Kaupfélag Skagfirðinga eflir sig í höfuðborginni Snærós Sindradóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Esja kjötvinnsla er á Bitruhálsi 2. Fréttablaðið/Vilhelm Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vinnur nú að því að festa kaup á Bitruhálsi 2, iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem áður hýsti Osta- og smjörsöluna. Til stendur að sameina Esju kjötvinnslu Kjötbankanum og Gallerí Kjöti í húsnæðinu en fyrirtækin eru nú öll í eigu kaupfélagsins. „Við áttum Kjötbankann í Hafnarfirði sem var í allt of litlu húsnæði þannig að við vorum að leita okkur að stærra húsnæði fyrir matvæladreifingu okkar,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS. „Þá dettum við niður á að kaupa þetta hús. Við gerðum um það samning fyrir svolitlu síðan en þarna var fyrir Kjötvinnslan Esja. Svo þróaðist það þannig að einn af hluthöfunum þar var með sinn hlut í söluferli. Okkur var boðið þetta fyrirtæki og við keyptum það,“ segir Ágúst.Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags SkagfirðingaMarkmið kaupfélagsins er að efla markaðshlut sinn í kjötframleiðslu með þessum hætti. Kaupfélag Skagfirðinga á fyrir stóran hlut í sláturhúsinu á Hellu, sláturhúsið á Sauðárkróki og helminginn í sláturhúsinu á Hvammstanga. Ágúst segir að í kjötafurðastöðinni í Reykjavík verði unnið með lamb, naut og svín, meðal annars frá Stjörnugrís og Ali. „Við ætlum að vera samkeppnisfærir og öflugir í matvælaframleiðslu á Íslandi og sölu og dreifingu á matvælum. Við erum með afkomu frá þremur afurðastöðvum. Tilgangurinn er að koma okkur vel fyrir á aðalmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu með aðstöðu til ákveðinnar framleiðslu, úrvinnslu á afurðum okkar og sölu og dreifingar.“ Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í mars síðastliðnum stendur ekkert í vegi fyrir samruna KS sölu, sem er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga í 100 prósent eigu þess, Esju Gæðafæðis og Gallerís Kjöts. Sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna árið 2015 hafi verið undir þrjátíu prósentum í kinda- og nautakjöti, undir 20 prósentum í hrossakjöti og undir fimm prósentum í svínakjöti á innanlandsmarkaði. Það gefi ekki til kynna að markaðsráðandi staða sé að myndast. Kaupverð á húsnæðinu eða fyrirtækjunum fékkst ekki upplýst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vinnur nú að því að festa kaup á Bitruhálsi 2, iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem áður hýsti Osta- og smjörsöluna. Til stendur að sameina Esju kjötvinnslu Kjötbankanum og Gallerí Kjöti í húsnæðinu en fyrirtækin eru nú öll í eigu kaupfélagsins. „Við áttum Kjötbankann í Hafnarfirði sem var í allt of litlu húsnæði þannig að við vorum að leita okkur að stærra húsnæði fyrir matvæladreifingu okkar,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS. „Þá dettum við niður á að kaupa þetta hús. Við gerðum um það samning fyrir svolitlu síðan en þarna var fyrir Kjötvinnslan Esja. Svo þróaðist það þannig að einn af hluthöfunum þar var með sinn hlut í söluferli. Okkur var boðið þetta fyrirtæki og við keyptum það,“ segir Ágúst.Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags SkagfirðingaMarkmið kaupfélagsins er að efla markaðshlut sinn í kjötframleiðslu með þessum hætti. Kaupfélag Skagfirðinga á fyrir stóran hlut í sláturhúsinu á Hellu, sláturhúsið á Sauðárkróki og helminginn í sláturhúsinu á Hvammstanga. Ágúst segir að í kjötafurðastöðinni í Reykjavík verði unnið með lamb, naut og svín, meðal annars frá Stjörnugrís og Ali. „Við ætlum að vera samkeppnisfærir og öflugir í matvælaframleiðslu á Íslandi og sölu og dreifingu á matvælum. Við erum með afkomu frá þremur afurðastöðvum. Tilgangurinn er að koma okkur vel fyrir á aðalmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu með aðstöðu til ákveðinnar framleiðslu, úrvinnslu á afurðum okkar og sölu og dreifingar.“ Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í mars síðastliðnum stendur ekkert í vegi fyrir samruna KS sölu, sem er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga í 100 prósent eigu þess, Esju Gæðafæðis og Gallerís Kjöts. Sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna árið 2015 hafi verið undir þrjátíu prósentum í kinda- og nautakjöti, undir 20 prósentum í hrossakjöti og undir fimm prósentum í svínakjöti á innanlandsmarkaði. Það gefi ekki til kynna að markaðsráðandi staða sé að myndast. Kaupverð á húsnæðinu eða fyrirtækjunum fékkst ekki upplýst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira