Þrjú gulltímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Snæfellskonur fagna þriðja Íslandsmeistaratitli sínum í röð fyrir framan frábæra stuðningsmenn sína. Vísir/Ernir KR-karlar og Snæfells-konur enduðu enn eitt körfuboltatímabilið með gull um hálsinn og bikar í hendi en þau tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í vikunni. KR-ingar voru bestir í allan vetur í karladeildinni þrátt fyrir að vera án meiddra landsliðsmanna í upphafi tímabil og að hafa misst annan landsliðsmann rétt fyrir úrslitakeppni. Sami kjarninn var enn til staðar og KR-liðið hefur nú unnið níu seríur í röð í úrslitakeppni, eða alls 27 af 35 leikjum sínum í úrslitakeppninni undanfarin þrjú ár.Tíu titlum á eftir en nú jafnir Karlalið KR var ekki bara að vinna þrjú ár í röð í röð í fyrsta sinn í fimm áratugi heldur voru Vesturbæingar einnig að jafna met ÍR-inga yfir flesta Íslandsmeistaratitla í karlaflokki. KR og ÍR hafa nú unnið fimmtán Íslandsmeistaratitla hvort félag en þegar ÍR vann sinn fimmtánda titil vorið 1977 voru KR-ingar tíu titlum á eftir. Helgi Már Magnússon kvaddi sem tvöfaldur meistari en hann er einn af fjórum leikmönnum KR-liðsins í dag sem hafa unnið alla þrjá titlana en hinir eru fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Freyr Stefánsson hefur jafnframt unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrstu þremur árum sínum sem þjálfari sem enginn hefur náð síðan Gunnar Þorvarðarson afrekaði það með Njarðvíkurliðið á fyrstu þremur árum úrslitakeppninnar frá 1984 til 1986.Finnur Freyr hefur gert KR að meisturum þrjú ár í röð og Brynjar Þór Björnsson varð meistari í sjötta sinn. Vísir/ErnirMisstu enn einn lykilmanninn Enn á ný þurftu Snæfellskonur að yfirvinna brotthvarf lykilmanns því fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir lagði skóna á hilluna síðasta vor en árið áður hafði Snæfellsliðið misst tvo íslenska byrjunarliðsmenn. Ingi Þór gerði vel í að plata Bryndísi Guðmundsdóttur í Hólminn og við komu hennar fengu Hólmarar aftur meistaraglampann í augun. Gunnhildur Gunnarsdóttir tók við leiðtogahlutverkinu af Hildi og enn á ný vann Snæfellsliðið í Kanahappadrættinu því Haiden Palmer var stórkostleg í allan vetur. Snæfellskonur voru ólíkt síðustu tveimur tímabilum ekki með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum en þær unnu alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni eins og síðustu þrjú ár og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik á útivelli.Sögulegt hjá þjálfaranum Snæfellsstelpurnar hafa því enn ekki tapað í úrslitaeinvígi og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson varð sá fyrsti til að vinna úrslitakeppni kvenna þrjú ár í röð. Fyrir bæði liðin var þetta þó glæsilegra tímabil en árin á undan því að þessu sinni tryggðu þau sér einnig sigur í bikarkeppninni. KR vann einnig deildina og var í fyrsta sinn að vinna deild, úrslitakeppni og bikarkeppni á sama tímabilinu. Snæfellskonur höfðu aldrei unnið bikarinn áður en nú eru Hólmarar handhafar tveggja stærstu bikaranna í kvennaflokki í fyrsta sinn.Sérstakt körfuboltatímabil Þetta var annars mjög sérstakt körfuboltatímabil sem hófst með miklu ævintýri karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Berlínu, innihélt glæstan sigur kvennalandsliðsins á Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins og hefur þökk sé Körfuboltakvöldinu og Sportrásum 365 aldrei áður fengið aðra eins umfjöllun á ljósvakamiðlunum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
KR-karlar og Snæfells-konur enduðu enn eitt körfuboltatímabilið með gull um hálsinn og bikar í hendi en þau tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í vikunni. KR-ingar voru bestir í allan vetur í karladeildinni þrátt fyrir að vera án meiddra landsliðsmanna í upphafi tímabil og að hafa misst annan landsliðsmann rétt fyrir úrslitakeppni. Sami kjarninn var enn til staðar og KR-liðið hefur nú unnið níu seríur í röð í úrslitakeppni, eða alls 27 af 35 leikjum sínum í úrslitakeppninni undanfarin þrjú ár.Tíu titlum á eftir en nú jafnir Karlalið KR var ekki bara að vinna þrjú ár í röð í röð í fyrsta sinn í fimm áratugi heldur voru Vesturbæingar einnig að jafna met ÍR-inga yfir flesta Íslandsmeistaratitla í karlaflokki. KR og ÍR hafa nú unnið fimmtán Íslandsmeistaratitla hvort félag en þegar ÍR vann sinn fimmtánda titil vorið 1977 voru KR-ingar tíu titlum á eftir. Helgi Már Magnússon kvaddi sem tvöfaldur meistari en hann er einn af fjórum leikmönnum KR-liðsins í dag sem hafa unnið alla þrjá titlana en hinir eru fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Freyr Stefánsson hefur jafnframt unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrstu þremur árum sínum sem þjálfari sem enginn hefur náð síðan Gunnar Þorvarðarson afrekaði það með Njarðvíkurliðið á fyrstu þremur árum úrslitakeppninnar frá 1984 til 1986.Finnur Freyr hefur gert KR að meisturum þrjú ár í röð og Brynjar Þór Björnsson varð meistari í sjötta sinn. Vísir/ErnirMisstu enn einn lykilmanninn Enn á ný þurftu Snæfellskonur að yfirvinna brotthvarf lykilmanns því fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir lagði skóna á hilluna síðasta vor en árið áður hafði Snæfellsliðið misst tvo íslenska byrjunarliðsmenn. Ingi Þór gerði vel í að plata Bryndísi Guðmundsdóttur í Hólminn og við komu hennar fengu Hólmarar aftur meistaraglampann í augun. Gunnhildur Gunnarsdóttir tók við leiðtogahlutverkinu af Hildi og enn á ný vann Snæfellsliðið í Kanahappadrættinu því Haiden Palmer var stórkostleg í allan vetur. Snæfellskonur voru ólíkt síðustu tveimur tímabilum ekki með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum en þær unnu alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni eins og síðustu þrjú ár og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik á útivelli.Sögulegt hjá þjálfaranum Snæfellsstelpurnar hafa því enn ekki tapað í úrslitaeinvígi og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson varð sá fyrsti til að vinna úrslitakeppni kvenna þrjú ár í röð. Fyrir bæði liðin var þetta þó glæsilegra tímabil en árin á undan því að þessu sinni tryggðu þau sér einnig sigur í bikarkeppninni. KR vann einnig deildina og var í fyrsta sinn að vinna deild, úrslitakeppni og bikarkeppni á sama tímabilinu. Snæfellskonur höfðu aldrei unnið bikarinn áður en nú eru Hólmarar handhafar tveggja stærstu bikaranna í kvennaflokki í fyrsta sinn.Sérstakt körfuboltatímabil Þetta var annars mjög sérstakt körfuboltatímabil sem hófst með miklu ævintýri karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Berlínu, innihélt glæstan sigur kvennalandsliðsins á Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins og hefur þökk sé Körfuboltakvöldinu og Sportrásum 365 aldrei áður fengið aðra eins umfjöllun á ljósvakamiðlunum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira