormsveipur á vörn gestanna. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 50-39 fyrir Snæfell en samt sem áður einhver spenna í leiknum. Snæfellingar héldu áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði 14 stigum á liðunum, 59-45. Leikurinn var þá í raun búinn og náðu heimamenn að knýja fram oddaleik með frábærum leik í kvöld. Niðurstaðan 75-55 sigur Snæfells sem mætir Haukum í hreinum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á þriðjudagskvöldið að Ásvöllum. Haiden Denise Palmer var ótrúleg og skoraði 35 stig í kvöld. Snæfell-Haukar 75-55 (17-13, 13-11, 20-15, 25-16)Snæfell: Haiden Denise Palmer 35/6 fráköst/7 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 12/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2.Haukar: María Lind Sigurðardóttir 22/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 19/16 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 3/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Shanna Dacanay 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 0/6 fráköst/3 varin skot. Ingi: Vill sjá hvern einasta kjaft sem hefur áhuga á körfubolta á oddaleiknum„Það skiptir engu máli hversu stór sigurinn var, ég er bara ofboðslega stoltur af stelpunum í kvöld,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn. Ingi segir að krafturinn í húsinu hafi verið ótrúlegur og ekki annað hægt en að vinna fyrir framan svona áhorfendur. „Haiden [Denise Palmar] var algjörlega frábær í kvöld, á báðum endum vallarins. Við töluðum um nokkur atriði í hálfleiknum sem við vorum að klikka á, og mér fannst við gera nokkuð vel í þeim síðari.“ Hann segir að þær hafi átt svör við því sem Haukaliðið bauð upp á. Oddaleikurinn leggst vel í Inga. „Kvennakörfuboltinn á það skilið að það mæti hvernig einasti kjaftur sem hefur áhuga á körfubolta á Ásvelli á þriðjudaginn, og styðji svo liðið sem það heldur með.“ Helena Sverrisdóttir: Þurfum að skoða hvað fór úrskeiðis í kvöldHelena Sverrisdóttir.Vísir/Vilhelm„Það er erfitt að segja hvað fór úrskeiðis í kvöld, maður er bara hundfúll með að tapa,“ segir Helena Sverrisdóttir eftir leikinn. „Við þurfum núna að skoða þetta og mæta klárari í næsta leik. Það er erfitt að eiga við Haiden í svona rosalegum ham.“ Helena segir að liðið hafi undirbúið sig mjög vel fyrir leikinn í kvöld. „Þetta verður rosalegur leikur á þriðjudaginn og varla hægt að ímynda sér betri körfuboltaleik. Ég skora á alla að mæta og styðja við bakið á okkur.“ Bryndís: Ætlum okkur alla leið„Ég bjóst kannski ekki við svona stórum sigri en ég var handviss um að við myndum vinna leikinn,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var varnarleikurinn okkar, við vorum frábærar þar allan leikinn.“ Bryndís var ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í kvöld. „Þetta eru bestu stuðningsmennirnir á landinu og það er rosalega gaman að spila fyrir framan þá.“ Bryndís er spennt fyrir oddaleiknum og ætlar sér að ná í þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Sjá meira
Snæfell vann frábæran sigur, 75-55, á Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi og voru heimamenn mikið sterkari í síðari hálfleiknum. Snæfellingar byrjuðu leikinn mjög vel og komst liðið fljótlega í 13-4. Stemningin í íþróttamiðstöð Stykkishólmar var frábær og þétt setið í stúkunni. Það hjálpaði heimakonum mjög og gaf þeim kraft. Haukarnir voru reyndar líka vel studdar upp í stúku og svöruðu þær áhlaupi Snæfells nokkuð vel og var staðan 17-13 eftir fyrsta leikhlutann. María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, stimplaði sig heldur betur inn í leikinn í fyrri hálfleik og var hún einn mikilvægasti leikmaður liðsins í hálfleiknum. Snæfellingar lögðu mikla áherslu á að stöðva Helenu Sverrisdóttir og þá opnaðist fyrir Maríu Lind sem nýtti tækifærið vel. Hún var fljótlega komin með 10 stig og hafði ekki misnotað eitt skot. Snæfellingar voru sterkari í heildina í fyrri hálfleiknum og hafði liðið sex stiga forskot, 30-24, eftir tuttugu mínútna leik. María Lind var með 14 stig fyrir Hauka í hálfleik en Haiden Denise Palmer 11 stig fyrir Snæfell. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn virkilega vel og komst liðið strax í 39-26 og Haukar voru ekki með á nótunum í upphafi hálfleiksins. Haiden Denise Palmer fór hreinlega á kostum í liði Snæfells og réðu Haukar akkúrat ekkert við hana þegar hún kom eins og stormsveipur á vörn gestanna. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 50-39 fyrir Snæfell en samt sem áður einhver spenna í leiknum. Snæfellingar héldu áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði 14 stigum á liðunum, 59-45. Leikurinn var þá í raun búinn og náðu heimamenn að knýja fram oddaleik með frábærum leik í kvöld. Niðurstaðan 75-55 sigur Snæfells sem mætir Haukum í hreinum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á þriðjudagskvöldið að Ásvöllum. Haiden Denise Palmer var ótrúleg og skoraði 35 stig í kvöld. Snæfell-Haukar 75-55 (17-13, 13-11, 20-15, 25-16)Snæfell: Haiden Denise Palmer 35/6 fráköst/7 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 12/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2.Haukar: María Lind Sigurðardóttir 22/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 19/16 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 3/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Shanna Dacanay 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 0/6 fráköst/3 varin skot. Ingi: Vill sjá hvern einasta kjaft sem hefur áhuga á körfubolta á oddaleiknum„Það skiptir engu máli hversu stór sigurinn var, ég er bara ofboðslega stoltur af stelpunum í kvöld,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn. Ingi segir að krafturinn í húsinu hafi verið ótrúlegur og ekki annað hægt en að vinna fyrir framan svona áhorfendur. „Haiden [Denise Palmar] var algjörlega frábær í kvöld, á báðum endum vallarins. Við töluðum um nokkur atriði í hálfleiknum sem við vorum að klikka á, og mér fannst við gera nokkuð vel í þeim síðari.“ Hann segir að þær hafi átt svör við því sem Haukaliðið bauð upp á. Oddaleikurinn leggst vel í Inga. „Kvennakörfuboltinn á það skilið að það mæti hvernig einasti kjaftur sem hefur áhuga á körfubolta á Ásvelli á þriðjudaginn, og styðji svo liðið sem það heldur með.“ Helena Sverrisdóttir: Þurfum að skoða hvað fór úrskeiðis í kvöldHelena Sverrisdóttir.Vísir/Vilhelm„Það er erfitt að segja hvað fór úrskeiðis í kvöld, maður er bara hundfúll með að tapa,“ segir Helena Sverrisdóttir eftir leikinn. „Við þurfum núna að skoða þetta og mæta klárari í næsta leik. Það er erfitt að eiga við Haiden í svona rosalegum ham.“ Helena segir að liðið hafi undirbúið sig mjög vel fyrir leikinn í kvöld. „Þetta verður rosalegur leikur á þriðjudaginn og varla hægt að ímynda sér betri körfuboltaleik. Ég skora á alla að mæta og styðja við bakið á okkur.“ Bryndís: Ætlum okkur alla leið„Ég bjóst kannski ekki við svona stórum sigri en ég var handviss um að við myndum vinna leikinn,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var varnarleikurinn okkar, við vorum frábærar þar allan leikinn.“ Bryndís var ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í kvöld. „Þetta eru bestu stuðningsmennirnir á landinu og það er rosalega gaman að spila fyrir framan þá.“ Bryndís er spennt fyrir oddaleiknum og ætlar sér að ná í þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti