Viðskipti innlent

Búið að skipa nýtt bankaráð Landsbankans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nýtt bankaráð Landsbankans var skipað á framhaldsaðalfundi bankans í dag.
Nýtt bankaráð Landsbankans var skipað á framhaldsaðalfundi bankans í dag. vísir/Vilhelm
Á framhaldsaðalfundi Landsbankans í dag, 22. apríl, voru sjö aðalmenn og tveir varamenn kjörnir í bankaráð Landsbankans.

Voru þau Helga Björk Eiríksdóttir, Berglind Svavarsdóttir, Danielle Pamela Neben, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson og Magnús Pétursson kjörin sem aðalmenn í stjórnina. Þá voru þau Ásbjörg Kristinsdóttir og Samúel Guðmundsson kjörin varamenn.

Á fundinum var Helga Björk Eiríksdóttir kjörinn formaður bankaráðs. Þetta er í fyrsta sinn sem kona er formaður bankaráðsins. Á fyrsta fundi nýs bankaráðs í dag var Magnús Pétursson kjörinn varaformaður ráðsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×