Elísabet Englandsdrottning níræð og barnabarnabarnið á frímerki Sæunn Gísladóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Ein myndanna sem verður á hátíðarfrímerkjunum sýnir erfðaröðina að bresku krúnunni. Fréttablaðið/EPA Elísabet II Englandsdrottning fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardag sinn, 21. apríl, og svo daginn sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðarhöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Í dag fer Elísabet svo í göngutúr um landareign Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Á göngunni verður minnisvarði um gönguleið drottningarinnar afhjúpaður. Leiðin er 6,3 kílómetrar og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur setið lengst á krúnunni í sögunni. Hún var krýnd drottning 2. júní 1952. Þann 9. september síðastliðinn hafði hún setið lengur en Viktoría drottning, langamma hennar. Tólf menn hafa verið forsetar Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Elísabet giftist Filippusi prins 1947. Þau eru fjórmenningar. Hún eignaðist fyrsta barn sitt, Karl Bretaprins, árið 1948. Hann er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hvað lengst eftir því að verða konungur. Hátíðarhöldin halda áfram í kvöld Þá kveikir drottningin ljós í vita og kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki. Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni drottningunni, afa sínum Karli prins og svo pabba Vilhjálmi. Georg stóð á kubbi til að vera nokkurn veginn á hæð við pabba, afa og langömmu. Langlífi er í fjölskyldunni. Móðir Elísabetar, Elísabet drottningamóðir, lést 2002 á 102. aldursári. Ef til vill nær Elísabet að fagna hundrað ára afmæli sínu í hásæti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardag sinn, 21. apríl, og svo daginn sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðarhöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Í dag fer Elísabet svo í göngutúr um landareign Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Á göngunni verður minnisvarði um gönguleið drottningarinnar afhjúpaður. Leiðin er 6,3 kílómetrar og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur setið lengst á krúnunni í sögunni. Hún var krýnd drottning 2. júní 1952. Þann 9. september síðastliðinn hafði hún setið lengur en Viktoría drottning, langamma hennar. Tólf menn hafa verið forsetar Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Elísabet giftist Filippusi prins 1947. Þau eru fjórmenningar. Hún eignaðist fyrsta barn sitt, Karl Bretaprins, árið 1948. Hann er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hvað lengst eftir því að verða konungur. Hátíðarhöldin halda áfram í kvöld Þá kveikir drottningin ljós í vita og kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki. Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni drottningunni, afa sínum Karli prins og svo pabba Vilhjálmi. Georg stóð á kubbi til að vera nokkurn veginn á hæð við pabba, afa og langömmu. Langlífi er í fjölskyldunni. Móðir Elísabetar, Elísabet drottningamóðir, lést 2002 á 102. aldursári. Ef til vill nær Elísabet að fagna hundrað ára afmæli sínu í hásæti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira