Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck tilkynntu 23 manna hóp sinn fyrir EM í Frakklandi í Laugardalnum í dag. Meðal þeirra sem ekki voru valdir voru Gunnleifur Gunnleifsson, Rúrik Gíslason og Sölvi Geir Ottesen.
Heimir Hallgrímsson útskýrði fyrir blaðamönnum að leikmenn hefðu fengið sms-skilaboð hálftíma fyrir fundinn í Laugardalnum í dag. Eðlilega væru allir sem ekki voru valdir vonsviknir. Af virðingu við þá hefðu þeir fengið upplýsingarnar aðeins á undan öðrum til að geta melt þær.
„Það er eðlilegt að þeir séu vonsviknir sem voru ekki valdir í þetta stóra og mikla verkefni.“
Sex leikmenn eru beðnir um að vera til taks komi eitthvað upp. Nánar um þá og hópinn hér.
Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn