Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2016 14:00 Skuldir Reykjanesbæjar nema nú rúmlega fjörutíu milljörðum króna, um 230 prósentum af árlegum tekjum bæjarins. Vísir/GVA Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg. Bærinn var rekinn með nærri hálfs milljarðs króna halla á síðasta ári en skuldir sveitarfélagsins nema rúmlega fjörutíu milljörðum króna, sem samsvarar um 230 prósentum af árlegum tekjum sveitarfélagsins. Kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa tvær vikur til þess að ná samkomulagi um afskriftir upp á rúmlega sex milljarða króna af skuldum bæjarins. Viðræður kröfuhafa og sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um átján mánuði. Bæjarstjórnin hugðist því í gær funda um hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins, en nokkrum mínútum fyrir fundinn barst beiðni frá kröfuhöfunum um að þeim fundi yrði frestað – sem stjórnin samþykkti. Um er að ræða átján kröfuhafa, en þeirra á meðal eru bankar, lífeyrissjóðir, leigufélög og þrotabú. Reykjanesbær samþykkti í október 2014 að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að leysa skuldavanda sveitarfélagsins. Aðgerðaráætlunin var unnin af KPMG og nefnist Sóknin. Þannig var ákveðið að skera niður útgjöld sveitarfélagsins, hækka útsvar og fasteignaskatta ásamt því sem takmarkanir voru settar á yfirvinnu, svo fátt eitt sé nefnt.Bærinn í ábyrgð á skuldum sjálfstætt rekinna stofnanna Á bæjarsjóði hvíla ákveðnar ábyrgðarskuldbindingar. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir skuldum sjálfstætt rekinna stofnana í eigu bæjarfélagsins. Er þar um að ræða skuldir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf sem nemur 1,3 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar sem nema rúmlega 8 milljörðum króna miðað við árslok 2015. Stjórnendur Reykjanesbæjar telja þó vafa leika á ábyrgð sveitarfélagsins á skuldbindingum Reykjaneshafnar. Bærinn hafnaði til að mynda í október í fyrra að veita Reykjaneshöfn fjármögnun til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, en bærinn er þó ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar. Ljóst er að bærinn getur ekki staðið undir greiðslu skuldbindinga vegna hafnarinnar en sveitarfélagið sjálft á í viðræðum við kröfuhafa sína um fjárhagslega endurskipulagningu vegna þess. Samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar nam tap síðasta árs 396,6 milljónum króna, og samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé hafnarinnar neikvætt um rúma fimm milljarða króna.Skuldbindingar bæjarins Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst bæjarsjóður, sem er aðalsjóður sveitarfélagsins, auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Auka átti veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs samkvæmt aðgerðaráætluninni, Sókninni, um 900 milljónir króna. Í ársreikningi frá rekstri A-hlutans er veltufé 1,42 milljarðar, eða 9,46 prósent. Þá átti að draga úr fjárfestingum og í ársreikningi eru fjárfestingar 179,5 milljónir króna og lækka um 718,2 milljónir króna frá árinu 2014. Á bæjarsjóði hvílir lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna bæjarfélagsins hjá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar, B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, en um er að ræða réttindatengd kerfi í þessum sjóðum með bakábyrgð launagreiðenda. Auk þess yfirtók Reykjanesbær í júní 2015 lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Brunavarna Suðurnesja sem námu 260 milljónum króna. Skuldbindingin nemur um 4,1 milljarði króna í árslok 2015 og hefur þá hækkað um 406,6 milljónir króna frá sama tíma árinu áður. Gjaldfærsla skuldbindingarinnar ásamt greiðslu ársins nemur um 507 milljónum króna hjá bæjarsjóði. Sem fyrr segir er skuldahlutfall Reykjanesbæjar um 230 prósent af árlegum tekjum, en lögum samkvæmt má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent. Stefnt er að því að koma því niður fyrir hámarkið árið 2022. Sveitarfélagið er því að þolmörkum komið og er greiðslufall yfirvofandi – náist ekki samningar. Tengdar fréttir Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg. Bærinn var rekinn með nærri hálfs milljarðs króna halla á síðasta ári en skuldir sveitarfélagsins nema rúmlega fjörutíu milljörðum króna, sem samsvarar um 230 prósentum af árlegum tekjum sveitarfélagsins. Kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa tvær vikur til þess að ná samkomulagi um afskriftir upp á rúmlega sex milljarða króna af skuldum bæjarins. Viðræður kröfuhafa og sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um átján mánuði. Bæjarstjórnin hugðist því í gær funda um hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins, en nokkrum mínútum fyrir fundinn barst beiðni frá kröfuhöfunum um að þeim fundi yrði frestað – sem stjórnin samþykkti. Um er að ræða átján kröfuhafa, en þeirra á meðal eru bankar, lífeyrissjóðir, leigufélög og þrotabú. Reykjanesbær samþykkti í október 2014 að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að leysa skuldavanda sveitarfélagsins. Aðgerðaráætlunin var unnin af KPMG og nefnist Sóknin. Þannig var ákveðið að skera niður útgjöld sveitarfélagsins, hækka útsvar og fasteignaskatta ásamt því sem takmarkanir voru settar á yfirvinnu, svo fátt eitt sé nefnt.Bærinn í ábyrgð á skuldum sjálfstætt rekinna stofnanna Á bæjarsjóði hvíla ákveðnar ábyrgðarskuldbindingar. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir skuldum sjálfstætt rekinna stofnana í eigu bæjarfélagsins. Er þar um að ræða skuldir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf sem nemur 1,3 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar sem nema rúmlega 8 milljörðum króna miðað við árslok 2015. Stjórnendur Reykjanesbæjar telja þó vafa leika á ábyrgð sveitarfélagsins á skuldbindingum Reykjaneshafnar. Bærinn hafnaði til að mynda í október í fyrra að veita Reykjaneshöfn fjármögnun til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, en bærinn er þó ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar. Ljóst er að bærinn getur ekki staðið undir greiðslu skuldbindinga vegna hafnarinnar en sveitarfélagið sjálft á í viðræðum við kröfuhafa sína um fjárhagslega endurskipulagningu vegna þess. Samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar nam tap síðasta árs 396,6 milljónum króna, og samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé hafnarinnar neikvætt um rúma fimm milljarða króna.Skuldbindingar bæjarins Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst bæjarsjóður, sem er aðalsjóður sveitarfélagsins, auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Auka átti veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs samkvæmt aðgerðaráætluninni, Sókninni, um 900 milljónir króna. Í ársreikningi frá rekstri A-hlutans er veltufé 1,42 milljarðar, eða 9,46 prósent. Þá átti að draga úr fjárfestingum og í ársreikningi eru fjárfestingar 179,5 milljónir króna og lækka um 718,2 milljónir króna frá árinu 2014. Á bæjarsjóði hvílir lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna bæjarfélagsins hjá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar, B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, en um er að ræða réttindatengd kerfi í þessum sjóðum með bakábyrgð launagreiðenda. Auk þess yfirtók Reykjanesbær í júní 2015 lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Brunavarna Suðurnesja sem námu 260 milljónum króna. Skuldbindingin nemur um 4,1 milljarði króna í árslok 2015 og hefur þá hækkað um 406,6 milljónir króna frá sama tíma árinu áður. Gjaldfærsla skuldbindingarinnar ásamt greiðslu ársins nemur um 507 milljónum króna hjá bæjarsjóði. Sem fyrr segir er skuldahlutfall Reykjanesbæjar um 230 prósent af árlegum tekjum, en lögum samkvæmt má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent. Stefnt er að því að koma því niður fyrir hámarkið árið 2022. Sveitarfélagið er því að þolmörkum komið og er greiðslufall yfirvofandi – náist ekki samningar.
Tengdar fréttir Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50
Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10
Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00