Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Guðmundur Karl Snæbjörnsson skrifar 21. apríl 2016 07:00 Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO (1,2,3,4,5,19,21). Það stendur til að leggja fram á haustþingi Alþingis nýja þingsályktunartillögu í samræmi við þessa tilskipun EU. Neysla nikótíns með rafrettu er nánast skaðlaus, en neysla niktótíns í sígarettum drepur einn af tveimur notendum. Skaðsemi sjálfs nikótínsins er á pari með kaffineyslu (P.Hajek í aukaefni) og að totta rafrettu er EKKI að reykja. Fyrirhugað er að takmarka mjög aðgengi fólks að rafrettum og framboði á markaði, en sígarettan á að njóta verndar reglugerðar og vera seld áfram út um allt eins og verið hefur (skv. tilskipun Evrópusambandsins). Fjötra það sem hjálpar en láta óhindrað það sem drepur (39). Slæmum rangfærslum hefur verið haldið á lofti í fjölmiðlum af fulltrúa Krabbameinsfélagsins varðandi meinta skaðsemi þessarar tækninýjungar. Því var hálf sorglegt að verða vitni að því að nokkuð stór hópur titlum prýddra kollega hefði léð fulltrúanum nafn sitt á grein sem meðhöfundar hennar. Eins og að fjölrita rangfærslur myndi breyta þeim í einhvern sannleik. Auðvitað jókst vægi rangfærslnanna og vitleysan varð bara þannig að enn meiri vitleysu. Bara mjög miður og sorglegt upp á að horfa, því eins og fram kemur síðar í þessum pistli þá mun ég sýna fram á hversu röngum og raunar fáránlegum upplýsingum hópurinn hélt fram til stuðnings máli sínu og mjög svo skaðlegum lýðheilsu almennings. En á hinn bóginn auðveldar þessi hópmyndun fyrirhöfnina, því hægt að svara öllum í hópnum í einu. Rangfærslur þessar ættu, ef eitthvað, að tilheyra svo kölluðum ruslvísindum (junk science) og ættu í raun ekki að sjást á prenti fjölmiðla. Það hefði verið hægt að fyrirbyggja ef haft hefði verið eðlilegt samtali á meðal lækna, t.d. eins og á lokuðum umræðuvef lækna eða fundum um málið. Óvissu og hræðslu hefur því gætt hjá stórum hópi fólks og komið í veg fyrir að fleiri taki þessari tækninýjung opnum örmum og hætti að reykja, því hver og einn einstaklingur, heilsa hans og líf skiptir hér miklu máli. Því fylgir ábyrgð þess að aðeins sé haldið fram bestum og réttum upplýsingum um málið. Hér verður flett ofan af helstu rangfærslunum og sjáum hvort storminn í sápukúlu boðskapar þeirra lægi eitthvað.Hræðsluboðskapur er skaðlegur 1-7 Fulltrúi KÍ hefur í boðskap sínum m.a. varað við ýmsum eiturefnum í rafgufunni og sagt að okkur stafi bráð hætta af þeim. Þarna eru alvarlegar rangfærslur og skaðlegar. Þetta er ástæðulaus og skaðlegur hræðsluáróður. Haltu bara áfram að lesa.1 - Bragðefnin – ólíku saman að jafna við sígarettuna Endurtekið hefur verið höfðað til meingallaðrar niðurstöðu rannsóknar frá Harvard og tilvist bragðefna úr matvælaiðnaðinum, diacetyl (2,3-butanedione), sagt vera hættulegt heilsu okkar og geta valdið hættulegum lungnasjúkdómi (6). Ósagt skal látið að sinni um skaðsemi eða skaðleysi bragðefnisins eða ekki, enda bara ósannað enn. Það láðist þó að geta eins mikilvægs atriðis, að þetta diacetyl er 750 sinnum minna en í sígarettunni! Það kemur fram í rannsóknargögnunum en valið að minnast ekki á í niðurstöðum og áliti rannsóknarinnar! (7,8,9) Samkvæmt grunnreglu eiturefnafræðinnar (toxicology) er ekki bara tilvist efna og stærð ákvarðandi fyrir skaðsemi og áhættu af þeim, heldur magn þeirra - flestir betri framleiðendur eru þó löngu hættir að nota þetta bragðefni í rafvökva sína. Eins gott á meðan við erum ekki vöruð við því að stinga nefinu inn undir holhöndina til að tékka á svitalyktinni til að forðast innöndun á diacetyl (22) - eða banna fólki að sjóða matinn sem inniheldur diacetyl-bragðefnið því af slysni gætum andað að okkur gufunni – varúð allar húsmæður og kokkar landsins?! Segjum svo að fáránleikinn geti ekki verið skemmtilega fáránlegur! Ekki gott það, eða?2 - Nítrósamín (TSNA) og formaldehyde - ólíku saman að jafna við sígarettuna Varað hefur verið við nítrósamínum í gufu rafrettunnar sem gætu valdið krabbameinsvaldandi áhrifum, en láðist einnig að taka fram að magn þeirra í rafgufunni væri 1800 sinnum minna en í sígarettunni (10,29). Ekki gott það heldur. Svo varðandi formaldehyde hræðsluáróðurinn. Formaldehyde fyrirfinnst í öllu lífríkinu og raunverulega nauðsynlegt efnaskiptum allra lífvera og án þess þrífst ekkert líf (31). Í líkamanum er það í jafnvægi auðvitað, en skaðlegt ef þetta jafnvægi raskast of mikið. Augljóst ætti því að vera að ekki er nóg að hræða fólk með því að segja það fyrirfinnast í rafgufunni, ekki frekar en að hægt ætti að vera að hræða fólk á því að það sé í útöndunarlofti allra, jafnvel þeirra sem aldrei hafa reykt. Svo fyrst lítið dæmi: ef þú setur steikina á grillið á hæstu stillingu og lætur það grillast í eina klukkustund. Við hverju býstu öðru en kolamola eftir það? Eða brauðið í brauðrist á hæstu stillingu í of langan tíma, kolamoli þá. Einhver sem vill láta í sig kolamola? Auðvitað ekki. Einhvern veginn svona var þessi rannsókn framkvæmd sem fulltrúi KÍ vitnar endurtekið í til sönnunar á skaðsemi rafgufu (24). Stillt á hæsta mögulega styrk á rafrettunni (sem enginn vill eða getur andað að sér) og voila, út kom of mikið af formaldehyde - og kom engum á óvart sem þekkingu hefur á því (25,26,27,28). Enda rannsóknin gagnrýnd og mótmælt af mörgum helstu sérfræðingum heimsins á þessu sviði og farið fram á að læknaritið, New England Journal of Medicine (NEJM), dragi greinina til baka vegna meinlegra ágalla (34). Formaldehyde mælist auðvitað mikið minna og innan skaðlegra marka þegar rannsóknir á því eru framkvæmdar með eðlilegum hætti (32,33,38). Ekki gott þetta heldur.3 - Þungmálmar - ólíku saman að jafna við sígarettuna Tilvist þungmálma (11) í gufu rafrettunnar hefur fulltrúinn einnig bent á í yfirferð sinni, sem veldur óþarfa rangfærslum og hræðslu meðal fólks. Í US Pharmacopeia hafa verið gefin út öryggismörk fyrir þungmálma á heilsu okkar við daglega innöndun þeirra (10,12). Þessir þungmálmar hafa verið henni hugleiknir og notað rannsóknarniðurstöður þessar á misvísandi hátt um tilvist þeirra í rafgufu rafrettunnar. Varðandi blý og nikkel (Pb og Ni) þá eru öryggismörk þeirra við daglega innöndun 6 sinnum hærri en mælist í rafgufunni. Þegar um króm (Cr) er að ræða þá er munurinn orðinn enn meiri eða um 70 faldur. Langt undir hættumörkum þessara málma. Ekki gott þetta heldur.4 - Örsmáar agnir rafgufunnar – ólíku saman að jafna við sígarettuna Fulltrúi KÍ hefur einnig vísað til örsmárra agna í rafgufunni sem gætu hugsanlega verið skaðlegar (ultrafine particles, PM2,5 (13,14)), eins og stærðin ein skipti höfuðmáli núna. Í raunveruleikanum eru minnstu agnirnar í rafgufu sem mælast bara vatnsagnir (vatnsgufa), sem valda engum skaða (15). Það sem skiptir mestu máli hér er efnasamsetning þessara örsmáu agna, ekki bara hvort einhverjar agnir séu til staðar. Ögnum rafgufu er alls ekki hægt að jafna saman við agnir sígarettureyks. Æi, enn og aftur er þetta bara ekki nógu gott.5 - Slysfarir – ofgert í alvarleika og fjölda Einnig hefur verið vísað í tilkynningar um slysfarir af völdum rafvökvans, en þó án þess að samtímis sé sagt frá fjölda þeirra eða alvarleika (16,17). Fjöldi þeirra og alvarleiki er nefnilega mjög lítill í samanburði við eins og t.d. slys af völdum hreinlætisvara, snyrtivara og lyfja (17) svo ekki sé minnst á alvarleg slys af völdum íkveikja út frá sígarettum o.s.frv.. En auðvitað er rafvökvinn nýtt fyrirbæri í slysatilkynningum þar sem rafrettan er nýkomin á markaðinn. Ekki er því að undrast nýja tegund tilkynninga. Var þetta bara til að skapa hræðslu hjá fólki eða til að upplýsa fólk? Ekki gott þetta.6 – Börnin okkar og óttinn ástæðulausi Hræðsla foreldra um að börnin leiðist út í sígarettureykingar út frá rafrettunotkun er skiljanlegur en ástæðulaus. Sýnt hefur verið fram á hratt lækkandi reykingar á meðal barna- og unglinga í fyrri greinum og hefur reykingatíðni hjá börnum og unglingum aldrei lækkað jafn hratt í sögunni eftir tilkomu rafrettunnar (5), þvert á hræðsluáróðurinn. Fíkn nikótíns er hverfandi í rafrettu samanborið við fíkn þess í sígarettunni.7 - Lýðheilsa í nýjum fötum? – reglugerð í réttu hlutfalli við skaðsemi og skaðleysi Að hræða fólk með misvitrum rangfærslum er einfaldlega stórskaðlegt heilsu almennings - það dregur úr reykingafólki að prófa rafrettuna og bjarga sér þannig sjálft frá sígarettunni – dregur úr öðrum að halda áfram með rafrettuna - dregur úr enn öðrum sem eru að prófa þetta nýja fyrirbæri, eins og fólk í tvöfaldri notkun, rafrettu og sígarettu (21). Afleiðing þess er að fleiri halda áfram að reykja og líkja mætti því við að við værum að dæma það fólk til dauða, sem annars hefði valið að lifa sígarettulaust (23). Óbeint fer fulltrúinn því erinda tóbaks- og lyfjaiðnaðarins og stuðlar að áframhaldandi og auknum reykingum, þó ásetningurinn sé eflaust bara einlægur og góður. Frábiðjum okkur ólög nýrrar reglugerðar sem drepur (39). Er þetta eitthvað flókið fyrir einhverjum lengur?Leitin árangurslausa að hinum endanlega hreinleika og skaðleysi Það er sennilega ekki raunhæft, eða bara ekki hægt, að finna hinn endanlega hreinleika og skaðleysi í nokkurri aðferð sem hjálpar fólki til að hætta reykingum eða nokkru öðru. Það er heldur ekki verið að halda fram neinni hollustu varðandi rafrettuna og vökva hennar. Að halda slíku fram væri auðvitað alrangt og ekkert annað en útúrsnúningur. En samanburðurinn er ótvíræður.Hræðslupólitíkin Að hræða fólk með misvitrum rangfærslum er einfaldlega stórskaðlegt heilsu almennings - því það dregur úr reykingafólki að prófa rafrettuna og bjarga sér með því sjálft frá sígarettunni - öðrum frá því að halda áfram með rafrettuna og sem eru að prófa þetta nýja fyrirbæri, eins og t.d. fólk í tvöfaldri notkun, rafrettu og sígarettu (21). Afleyðing þess er að fleiri halda áfram að reykja og líkja mætti því við að við værum að dæma fólk til dauða, sem annars hefðu valið að lifa sígarettulaust (23). Hefðbundnar tóbaksvarnir eru hreinlega búnar að missa alla stjórn á hlutunum með innreið þessa nýja grasrótarfyrirbæris, rafrettunni, gætir óvissu um stöðu sína og hlutverk. Það skyldi þó ekki vera að hræðsla við nikótínið sjálft væri ástæða tregðu þeirra og því erfitt að réttlæta rafrettuna fyrir vikið? (30)Saklaust nikótín Nikótínið er ekki eins slæmt og af er látið þegar það er tekið úr sambandi við sígarettureykinn og þau hundruð efna sem bætt er við á framleiðslustigi hennar til að auka fíknina (37). Þurfum kannski bara að leysa nikótínið úr þessum álögum reyksins, fordóma og vanþekkingar og sættast við það líkt og kaffið (30). Gleymum því ekki heldur að það að sjúga að sér nikótín í rafgufu er ekki að reykja, ekki heldur er nikótín tóbaksvara - ekki frekar en tómatar, kartöflur, eggplöntur og B3-vítamín (nicotinic acid, niacin) væru flokkaðar sem tóbaksvörur, þó öll innihaldi nikótín eins og tóbaksplantan. Eða flokkum við bíla og skip sem sama fyrirbærið af því að bæði nota olíu á vélar sínar? Auðvitað ekki og að sama skapi er ekki rétt að flokka nikótín sem tóbak - né heldur sem lyf og fella það undir lyfjalög, nema þá sígaretturnar eigi heima þar líka? Ok, eigum við að fara yfir þetta aftur, eða… með þetta á hreinu?Vinsælt tæknifyrirbæri – nikótín á nýjan hátt – að skaðlausu Rafrettan er nýtt tæknifyrirbæri sprottið úr grasrót reykinganna, hefur notið vinsælda reykingafólks og náð hraðri útbreiðslu á skömmum tíma til að lágmarka skaðann vegna reykinganna (18,19,21). Hvort heldur fólk ætli sér að nota það sem nikótíngjafa áfram eða til þess að hætta alveg. Markmiði lýðheilsu og lágmörkunar skaðseminnar er þannig náð í báðum tilvikum. Þennan mikla mun í skaðsemi, sígarettu og rafrettu (1,19), á að halda skýrt á lofti, upplýsa fólk og hvetja til skaðlausara vals í stað reykinga (20). Kannski ekki alfarið hættulaust - en þó margfalt minna. Við vitum meir en nægilega mikið í dag um skaðsemi og skaðleysi þeirra til þess að taka ákvörðun og það mikilvæga út frá bestu vitneskju vísindanna. Lágmörkum skaðann með nýrri nálgun lýðheilsu og setjum reglugerð í réttu hlutfalli við skaðsemi og skaðleysi (35).Fyrirvari: hef engra hagsmuna að gæta við framleiðendur, innflytjendur eða sölumenn raftóla né hagsmunatengsl við tóbaks- og lyfjageirann. Enga hagsmuni, stöðu eða titils að gæta varðandi hefðbundnar tóbaksvarnir og lýðheilsustarfsemi. Er læknir og hef lögvarin réttindi á Íslandi, Noregi og Svíþjóð til að skrifa út lyf þegar svo á við og ráðleggja fólki til bættrar heilsu. Annað ekki.Heimildaskrá:1. Rafrettur – 95% skaðlausari en reykingar, Guðmundur Karl Snæbjörnsson 2. Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég, Guðmundur Karl Snæbjörnsson 3. Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu, Guðmundur Karl Snæbjörnsson 4. „Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga“, Vísir 5. Milli lífs og dauða, Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 6. Flavoring Chemicals in E-Cigarettes: Diacetyl, 2,3-Pentanedione, and Acetoin in a Sample of 51 Products, Including Fruit-, Candy-, and Cocktail-Flavored E-Cigarettes 7. A new study finds diacetyl in e-cigarettes but exaggerates risks and fails to discuss about smoking, Dr K. Farsalinos 8. The Rest of the Story: Tobacco News Analysis and Commentary, Prof Michael Siegler, Department of Community Health Sciences, Boston University School of Public Health. 9. Diacetyl in e-cigarettes — what we can really say (not much), Dr Carl V. Phillips hjá CASAA 10. Farsalinos KE, Polosa R. Safety evaluation and risk assessment of electronic cigarettes as tobacco cigarette substitutes: a systematic review. Ther Adv Drug Safety 2014;5:67-86. 11. Williams M, Villarreal A, Bozhilov K, Lin S, Talbot P. Metal and silicate particles including nanoparticles are present in electronic cigarette cartomizer fluid and aerosol. PLoS One 2013;8:e57987. 12. US Pharmacopeia. (2013) Elemental impurities limits 13. Air Now, Particle Pollution (PM) 14. Particulates, Wikipedia 15. Ogulei D, Hopke PK, Wallace LA. Analysis of indoor particle size distributions in an occupied townhouse using positive matrix factorization. Indoor Air 2006;16:204-215. 16. Chatham-Stephens K, Law R, Taylor E, Melstrom P, Bunnell R, Wang B, Apelberg B, Schier JG; Centers for Disease Control and Prevention (CDC). Notes from the field: calls to poison centers for exposures to electronic cigarettes--United States, September 2010-February 2014. MMWR Morb Mortal Wkly Rep 2014;63:292-293. 17. Mowry JB, Spyker DA, Cantilena LR Jr, Bailey JE, Ford M. 2012 Annual Report of the American Association of Poison Control Centers' National Poison Data System (NPDS): 30th Annual Report. Clin Toxicol (Phila) 2013;51:949-1229. 18. A high-tech approach to getting a nicotine fix, Frétt í Los Angeles Times apr 2009 19. Public Health England (PHE), skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda um 95% skaðminni áhrif rafretta miðað við sígaretturnar. 20. The National Centre for Smoking Cessation and Training (NCSCT) 21. Gætu rafrettur orðið bylting í tóbaksvarnarmálum?, Stöð 2 22. Suppression of Microbial Metabolic Pathways Inhibits the Generation of the Human Body Odor Component Diacetyl by Staphylococcus spp. Hara T. et al. 23. Electronic Cigarettes are healthy! Frétt frá BBC, viðtal við Prof Dr Robert West og Prof Dr Peter Hajek24. Hidden Formaldehyde in E-Cigarette Aerosols, Peyton D.H., New Englan Journal of Medicine, 25. Evaluation of Electronic Cigarette Use (Vaping) Topography and Estimation of Liquid Consumption: Implications for Research Protocol Standards Definition and for Public Health Authorities’ Regulation. Farsalino K.E. et al, 26. Research letter on e-cigarette cancer risk was so misleading it should be retracted, Clive D. Batesog Konstantinos E. Farsalinos 27. Formaldehyde in e-cigarette aerosol: a public call for the NEJM paper to be retracted, Farsalinos K.E. 28. Portland university formaldehyde scandal update: an email from a consumer. Farsalinos K.E. 29. Similar (and minimal) levels of nitrosamines in e-cigarette aerosol and liquid, Farsalinos K.E. et al. 30. Does a tobacco-free world need to be nicotine free? Telegraph, m.a. viðtal við Prof Ann McNeill 31. Formaldehyde is a chemical compound with the formula CH2O 32. Effect of variable power levels on the yield of total aerosol mass and formation of aldehydes in e-cigarette aerosols, Gillman et al, Regulatory Toxicology and Pharmacology 33. Formaldehyde exposure from 3 e-cigarette formats tested well below WHO quality guidelines 34. Letter from 40 academics and experts in support of the complaint about the research letter published in the New England Journal of Medicine on Hidden Formaldehyde in E-cigarette Aerosol (NEJM) 35. Statement from specialists in nicotine science and public health policy, bréf fræði- og vísindamanna til WHO varðandi tilmæli WHO til Evrópuráðsins um tóbaksvarnir, hvatt til hófsemi í tilmælunum og að tilmælin byggi á vísindalegum niðurstöðum og forðist áhrif hagsmunaaðila með skaðlegri útkomu fyrir almenning 36. Comment on a letter urging WHO to treat electronic cigarettes as tobacco products or medicines: The importance of dispassionate presentation and interpretation of evidence, Andmælabréf fræði- og vísindamanna til WHO, 37. Dependence on tobacco and nicotine, Nicotine science and policy, Dr Karl Fagerström 38. Vaping Emits Less Formaldehyde than Previously Thought, Fréttagrein Motherboard um grein nr. 34. 39. Why does EU favor tobacco, myndband með viðtölum m.a. við Dr Delon Humam fyrrv frkstj Alþjóða Læknasamtakanna, Dr Antoine Flahault lækni og Prófessor í lýðheilsufræðum, Martin Dockrell, Head of Policy ASH UK. Eins og Antoine Flahault segir eh á þessa leið í myndbandinu: ég sætti mig alls ekki við að sígaretturnar verði áfram í óheftri sölu út um allt og að því er séð hagsmunir tóbaksframleiðenda varðir á kostnað heilsu almennings. Þetta á meðan miklu skaðlausari valkostur er heftur í fjötrum reglugerða með skilgreiningum tóbaks og lyfjalaga og mismunað í framboði á markaði en staðið dyggilegan vörð um aðgengi sígarettunnar sem drepur okkur. Sættum okkur ekki við tóbaks- og lyfjaskilgreiningu í tilskipun Evrópusambandsins (TPD 2014/40/EU). Höfnum tilskipun Evrópusambandsins fyrir heilsu almennings.Aukaefni: Smá könnun: ef þér væri boðið 1000 kr fyrir að drekka hálft glas af Dihydrogen Monoxide myndir þú taka sjénsinn á því? Níu af 10 sem voru spurðir sögðu eitthvað á þessa leið, ertu frá þér eða ekki sjéns! Einn svaraði rétt, en fyrir gleymsku þá hafði ég spurt hann áður að því sama en fær hér samt rétt vegna sýndrar jákvæðni í asnalegri og óvísindalegri könnun - 90% (9 af 10) svöruðu ákveðið neytandi. Svar: spurt var um að drekka 1/2 glas af vatni (H20, dihydrogen monoxide). Sýnir hve auðvelt er að blekkja fólk með notkun óþekktra orða og nauðsynlegt að upplýsingar sem þessar séu á mannamáli og rétt skýrt frá svo hægt sé að taka skynsamlega ákvörðun. Viðtal við Prófessor Peter Hajek, einn virtasta fræði- og vísindamann og ráðgjafa heilbrigðisyfirvalda víða um heim og sem hefur um 300 fræði- og vísindagreinar í farteskinu og m.a. einn höfunda skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda, Public Health England (PHE) (21), Director of Tobacco Dependence Unit, Wolfson institute of Preventive Medicine, Queen Mary University of London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafrettur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO (1,2,3,4,5,19,21). Það stendur til að leggja fram á haustþingi Alþingis nýja þingsályktunartillögu í samræmi við þessa tilskipun EU. Neysla nikótíns með rafrettu er nánast skaðlaus, en neysla niktótíns í sígarettum drepur einn af tveimur notendum. Skaðsemi sjálfs nikótínsins er á pari með kaffineyslu (P.Hajek í aukaefni) og að totta rafrettu er EKKI að reykja. Fyrirhugað er að takmarka mjög aðgengi fólks að rafrettum og framboði á markaði, en sígarettan á að njóta verndar reglugerðar og vera seld áfram út um allt eins og verið hefur (skv. tilskipun Evrópusambandsins). Fjötra það sem hjálpar en láta óhindrað það sem drepur (39). Slæmum rangfærslum hefur verið haldið á lofti í fjölmiðlum af fulltrúa Krabbameinsfélagsins varðandi meinta skaðsemi þessarar tækninýjungar. Því var hálf sorglegt að verða vitni að því að nokkuð stór hópur titlum prýddra kollega hefði léð fulltrúanum nafn sitt á grein sem meðhöfundar hennar. Eins og að fjölrita rangfærslur myndi breyta þeim í einhvern sannleik. Auðvitað jókst vægi rangfærslnanna og vitleysan varð bara þannig að enn meiri vitleysu. Bara mjög miður og sorglegt upp á að horfa, því eins og fram kemur síðar í þessum pistli þá mun ég sýna fram á hversu röngum og raunar fáránlegum upplýsingum hópurinn hélt fram til stuðnings máli sínu og mjög svo skaðlegum lýðheilsu almennings. En á hinn bóginn auðveldar þessi hópmyndun fyrirhöfnina, því hægt að svara öllum í hópnum í einu. Rangfærslur þessar ættu, ef eitthvað, að tilheyra svo kölluðum ruslvísindum (junk science) og ættu í raun ekki að sjást á prenti fjölmiðla. Það hefði verið hægt að fyrirbyggja ef haft hefði verið eðlilegt samtali á meðal lækna, t.d. eins og á lokuðum umræðuvef lækna eða fundum um málið. Óvissu og hræðslu hefur því gætt hjá stórum hópi fólks og komið í veg fyrir að fleiri taki þessari tækninýjung opnum örmum og hætti að reykja, því hver og einn einstaklingur, heilsa hans og líf skiptir hér miklu máli. Því fylgir ábyrgð þess að aðeins sé haldið fram bestum og réttum upplýsingum um málið. Hér verður flett ofan af helstu rangfærslunum og sjáum hvort storminn í sápukúlu boðskapar þeirra lægi eitthvað.Hræðsluboðskapur er skaðlegur 1-7 Fulltrúi KÍ hefur í boðskap sínum m.a. varað við ýmsum eiturefnum í rafgufunni og sagt að okkur stafi bráð hætta af þeim. Þarna eru alvarlegar rangfærslur og skaðlegar. Þetta er ástæðulaus og skaðlegur hræðsluáróður. Haltu bara áfram að lesa.1 - Bragðefnin – ólíku saman að jafna við sígarettuna Endurtekið hefur verið höfðað til meingallaðrar niðurstöðu rannsóknar frá Harvard og tilvist bragðefna úr matvælaiðnaðinum, diacetyl (2,3-butanedione), sagt vera hættulegt heilsu okkar og geta valdið hættulegum lungnasjúkdómi (6). Ósagt skal látið að sinni um skaðsemi eða skaðleysi bragðefnisins eða ekki, enda bara ósannað enn. Það láðist þó að geta eins mikilvægs atriðis, að þetta diacetyl er 750 sinnum minna en í sígarettunni! Það kemur fram í rannsóknargögnunum en valið að minnast ekki á í niðurstöðum og áliti rannsóknarinnar! (7,8,9) Samkvæmt grunnreglu eiturefnafræðinnar (toxicology) er ekki bara tilvist efna og stærð ákvarðandi fyrir skaðsemi og áhættu af þeim, heldur magn þeirra - flestir betri framleiðendur eru þó löngu hættir að nota þetta bragðefni í rafvökva sína. Eins gott á meðan við erum ekki vöruð við því að stinga nefinu inn undir holhöndina til að tékka á svitalyktinni til að forðast innöndun á diacetyl (22) - eða banna fólki að sjóða matinn sem inniheldur diacetyl-bragðefnið því af slysni gætum andað að okkur gufunni – varúð allar húsmæður og kokkar landsins?! Segjum svo að fáránleikinn geti ekki verið skemmtilega fáránlegur! Ekki gott það, eða?2 - Nítrósamín (TSNA) og formaldehyde - ólíku saman að jafna við sígarettuna Varað hefur verið við nítrósamínum í gufu rafrettunnar sem gætu valdið krabbameinsvaldandi áhrifum, en láðist einnig að taka fram að magn þeirra í rafgufunni væri 1800 sinnum minna en í sígarettunni (10,29). Ekki gott það heldur. Svo varðandi formaldehyde hræðsluáróðurinn. Formaldehyde fyrirfinnst í öllu lífríkinu og raunverulega nauðsynlegt efnaskiptum allra lífvera og án þess þrífst ekkert líf (31). Í líkamanum er það í jafnvægi auðvitað, en skaðlegt ef þetta jafnvægi raskast of mikið. Augljóst ætti því að vera að ekki er nóg að hræða fólk með því að segja það fyrirfinnast í rafgufunni, ekki frekar en að hægt ætti að vera að hræða fólk á því að það sé í útöndunarlofti allra, jafnvel þeirra sem aldrei hafa reykt. Svo fyrst lítið dæmi: ef þú setur steikina á grillið á hæstu stillingu og lætur það grillast í eina klukkustund. Við hverju býstu öðru en kolamola eftir það? Eða brauðið í brauðrist á hæstu stillingu í of langan tíma, kolamoli þá. Einhver sem vill láta í sig kolamola? Auðvitað ekki. Einhvern veginn svona var þessi rannsókn framkvæmd sem fulltrúi KÍ vitnar endurtekið í til sönnunar á skaðsemi rafgufu (24). Stillt á hæsta mögulega styrk á rafrettunni (sem enginn vill eða getur andað að sér) og voila, út kom of mikið af formaldehyde - og kom engum á óvart sem þekkingu hefur á því (25,26,27,28). Enda rannsóknin gagnrýnd og mótmælt af mörgum helstu sérfræðingum heimsins á þessu sviði og farið fram á að læknaritið, New England Journal of Medicine (NEJM), dragi greinina til baka vegna meinlegra ágalla (34). Formaldehyde mælist auðvitað mikið minna og innan skaðlegra marka þegar rannsóknir á því eru framkvæmdar með eðlilegum hætti (32,33,38). Ekki gott þetta heldur.3 - Þungmálmar - ólíku saman að jafna við sígarettuna Tilvist þungmálma (11) í gufu rafrettunnar hefur fulltrúinn einnig bent á í yfirferð sinni, sem veldur óþarfa rangfærslum og hræðslu meðal fólks. Í US Pharmacopeia hafa verið gefin út öryggismörk fyrir þungmálma á heilsu okkar við daglega innöndun þeirra (10,12). Þessir þungmálmar hafa verið henni hugleiknir og notað rannsóknarniðurstöður þessar á misvísandi hátt um tilvist þeirra í rafgufu rafrettunnar. Varðandi blý og nikkel (Pb og Ni) þá eru öryggismörk þeirra við daglega innöndun 6 sinnum hærri en mælist í rafgufunni. Þegar um króm (Cr) er að ræða þá er munurinn orðinn enn meiri eða um 70 faldur. Langt undir hættumörkum þessara málma. Ekki gott þetta heldur.4 - Örsmáar agnir rafgufunnar – ólíku saman að jafna við sígarettuna Fulltrúi KÍ hefur einnig vísað til örsmárra agna í rafgufunni sem gætu hugsanlega verið skaðlegar (ultrafine particles, PM2,5 (13,14)), eins og stærðin ein skipti höfuðmáli núna. Í raunveruleikanum eru minnstu agnirnar í rafgufu sem mælast bara vatnsagnir (vatnsgufa), sem valda engum skaða (15). Það sem skiptir mestu máli hér er efnasamsetning þessara örsmáu agna, ekki bara hvort einhverjar agnir séu til staðar. Ögnum rafgufu er alls ekki hægt að jafna saman við agnir sígarettureyks. Æi, enn og aftur er þetta bara ekki nógu gott.5 - Slysfarir – ofgert í alvarleika og fjölda Einnig hefur verið vísað í tilkynningar um slysfarir af völdum rafvökvans, en þó án þess að samtímis sé sagt frá fjölda þeirra eða alvarleika (16,17). Fjöldi þeirra og alvarleiki er nefnilega mjög lítill í samanburði við eins og t.d. slys af völdum hreinlætisvara, snyrtivara og lyfja (17) svo ekki sé minnst á alvarleg slys af völdum íkveikja út frá sígarettum o.s.frv.. En auðvitað er rafvökvinn nýtt fyrirbæri í slysatilkynningum þar sem rafrettan er nýkomin á markaðinn. Ekki er því að undrast nýja tegund tilkynninga. Var þetta bara til að skapa hræðslu hjá fólki eða til að upplýsa fólk? Ekki gott þetta.6 – Börnin okkar og óttinn ástæðulausi Hræðsla foreldra um að börnin leiðist út í sígarettureykingar út frá rafrettunotkun er skiljanlegur en ástæðulaus. Sýnt hefur verið fram á hratt lækkandi reykingar á meðal barna- og unglinga í fyrri greinum og hefur reykingatíðni hjá börnum og unglingum aldrei lækkað jafn hratt í sögunni eftir tilkomu rafrettunnar (5), þvert á hræðsluáróðurinn. Fíkn nikótíns er hverfandi í rafrettu samanborið við fíkn þess í sígarettunni.7 - Lýðheilsa í nýjum fötum? – reglugerð í réttu hlutfalli við skaðsemi og skaðleysi Að hræða fólk með misvitrum rangfærslum er einfaldlega stórskaðlegt heilsu almennings - það dregur úr reykingafólki að prófa rafrettuna og bjarga sér þannig sjálft frá sígarettunni – dregur úr öðrum að halda áfram með rafrettuna - dregur úr enn öðrum sem eru að prófa þetta nýja fyrirbæri, eins og fólk í tvöfaldri notkun, rafrettu og sígarettu (21). Afleiðing þess er að fleiri halda áfram að reykja og líkja mætti því við að við værum að dæma það fólk til dauða, sem annars hefði valið að lifa sígarettulaust (23). Óbeint fer fulltrúinn því erinda tóbaks- og lyfjaiðnaðarins og stuðlar að áframhaldandi og auknum reykingum, þó ásetningurinn sé eflaust bara einlægur og góður. Frábiðjum okkur ólög nýrrar reglugerðar sem drepur (39). Er þetta eitthvað flókið fyrir einhverjum lengur?Leitin árangurslausa að hinum endanlega hreinleika og skaðleysi Það er sennilega ekki raunhæft, eða bara ekki hægt, að finna hinn endanlega hreinleika og skaðleysi í nokkurri aðferð sem hjálpar fólki til að hætta reykingum eða nokkru öðru. Það er heldur ekki verið að halda fram neinni hollustu varðandi rafrettuna og vökva hennar. Að halda slíku fram væri auðvitað alrangt og ekkert annað en útúrsnúningur. En samanburðurinn er ótvíræður.Hræðslupólitíkin Að hræða fólk með misvitrum rangfærslum er einfaldlega stórskaðlegt heilsu almennings - því það dregur úr reykingafólki að prófa rafrettuna og bjarga sér með því sjálft frá sígarettunni - öðrum frá því að halda áfram með rafrettuna og sem eru að prófa þetta nýja fyrirbæri, eins og t.d. fólk í tvöfaldri notkun, rafrettu og sígarettu (21). Afleyðing þess er að fleiri halda áfram að reykja og líkja mætti því við að við værum að dæma fólk til dauða, sem annars hefðu valið að lifa sígarettulaust (23). Hefðbundnar tóbaksvarnir eru hreinlega búnar að missa alla stjórn á hlutunum með innreið þessa nýja grasrótarfyrirbæris, rafrettunni, gætir óvissu um stöðu sína og hlutverk. Það skyldi þó ekki vera að hræðsla við nikótínið sjálft væri ástæða tregðu þeirra og því erfitt að réttlæta rafrettuna fyrir vikið? (30)Saklaust nikótín Nikótínið er ekki eins slæmt og af er látið þegar það er tekið úr sambandi við sígarettureykinn og þau hundruð efna sem bætt er við á framleiðslustigi hennar til að auka fíknina (37). Þurfum kannski bara að leysa nikótínið úr þessum álögum reyksins, fordóma og vanþekkingar og sættast við það líkt og kaffið (30). Gleymum því ekki heldur að það að sjúga að sér nikótín í rafgufu er ekki að reykja, ekki heldur er nikótín tóbaksvara - ekki frekar en tómatar, kartöflur, eggplöntur og B3-vítamín (nicotinic acid, niacin) væru flokkaðar sem tóbaksvörur, þó öll innihaldi nikótín eins og tóbaksplantan. Eða flokkum við bíla og skip sem sama fyrirbærið af því að bæði nota olíu á vélar sínar? Auðvitað ekki og að sama skapi er ekki rétt að flokka nikótín sem tóbak - né heldur sem lyf og fella það undir lyfjalög, nema þá sígaretturnar eigi heima þar líka? Ok, eigum við að fara yfir þetta aftur, eða… með þetta á hreinu?Vinsælt tæknifyrirbæri – nikótín á nýjan hátt – að skaðlausu Rafrettan er nýtt tæknifyrirbæri sprottið úr grasrót reykinganna, hefur notið vinsælda reykingafólks og náð hraðri útbreiðslu á skömmum tíma til að lágmarka skaðann vegna reykinganna (18,19,21). Hvort heldur fólk ætli sér að nota það sem nikótíngjafa áfram eða til þess að hætta alveg. Markmiði lýðheilsu og lágmörkunar skaðseminnar er þannig náð í báðum tilvikum. Þennan mikla mun í skaðsemi, sígarettu og rafrettu (1,19), á að halda skýrt á lofti, upplýsa fólk og hvetja til skaðlausara vals í stað reykinga (20). Kannski ekki alfarið hættulaust - en þó margfalt minna. Við vitum meir en nægilega mikið í dag um skaðsemi og skaðleysi þeirra til þess að taka ákvörðun og það mikilvæga út frá bestu vitneskju vísindanna. Lágmörkum skaðann með nýrri nálgun lýðheilsu og setjum reglugerð í réttu hlutfalli við skaðsemi og skaðleysi (35).Fyrirvari: hef engra hagsmuna að gæta við framleiðendur, innflytjendur eða sölumenn raftóla né hagsmunatengsl við tóbaks- og lyfjageirann. Enga hagsmuni, stöðu eða titils að gæta varðandi hefðbundnar tóbaksvarnir og lýðheilsustarfsemi. Er læknir og hef lögvarin réttindi á Íslandi, Noregi og Svíþjóð til að skrifa út lyf þegar svo á við og ráðleggja fólki til bættrar heilsu. Annað ekki.Heimildaskrá:1. Rafrettur – 95% skaðlausari en reykingar, Guðmundur Karl Snæbjörnsson 2. Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég, Guðmundur Karl Snæbjörnsson 3. Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu, Guðmundur Karl Snæbjörnsson 4. „Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga“, Vísir 5. Milli lífs og dauða, Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 6. Flavoring Chemicals in E-Cigarettes: Diacetyl, 2,3-Pentanedione, and Acetoin in a Sample of 51 Products, Including Fruit-, Candy-, and Cocktail-Flavored E-Cigarettes 7. A new study finds diacetyl in e-cigarettes but exaggerates risks and fails to discuss about smoking, Dr K. Farsalinos 8. The Rest of the Story: Tobacco News Analysis and Commentary, Prof Michael Siegler, Department of Community Health Sciences, Boston University School of Public Health. 9. Diacetyl in e-cigarettes — what we can really say (not much), Dr Carl V. Phillips hjá CASAA 10. Farsalinos KE, Polosa R. Safety evaluation and risk assessment of electronic cigarettes as tobacco cigarette substitutes: a systematic review. Ther Adv Drug Safety 2014;5:67-86. 11. Williams M, Villarreal A, Bozhilov K, Lin S, Talbot P. Metal and silicate particles including nanoparticles are present in electronic cigarette cartomizer fluid and aerosol. PLoS One 2013;8:e57987. 12. US Pharmacopeia. (2013) Elemental impurities limits 13. Air Now, Particle Pollution (PM) 14. Particulates, Wikipedia 15. Ogulei D, Hopke PK, Wallace LA. Analysis of indoor particle size distributions in an occupied townhouse using positive matrix factorization. Indoor Air 2006;16:204-215. 16. Chatham-Stephens K, Law R, Taylor E, Melstrom P, Bunnell R, Wang B, Apelberg B, Schier JG; Centers for Disease Control and Prevention (CDC). Notes from the field: calls to poison centers for exposures to electronic cigarettes--United States, September 2010-February 2014. MMWR Morb Mortal Wkly Rep 2014;63:292-293. 17. Mowry JB, Spyker DA, Cantilena LR Jr, Bailey JE, Ford M. 2012 Annual Report of the American Association of Poison Control Centers' National Poison Data System (NPDS): 30th Annual Report. Clin Toxicol (Phila) 2013;51:949-1229. 18. A high-tech approach to getting a nicotine fix, Frétt í Los Angeles Times apr 2009 19. Public Health England (PHE), skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda um 95% skaðminni áhrif rafretta miðað við sígaretturnar. 20. The National Centre for Smoking Cessation and Training (NCSCT) 21. Gætu rafrettur orðið bylting í tóbaksvarnarmálum?, Stöð 2 22. Suppression of Microbial Metabolic Pathways Inhibits the Generation of the Human Body Odor Component Diacetyl by Staphylococcus spp. Hara T. et al. 23. Electronic Cigarettes are healthy! Frétt frá BBC, viðtal við Prof Dr Robert West og Prof Dr Peter Hajek24. Hidden Formaldehyde in E-Cigarette Aerosols, Peyton D.H., New Englan Journal of Medicine, 25. Evaluation of Electronic Cigarette Use (Vaping) Topography and Estimation of Liquid Consumption: Implications for Research Protocol Standards Definition and for Public Health Authorities’ Regulation. Farsalino K.E. et al, 26. Research letter on e-cigarette cancer risk was so misleading it should be retracted, Clive D. Batesog Konstantinos E. Farsalinos 27. Formaldehyde in e-cigarette aerosol: a public call for the NEJM paper to be retracted, Farsalinos K.E. 28. Portland university formaldehyde scandal update: an email from a consumer. Farsalinos K.E. 29. Similar (and minimal) levels of nitrosamines in e-cigarette aerosol and liquid, Farsalinos K.E. et al. 30. Does a tobacco-free world need to be nicotine free? Telegraph, m.a. viðtal við Prof Ann McNeill 31. Formaldehyde is a chemical compound with the formula CH2O 32. Effect of variable power levels on the yield of total aerosol mass and formation of aldehydes in e-cigarette aerosols, Gillman et al, Regulatory Toxicology and Pharmacology 33. Formaldehyde exposure from 3 e-cigarette formats tested well below WHO quality guidelines 34. Letter from 40 academics and experts in support of the complaint about the research letter published in the New England Journal of Medicine on Hidden Formaldehyde in E-cigarette Aerosol (NEJM) 35. Statement from specialists in nicotine science and public health policy, bréf fræði- og vísindamanna til WHO varðandi tilmæli WHO til Evrópuráðsins um tóbaksvarnir, hvatt til hófsemi í tilmælunum og að tilmælin byggi á vísindalegum niðurstöðum og forðist áhrif hagsmunaaðila með skaðlegri útkomu fyrir almenning 36. Comment on a letter urging WHO to treat electronic cigarettes as tobacco products or medicines: The importance of dispassionate presentation and interpretation of evidence, Andmælabréf fræði- og vísindamanna til WHO, 37. Dependence on tobacco and nicotine, Nicotine science and policy, Dr Karl Fagerström 38. Vaping Emits Less Formaldehyde than Previously Thought, Fréttagrein Motherboard um grein nr. 34. 39. Why does EU favor tobacco, myndband með viðtölum m.a. við Dr Delon Humam fyrrv frkstj Alþjóða Læknasamtakanna, Dr Antoine Flahault lækni og Prófessor í lýðheilsufræðum, Martin Dockrell, Head of Policy ASH UK. Eins og Antoine Flahault segir eh á þessa leið í myndbandinu: ég sætti mig alls ekki við að sígaretturnar verði áfram í óheftri sölu út um allt og að því er séð hagsmunir tóbaksframleiðenda varðir á kostnað heilsu almennings. Þetta á meðan miklu skaðlausari valkostur er heftur í fjötrum reglugerða með skilgreiningum tóbaks og lyfjalaga og mismunað í framboði á markaði en staðið dyggilegan vörð um aðgengi sígarettunnar sem drepur okkur. Sættum okkur ekki við tóbaks- og lyfjaskilgreiningu í tilskipun Evrópusambandsins (TPD 2014/40/EU). Höfnum tilskipun Evrópusambandsins fyrir heilsu almennings.Aukaefni: Smá könnun: ef þér væri boðið 1000 kr fyrir að drekka hálft glas af Dihydrogen Monoxide myndir þú taka sjénsinn á því? Níu af 10 sem voru spurðir sögðu eitthvað á þessa leið, ertu frá þér eða ekki sjéns! Einn svaraði rétt, en fyrir gleymsku þá hafði ég spurt hann áður að því sama en fær hér samt rétt vegna sýndrar jákvæðni í asnalegri og óvísindalegri könnun - 90% (9 af 10) svöruðu ákveðið neytandi. Svar: spurt var um að drekka 1/2 glas af vatni (H20, dihydrogen monoxide). Sýnir hve auðvelt er að blekkja fólk með notkun óþekktra orða og nauðsynlegt að upplýsingar sem þessar séu á mannamáli og rétt skýrt frá svo hægt sé að taka skynsamlega ákvörðun. Viðtal við Prófessor Peter Hajek, einn virtasta fræði- og vísindamann og ráðgjafa heilbrigðisyfirvalda víða um heim og sem hefur um 300 fræði- og vísindagreinar í farteskinu og m.a. einn höfunda skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda, Public Health England (PHE) (21), Director of Tobacco Dependence Unit, Wolfson institute of Preventive Medicine, Queen Mary University of London.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar