Sakar stjórn rammaáætlunar um ósæmandi málsmeðferð Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2016 19:45 Orkustofnun gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar harðlega, sakar hana um lögbrot og ósæmandi málsmeðferð, með því að sópa virkjanakostum undir teppi og halda þeim þannig leyndum gagnvart Alþingi. Rammaáætlun er helsta verkfæri stjórnvalda til að meta hvort svæði eigi að virkja til orkuöflunar eða vernda. Þegar verkefnisstjórn kynnti tillögudrög sín fyrir þremur vikum fengu þau jákvæð viðbrögð frá náttúruverndarsamtökum, Landsvirkjun taldi hins vegar farið á svig við lög þar sem ekki hefði verið horft til jákvæðra efnahags- og samfélagslegra áhrifa virkjana, heldur eingöngu til neikvæðra áhrifa. Orkustofnun tekur undir gagnrýni Landsvirkjunar og segir mikla brotalöm í málsmeðferð verkefnisstjórnar. „Við líka gagnrýnum mjög hart að það hefur ekki verið tekið tillit til loftlagsmálanna í þessu. Umhverfismál eru skoðuð út frá mjög þröngum íslenskum hagsmunum,” segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir verkefnisstjórn hafa sleppt því að fjalla um 55 virkjanakosti af þeim 82 sem lagðir voru fyrir hana. „Og er í raun og veru ekki sagt frá því í niðurstöðum nefndarinnar, frá þessum virkjunarkostum, heldur haldið leyndum fyrir Alþingi. Og við skiljum ekki hvernig þetta getur staðist lög.” Guðni kveðst líta það mjög alvarlegum augum að verkefnisstjórnin fari ekki að lögum. Hann kveðst þó gera sér grein fyrir því að stundum þurfi að forgangsraða vegna tímaskorts og naumra fjármuna en það þurfi þá að gerast á málefnalegum grundvelli og með því að setja einstaka kosti í biðflokk. „En að sópa kostum undir teppi, - það er í raun og veru málsmeðferð sem er ekki sæmandi í stjórnsýslunni,” segir orkumálastjóri. Hér má lesa athugasemdir Orkustofnunar. Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa eingöngu horft til neikvæðra áhrifa virkjana. 1. apríl 2016 19:00 Segir verkefnastjórn vaða í villu Iðnaðarráðherra gefur lítið fyrir vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Segir niðurstöður hennar dæmi um skilningsleysi á samspili orku- og loftslagsmála. Vonar að niðurstöðum um virkjanakosti verði hnekkt. 6. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Orkustofnun gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar harðlega, sakar hana um lögbrot og ósæmandi málsmeðferð, með því að sópa virkjanakostum undir teppi og halda þeim þannig leyndum gagnvart Alþingi. Rammaáætlun er helsta verkfæri stjórnvalda til að meta hvort svæði eigi að virkja til orkuöflunar eða vernda. Þegar verkefnisstjórn kynnti tillögudrög sín fyrir þremur vikum fengu þau jákvæð viðbrögð frá náttúruverndarsamtökum, Landsvirkjun taldi hins vegar farið á svig við lög þar sem ekki hefði verið horft til jákvæðra efnahags- og samfélagslegra áhrifa virkjana, heldur eingöngu til neikvæðra áhrifa. Orkustofnun tekur undir gagnrýni Landsvirkjunar og segir mikla brotalöm í málsmeðferð verkefnisstjórnar. „Við líka gagnrýnum mjög hart að það hefur ekki verið tekið tillit til loftlagsmálanna í þessu. Umhverfismál eru skoðuð út frá mjög þröngum íslenskum hagsmunum,” segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir verkefnisstjórn hafa sleppt því að fjalla um 55 virkjanakosti af þeim 82 sem lagðir voru fyrir hana. „Og er í raun og veru ekki sagt frá því í niðurstöðum nefndarinnar, frá þessum virkjunarkostum, heldur haldið leyndum fyrir Alþingi. Og við skiljum ekki hvernig þetta getur staðist lög.” Guðni kveðst líta það mjög alvarlegum augum að verkefnisstjórnin fari ekki að lögum. Hann kveðst þó gera sér grein fyrir því að stundum þurfi að forgangsraða vegna tímaskorts og naumra fjármuna en það þurfi þá að gerast á málefnalegum grundvelli og með því að setja einstaka kosti í biðflokk. „En að sópa kostum undir teppi, - það er í raun og veru málsmeðferð sem er ekki sæmandi í stjórnsýslunni,” segir orkumálastjóri. Hér má lesa athugasemdir Orkustofnunar.
Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa eingöngu horft til neikvæðra áhrifa virkjana. 1. apríl 2016 19:00 Segir verkefnastjórn vaða í villu Iðnaðarráðherra gefur lítið fyrir vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Segir niðurstöður hennar dæmi um skilningsleysi á samspili orku- og loftslagsmála. Vonar að niðurstöðum um virkjanakosti verði hnekkt. 6. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00
Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa eingöngu horft til neikvæðra áhrifa virkjana. 1. apríl 2016 19:00
Segir verkefnastjórn vaða í villu Iðnaðarráðherra gefur lítið fyrir vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Segir niðurstöður hennar dæmi um skilningsleysi á samspili orku- og loftslagsmála. Vonar að niðurstöðum um virkjanakosti verði hnekkt. 6. apríl 2016 07:00
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49