Viðskipti innlent

Segja afnám tolla ekki skila sér

Sæunn Gísladóttir skrifar
Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda.
Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda. Vísir/Vilhelm
Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda.

Í upphafi árs voru tollar felldir niður af fatnaði og skóm. Samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytis átti afnámið að skila að meðaltali 13% verðlækkun til neytenda á þeim vörum sem áður báru tolla. Áætlað var að um 60 prósent vara í vöruflokknum bæru toll fyrir breytingarnar. Því má áætla að afnám tolla af fötum og skóm ætti að skila um 7,8 prósent lækkun á fötum og skóm í vísitölu neysluverðs.

Verð á fatnaði og skóm þróast samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þegar vísitalan er skoðuð nú í apríl miðað við lok árs 2015 má sjá að hún hefur aðeins lækkað um 4 prósent sem er allt of lítið miðað við áætlun verðlagseftirlitsins.

Eins og staðan er núna á vísitölunni má sjá að verslanirnar hafa hækkað verð aftur eftir útsölur og það töluvert meira en gera mátti ráð fyrir. Samkvæmt útreikningum verðlagseftirlitsins hefði vísitalan átt að enda í um 100 og vera því á sama stað og í janúar 2014. Til viðbótar við afnám tolla hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið sem hefði átt að ýta undir enn frekari lækkun á fötum og skóm sem eru að mestu leyti innfluttar vörur. Þess vegna er niðurstaða verðlagseftirlitsins sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnáminu að fullu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×