Útvíðar buxur með háu mitti, við stutta boli, skyrtur með flegnu hálsmáli, stuttir jakkar, hælaskór og nóg af íburðamiklu og áberandi skarti eru nokkrir hlutir sem lýsa fatastíl Prince í gegnum tíðina.
Blessuð sé minning Prince - hvernig væri að fá innblástur fyrir helgardressið af þessum myndum til að heiðra minningu mikils meistara?







