Sakar stjórn rammaáætlunar um ósæmandi málsmeðferð Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2016 19:45 Orkustofnun gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar harðlega, sakar hana um lögbrot og ósæmandi málsmeðferð, með því að sópa virkjanakostum undir teppi og halda þeim þannig leyndum gagnvart Alþingi. Rammaáætlun er helsta verkfæri stjórnvalda til að meta hvort svæði eigi að virkja til orkuöflunar eða vernda. Þegar verkefnisstjórn kynnti tillögudrög sín fyrir þremur vikum fengu þau jákvæð viðbrögð frá náttúruverndarsamtökum, Landsvirkjun taldi hins vegar farið á svig við lög þar sem ekki hefði verið horft til jákvæðra efnahags- og samfélagslegra áhrifa virkjana, heldur eingöngu til neikvæðra áhrifa. Orkustofnun tekur undir gagnrýni Landsvirkjunar og segir mikla brotalöm í málsmeðferð verkefnisstjórnar. „Við líka gagnrýnum mjög hart að það hefur ekki verið tekið tillit til loftlagsmálanna í þessu. Umhverfismál eru skoðuð út frá mjög þröngum íslenskum hagsmunum,” segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir verkefnisstjórn hafa sleppt því að fjalla um 55 virkjanakosti af þeim 82 sem lagðir voru fyrir hana. „Og er í raun og veru ekki sagt frá því í niðurstöðum nefndarinnar, frá þessum virkjunarkostum, heldur haldið leyndum fyrir Alþingi. Og við skiljum ekki hvernig þetta getur staðist lög.” Guðni kveðst líta það mjög alvarlegum augum að verkefnisstjórnin fari ekki að lögum. Hann kveðst þó gera sér grein fyrir því að stundum þurfi að forgangsraða vegna tímaskorts og naumra fjármuna en það þurfi þá að gerast á málefnalegum grundvelli og með því að setja einstaka kosti í biðflokk. „En að sópa kostum undir teppi, - það er í raun og veru málsmeðferð sem er ekki sæmandi í stjórnsýslunni,” segir orkumálastjóri. Hér má lesa athugasemdir Orkustofnunar. Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa eingöngu horft til neikvæðra áhrifa virkjana. 1. apríl 2016 19:00 Segir verkefnastjórn vaða í villu Iðnaðarráðherra gefur lítið fyrir vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Segir niðurstöður hennar dæmi um skilningsleysi á samspili orku- og loftslagsmála. Vonar að niðurstöðum um virkjanakosti verði hnekkt. 6. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Orkustofnun gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar harðlega, sakar hana um lögbrot og ósæmandi málsmeðferð, með því að sópa virkjanakostum undir teppi og halda þeim þannig leyndum gagnvart Alþingi. Rammaáætlun er helsta verkfæri stjórnvalda til að meta hvort svæði eigi að virkja til orkuöflunar eða vernda. Þegar verkefnisstjórn kynnti tillögudrög sín fyrir þremur vikum fengu þau jákvæð viðbrögð frá náttúruverndarsamtökum, Landsvirkjun taldi hins vegar farið á svig við lög þar sem ekki hefði verið horft til jákvæðra efnahags- og samfélagslegra áhrifa virkjana, heldur eingöngu til neikvæðra áhrifa. Orkustofnun tekur undir gagnrýni Landsvirkjunar og segir mikla brotalöm í málsmeðferð verkefnisstjórnar. „Við líka gagnrýnum mjög hart að það hefur ekki verið tekið tillit til loftlagsmálanna í þessu. Umhverfismál eru skoðuð út frá mjög þröngum íslenskum hagsmunum,” segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir verkefnisstjórn hafa sleppt því að fjalla um 55 virkjanakosti af þeim 82 sem lagðir voru fyrir hana. „Og er í raun og veru ekki sagt frá því í niðurstöðum nefndarinnar, frá þessum virkjunarkostum, heldur haldið leyndum fyrir Alþingi. Og við skiljum ekki hvernig þetta getur staðist lög.” Guðni kveðst líta það mjög alvarlegum augum að verkefnisstjórnin fari ekki að lögum. Hann kveðst þó gera sér grein fyrir því að stundum þurfi að forgangsraða vegna tímaskorts og naumra fjármuna en það þurfi þá að gerast á málefnalegum grundvelli og með því að setja einstaka kosti í biðflokk. „En að sópa kostum undir teppi, - það er í raun og veru málsmeðferð sem er ekki sæmandi í stjórnsýslunni,” segir orkumálastjóri. Hér má lesa athugasemdir Orkustofnunar.
Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa eingöngu horft til neikvæðra áhrifa virkjana. 1. apríl 2016 19:00 Segir verkefnastjórn vaða í villu Iðnaðarráðherra gefur lítið fyrir vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Segir niðurstöður hennar dæmi um skilningsleysi á samspili orku- og loftslagsmála. Vonar að niðurstöðum um virkjanakosti verði hnekkt. 6. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00
Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa eingöngu horft til neikvæðra áhrifa virkjana. 1. apríl 2016 19:00
Segir verkefnastjórn vaða í villu Iðnaðarráðherra gefur lítið fyrir vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Segir niðurstöður hennar dæmi um skilningsleysi á samspili orku- og loftslagsmála. Vonar að niðurstöðum um virkjanakosti verði hnekkt. 6. apríl 2016 07:00
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49