Kauphöllin í Stokkhólmi kjörin fyrir íslensku bankana jón hákon halldórsson skrifar 20. apríl 2016 11:30 Adam Kostyál Kauphöllin Nasdaq Kauphöllin í Stokkhólmi er kjörinn markaður fyrir skráningu á íslensku bönkunum, að mati Adams Kostyál, yfirmanns skráninga Nasdaq á Norðurlöndunum. Hann er staddur hér á landi þessa dagana til að ræða við íslensk fyrirtæki og hagsmunaaðila um tvíhliða skráningar fyrirtækja. „Við erum að hitta fyrirtækin og við erum að hitta hagsmunaaðila eins og lífeyrissjóðina. Umræðan er alltaf sú sama. Hún er um það hvaða möguleika aflétting á fjármagnshöftunum, eða rýmri reglur um fjármagnsflutninga, myndi gefa,“ segir Kostyál. Hann segir að markmiðið sé að kynna sýn Nasdaq á Norðurlöndunum á aðstæður hér og einnig að kynna hvaða kostir eru í boði til fjármögnunar fyrir fyrirtækin á Nasdaq Nordic umfram það sem þau hafa hér á Íslandi. „Og þetta er farið að skipta fyrirtækin meira máli,“ segir hann og bætir við að fyrirtækin átti sig á því að með því að hafa hlutabréf sín skráð víðar en í heimalandinu sé hægt að stuðla að enn frekari vexti fyrirtækisins og sækja fjármagn frá norrænum og jafnvel alþjóðlegum fjárfestum. Hann segir að stærsti vettvangurinn á Norðurlöndunum sé Svíþjóð, enda hafi flest fyrirtækin verið skráð þar á síðasta ári. Bæði á aðalmarkaðnum og First North. Fyrir nauðasamninga bárust reglulega fréttir af því að slitastjórn Glitnis væri að skoða möguleikann á tvíhliða skráningu Íslandsbanka. Ekkert varð þó af því og lyktaði málum þannig að ríkið eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi. Kostyál segir þó tvíhliða skráningu vera raunverulegan möguleika fyrir íslensku bankana. „Ég vil ekki tjá mig um einn banka frekar en annan en við höfum séð nokkurn fjölda fjármálastofnana skjóta upp kollinum á markaðinum í Stokkhólmi, segir hann. Þar séu bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar. Hann telur að markaðurinn í Stokkhólmi sé í réttri stærð fyrir íslensku bankana, en markaðir á meginlandi Evrópu kynnu að vera of stórir. Kostyál telur að vel heppnaðar skráningar utan Íslands væru mikilvægar til þess að sýna fram á styrk, ekki einungis íslensku bankanna, heldur líka íslenska markaðarins. „Vöxturinn og efnahagsbatinn eftir hrunið er mjög aðdáunarverður og ég held að með því að vera með skráningar fyrir utan heimamarkaðinn þá myndi það sýna vel hvernig vöxturinn hefur verið hérna.“ En Kostyál sér ekki einungis fyrir sér möguleika á að skrá bankana erlendis heldur líka önnur fyrirtæki sem þegar eru skráð á Nasdaq Ísland, til dæmis Icelandair Group eða Eimskip. „Já, fyrirtæki sem vilja stækka og hafa alþjóðlega skírskotun,“ segir hann. Í dag er einungis eitt íslenskt fyrirtæki tvískráð. Það er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem er skráð á Íslandi og í Danmörku. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Kauphöllin í Stokkhólmi er kjörinn markaður fyrir skráningu á íslensku bönkunum, að mati Adams Kostyál, yfirmanns skráninga Nasdaq á Norðurlöndunum. Hann er staddur hér á landi þessa dagana til að ræða við íslensk fyrirtæki og hagsmunaaðila um tvíhliða skráningar fyrirtækja. „Við erum að hitta fyrirtækin og við erum að hitta hagsmunaaðila eins og lífeyrissjóðina. Umræðan er alltaf sú sama. Hún er um það hvaða möguleika aflétting á fjármagnshöftunum, eða rýmri reglur um fjármagnsflutninga, myndi gefa,“ segir Kostyál. Hann segir að markmiðið sé að kynna sýn Nasdaq á Norðurlöndunum á aðstæður hér og einnig að kynna hvaða kostir eru í boði til fjármögnunar fyrir fyrirtækin á Nasdaq Nordic umfram það sem þau hafa hér á Íslandi. „Og þetta er farið að skipta fyrirtækin meira máli,“ segir hann og bætir við að fyrirtækin átti sig á því að með því að hafa hlutabréf sín skráð víðar en í heimalandinu sé hægt að stuðla að enn frekari vexti fyrirtækisins og sækja fjármagn frá norrænum og jafnvel alþjóðlegum fjárfestum. Hann segir að stærsti vettvangurinn á Norðurlöndunum sé Svíþjóð, enda hafi flest fyrirtækin verið skráð þar á síðasta ári. Bæði á aðalmarkaðnum og First North. Fyrir nauðasamninga bárust reglulega fréttir af því að slitastjórn Glitnis væri að skoða möguleikann á tvíhliða skráningu Íslandsbanka. Ekkert varð þó af því og lyktaði málum þannig að ríkið eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi. Kostyál segir þó tvíhliða skráningu vera raunverulegan möguleika fyrir íslensku bankana. „Ég vil ekki tjá mig um einn banka frekar en annan en við höfum séð nokkurn fjölda fjármálastofnana skjóta upp kollinum á markaðinum í Stokkhólmi, segir hann. Þar séu bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar. Hann telur að markaðurinn í Stokkhólmi sé í réttri stærð fyrir íslensku bankana, en markaðir á meginlandi Evrópu kynnu að vera of stórir. Kostyál telur að vel heppnaðar skráningar utan Íslands væru mikilvægar til þess að sýna fram á styrk, ekki einungis íslensku bankanna, heldur líka íslenska markaðarins. „Vöxturinn og efnahagsbatinn eftir hrunið er mjög aðdáunarverður og ég held að með því að vera með skráningar fyrir utan heimamarkaðinn þá myndi það sýna vel hvernig vöxturinn hefur verið hérna.“ En Kostyál sér ekki einungis fyrir sér möguleika á að skrá bankana erlendis heldur líka önnur fyrirtæki sem þegar eru skráð á Nasdaq Ísland, til dæmis Icelandair Group eða Eimskip. „Já, fyrirtæki sem vilja stækka og hafa alþjóðlega skírskotun,“ segir hann. Í dag er einungis eitt íslenskt fyrirtæki tvískráð. Það er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem er skráð á Íslandi og í Danmörku.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira