Hófu samstarfið inni á hótelherbergi Stefán Þór Hjartasson. skrifar 21. apríl 2016 12:00 Hljómsveitin sxsxsx er skipuð þeim Birna Vali og Helga Sæmundi. Arnar Freyr er ásamt Helga í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Fréttablaðið/AntonBrink „sxsxsx er samstarf okkar Björns Vals. Ég er pródúser og annar tveggja meðlima hljómsveitarinnar Úlfs Úlfs og Björn Valur er DJ-inn okkar og líka fyrir Emmsjé Gauta og aðra,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson spurður að því hvað í ósköpunum sxsxsx sé. „Fólki stendur til boða að setja hvaða sérhljóða sem það vill þarna á milli, bara svona eftir því hvernig því líður. Við setjum „e-ið“ en það eru engar reglur. Það má setja „u“ ef að við sökkum og „i“ ef að fólk talar ensku,“ svarar Helgi, beðinn um að útskýra hvernig framburðurinn er á þessu sérstaka hljómsveitarnafni. Bæði Helgi og Björn hafa verið iðnir við að semja tónlist fyrir aðra tónlistarmenn, en Helgi hefur t.d. samið fyrir Reykjavíkurdætur, Blaz Roca, Emmsjé Gauta og fleiri, auk þess sem Úlfur Úlfur er ein vinsælasta hljómsveit Íslands og hefur spilað mjög reglulega í nánast hverju einasta bæjarfélagi á landinu síðan sveitin gaf út lagið Í nótt árið 2011. Björn lauk námi í Music Production frá Los Angeles Recording School núna fyrir skömmu og hefur verið að gera tónlist á fullu síðan þá auk þess að ferðast um landið með Úlfi Úlfi og Emmsjé Gauta. „Við höfum deilt ótal hótelherbergjum á ferðalögum með Úlfi Úlfi þar sem við vorum oft að fikta við að semja tónlist, þannig að upp kom hugmyndin um að prófa að semja tónlist saman formlega sem hljómsveit. Tónlistin sem við erum að gera er instrumental hiphop, electro og trap.“ Eins og fyrr segir mun sxsxsx koma fram í fyrsta sinn á Prikinu í kvöld í tilefni sumardagsins fyrsta og kveða burt veturinn með tónlistarveislu. Síðar um kvöldið mun Helgi svo stökkva úr gervi sínu sem sxsxsx og yfir í Úlfs Úlfs gallann en úlfarnir munu stíga á svið þarna við sama tækifæri og lofa þeir því að frumflytja glænýtt efni. En hvernig verða þessi nýju lög frábrugðin þeim sem við eigum að venjast frá hljómsveitinni? „Þetta er betra en nokkuð annað sem við höfum gert,“ segir Helgi eftir nokkra umhugsun, „þetta er fallegri tónlist, þetta er nýtt sjitt en svona svipað sánd. Þetta er ólíkt öllu sem var á fyrri plötunni, en þetta eru samt ennþá Úlfs Úlfs lög. Þetta er heví gott.“ Sxsxsx og Úlfur Úlfur spila á Prikinu í kvöld, herlegheitin hefjast klukkan 21.00 og það er frítt inn. Tónlist Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„sxsxsx er samstarf okkar Björns Vals. Ég er pródúser og annar tveggja meðlima hljómsveitarinnar Úlfs Úlfs og Björn Valur er DJ-inn okkar og líka fyrir Emmsjé Gauta og aðra,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson spurður að því hvað í ósköpunum sxsxsx sé. „Fólki stendur til boða að setja hvaða sérhljóða sem það vill þarna á milli, bara svona eftir því hvernig því líður. Við setjum „e-ið“ en það eru engar reglur. Það má setja „u“ ef að við sökkum og „i“ ef að fólk talar ensku,“ svarar Helgi, beðinn um að útskýra hvernig framburðurinn er á þessu sérstaka hljómsveitarnafni. Bæði Helgi og Björn hafa verið iðnir við að semja tónlist fyrir aðra tónlistarmenn, en Helgi hefur t.d. samið fyrir Reykjavíkurdætur, Blaz Roca, Emmsjé Gauta og fleiri, auk þess sem Úlfur Úlfur er ein vinsælasta hljómsveit Íslands og hefur spilað mjög reglulega í nánast hverju einasta bæjarfélagi á landinu síðan sveitin gaf út lagið Í nótt árið 2011. Björn lauk námi í Music Production frá Los Angeles Recording School núna fyrir skömmu og hefur verið að gera tónlist á fullu síðan þá auk þess að ferðast um landið með Úlfi Úlfi og Emmsjé Gauta. „Við höfum deilt ótal hótelherbergjum á ferðalögum með Úlfi Úlfi þar sem við vorum oft að fikta við að semja tónlist, þannig að upp kom hugmyndin um að prófa að semja tónlist saman formlega sem hljómsveit. Tónlistin sem við erum að gera er instrumental hiphop, electro og trap.“ Eins og fyrr segir mun sxsxsx koma fram í fyrsta sinn á Prikinu í kvöld í tilefni sumardagsins fyrsta og kveða burt veturinn með tónlistarveislu. Síðar um kvöldið mun Helgi svo stökkva úr gervi sínu sem sxsxsx og yfir í Úlfs Úlfs gallann en úlfarnir munu stíga á svið þarna við sama tækifæri og lofa þeir því að frumflytja glænýtt efni. En hvernig verða þessi nýju lög frábrugðin þeim sem við eigum að venjast frá hljómsveitinni? „Þetta er betra en nokkuð annað sem við höfum gert,“ segir Helgi eftir nokkra umhugsun, „þetta er fallegri tónlist, þetta er nýtt sjitt en svona svipað sánd. Þetta er ólíkt öllu sem var á fyrri plötunni, en þetta eru samt ennþá Úlfs Úlfs lög. Þetta er heví gott.“ Sxsxsx og Úlfur Úlfur spila á Prikinu í kvöld, herlegheitin hefjast klukkan 21.00 og það er frítt inn.
Tónlist Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira