Myndaði í laumi í búningsklefa kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 10:42 Crossfit Reykjavík er staðsett í Faxafeni í Skeifunni. Mynd/Já.is Starfsmaður hjá Crossfit Reykjavík í Skeifunni var nýlega staðinn að því að mynda konur í búningsklefa þeirra. Hann var staðinn að verki og hefur verið vikið frá störfum. Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni sem er ein sú vinsælasta hér á landi. Um tvö tilvik er að ræða.Fréttatíminn greindi frá málinu í gær þar sem fram kom að manninum væri gefið að sök að hafa myndað þær í kynferðislegum tilgangi. Hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Í annað skiptið hafi konan komið auga á manninn og spurt hvort hann væri að mynda sig. Hann hafi neitað fyrst en svo játað.Átta eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í Crossfit Reykjavík.Vísir/PjeturKomu upp eftirlitsmyndavélum Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, segir í samtali við Vísi að stöðin líti málið alvarlegum augum og brugðist hafi verið við því. Viðkomandi, sem var starfsmaður í hlutastarfi, var látinn hætta og eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni. Eftirlitsmyndavélarnar eru alls átta en Hrönn segir að til umræðu hafi verið að koma upp myndavélum af almennum öryggisástæðum. Atvikið hafi orðið til þess að flýta því ferli. Allir sem komi í stöðina ættu að vera meðvitaðir um tilvist myndavélanna. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, sagði lögreglu verjast fregna af málinu og engar upplýsingar fengjust þaðan. Heimildir Fréttatímans herma að maðurinn hafi þegar játað brot sitt. Crossfit Reykjavík er ein vinsælasta líkamsræktarstöð landsins en meðal iðkenda þar undanfarin ár er Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í Crossfit.Mikill fjöldi gesta mætir í Laugardalslaug á hverjum degi. Erfitt er að fylgjast með farsímanotkun gesta sem bregðast margir hverjir illa við séu gerðar athugasemdir.vísir/gvaMyndbönd af nöktum körlum í Laugardal Myndbandsupptökur í búningsklefum virðast vera aukið vandamál með aukinni snjallsímaeign. Greint var frá því í mars að myndbönd af nöktum karlmönnum í Laugardalslaug hefðu verið birt á fjölsóttri klámsíðu. „Það er ótrúlegt að það sé ekki meira um þetta,“ sagði Logi Friðfinsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Vísi af því tilefni. Vísaði hann til þess að snjallsímar væru orðin svo almenn eign, allir með myndavélar auk þess sem notkun þeirra í búningsklefum sé töluverð þrátt fyrir að hún sé bönnuð. Sundlaugar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Starfsmaður hjá Crossfit Reykjavík í Skeifunni var nýlega staðinn að því að mynda konur í búningsklefa þeirra. Hann var staðinn að verki og hefur verið vikið frá störfum. Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni sem er ein sú vinsælasta hér á landi. Um tvö tilvik er að ræða.Fréttatíminn greindi frá málinu í gær þar sem fram kom að manninum væri gefið að sök að hafa myndað þær í kynferðislegum tilgangi. Hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Í annað skiptið hafi konan komið auga á manninn og spurt hvort hann væri að mynda sig. Hann hafi neitað fyrst en svo játað.Átta eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í Crossfit Reykjavík.Vísir/PjeturKomu upp eftirlitsmyndavélum Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, segir í samtali við Vísi að stöðin líti málið alvarlegum augum og brugðist hafi verið við því. Viðkomandi, sem var starfsmaður í hlutastarfi, var látinn hætta og eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni. Eftirlitsmyndavélarnar eru alls átta en Hrönn segir að til umræðu hafi verið að koma upp myndavélum af almennum öryggisástæðum. Atvikið hafi orðið til þess að flýta því ferli. Allir sem komi í stöðina ættu að vera meðvitaðir um tilvist myndavélanna. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, sagði lögreglu verjast fregna af málinu og engar upplýsingar fengjust þaðan. Heimildir Fréttatímans herma að maðurinn hafi þegar játað brot sitt. Crossfit Reykjavík er ein vinsælasta líkamsræktarstöð landsins en meðal iðkenda þar undanfarin ár er Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í Crossfit.Mikill fjöldi gesta mætir í Laugardalslaug á hverjum degi. Erfitt er að fylgjast með farsímanotkun gesta sem bregðast margir hverjir illa við séu gerðar athugasemdir.vísir/gvaMyndbönd af nöktum körlum í Laugardal Myndbandsupptökur í búningsklefum virðast vera aukið vandamál með aukinni snjallsímaeign. Greint var frá því í mars að myndbönd af nöktum karlmönnum í Laugardalslaug hefðu verið birt á fjölsóttri klámsíðu. „Það er ótrúlegt að það sé ekki meira um þetta,“ sagði Logi Friðfinsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Vísi af því tilefni. Vísaði hann til þess að snjallsímar væru orðin svo almenn eign, allir með myndavélar auk þess sem notkun þeirra í búningsklefum sé töluverð þrátt fyrir að hún sé bönnuð.
Sundlaugar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira