Að vera eða fara stjórnarmaðurinn skrifar 20. apríl 2016 10:45 Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. George Osborne fjármálaráðherra ásamt Cameron forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eru fyrirferðarmestu stuðningsmenn áframhaldandi veru í ESB. Í útgönguhópnum eru svo aðsópsmiklir menn úr Íhaldsflokknum, þeirra eftirtektarverðastir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og dómsmálaráðherrann Michael Gove. Fjármálaráðherrann Osborne hefur nú lagt orð í belg í formi 200 blaðsíðna skýrslu sem útbúin var í ráðuneyti hans. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Bretar verða af um 36 milljörðum punda við útgöngu samkvæmt sérfræðingum ráðuneytisins eða sem samsvarar átta prósenta flatri tekjuskattshækkun á ári hverju. Ekki nóg með það, heldur er áætlað að eftir 15 ár verði breska hagkerfið 6,2% minna en ef ekki verður ákveðið að ganga úr sambandinu. Þess utan áætla sérfræðingar Osbornes að útgöngu fylgi snörp veiking sterlingspundsins, minni erlend fjárfesting, verðbólga og vaxtahækkanir. Andstæðingar Osbornes og Camerons saka þá félaga um að ala á ótta fólks – þótt flestir taki nú undir hina hagfræðilegu greiningu að minnsta kosti að hluta. Gove er í sóknarhug og segir að Bretar verði snöggir til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB og jafnvel í fyllingu tímans við sjálft ESB. Forkólfar viðskiptalífsins styðja áframhaldandi veru í ESB nánast sem einn maður. Fólkið í landinu er þó ekki jafn visst í sinni sök, og finnst of mikið löggjafarvald hafa runnið til Brussel. Kannanir benda til að fylkingarnar séu hnífjafnar. Eins og svo oft áður virðist þetta spurning um hvort hjartað eða höfuðið fær að ráða. Stjórnarmaðurinn leyfir sér að spá sigri aðildarsinna. Fólk á það nefnilega til að láta höfuðið ráða þegar til kastanna kemur, eða kjósa með fasteignaláninu eins og kalla mætti það. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. George Osborne fjármálaráðherra ásamt Cameron forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eru fyrirferðarmestu stuðningsmenn áframhaldandi veru í ESB. Í útgönguhópnum eru svo aðsópsmiklir menn úr Íhaldsflokknum, þeirra eftirtektarverðastir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og dómsmálaráðherrann Michael Gove. Fjármálaráðherrann Osborne hefur nú lagt orð í belg í formi 200 blaðsíðna skýrslu sem útbúin var í ráðuneyti hans. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Bretar verða af um 36 milljörðum punda við útgöngu samkvæmt sérfræðingum ráðuneytisins eða sem samsvarar átta prósenta flatri tekjuskattshækkun á ári hverju. Ekki nóg með það, heldur er áætlað að eftir 15 ár verði breska hagkerfið 6,2% minna en ef ekki verður ákveðið að ganga úr sambandinu. Þess utan áætla sérfræðingar Osbornes að útgöngu fylgi snörp veiking sterlingspundsins, minni erlend fjárfesting, verðbólga og vaxtahækkanir. Andstæðingar Osbornes og Camerons saka þá félaga um að ala á ótta fólks – þótt flestir taki nú undir hina hagfræðilegu greiningu að minnsta kosti að hluta. Gove er í sóknarhug og segir að Bretar verði snöggir til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB og jafnvel í fyllingu tímans við sjálft ESB. Forkólfar viðskiptalífsins styðja áframhaldandi veru í ESB nánast sem einn maður. Fólkið í landinu er þó ekki jafn visst í sinni sök, og finnst of mikið löggjafarvald hafa runnið til Brussel. Kannanir benda til að fylkingarnar séu hnífjafnar. Eins og svo oft áður virðist þetta spurning um hvort hjartað eða höfuðið fær að ráða. Stjórnarmaðurinn leyfir sér að spá sigri aðildarsinna. Fólk á það nefnilega til að láta höfuðið ráða þegar til kastanna kemur, eða kjósa með fasteignaláninu eins og kalla mætti það.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira