Líkur á að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 13:32 "En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf," segir Grétar Eyþórsson. vísir/anton/gva Kosningabaráttan verður meiri, harðari og pólitískari en áður stefndi í eftir að Davíð Oddsson boðaði framboð sitt til forseta Íslands, segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann telur flest benda til þess að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. „Það er eiginlega dálítið spurningarmerki hversu mikill stuðningurinn við Davíð er. En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf. Það hefur legið fyrir að Ólafur hefur átt talsvert fylgi meðal Framsóknarmanna og meðal Sjálfstæðismanna og það gæti náttúrulega gengið á það ef þeirra gamli foringi er kominn í baráttu við Ólaf,” segir Grétar. Stuðningur við Davíð hafi ekki mælst mikill í könnunum – en þó hafi nafn hans sjaldan borið á góma í tengslum við forsetakosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson.Grétar segir erfitt að spá fyrir um hvort Davíð taki fylgi frá öðrum frambjóðendum, til dæmis Guðna Th. Jóhannessyni, en Guðni og Ólafur mælast nánast hnífjafnir í skoðanakönnunum. „Það er erfitt að átta sig á því. Vegna þess að fylgi Guðna kemur sennilega mjög víða að en það má búast við því að það muni hafa einhver áhrif á Guðna. Ég svona held fyrir fram, áður en við erum farinn að sjá nokkuð af til dæmis könnunum eða öðru slíku, að það fari hlutfallslega meira frá Ólafi en Guðna. En hversu mikið þori ég ekki að segja enn þá.” Þá segir Grétar tilkynningu Davíðs hafa komið sér mjög á óvart. „Ég get ekki sagt annað. Ég hélt satt að segja að þetta væri komið á þann stað, þessi framboðsboðsmál, sem þau yrðu á fram að kosningum, en það var nú ekki. Þannig að jú, þetta kom mér mjög mikið á óvart.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Davíð hafi hugsanlega fundið til ábyrgðar Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist ekki eins viss um að Davíð sæki fylgi frá Ólafi. „Já og nei. Ég held að Ólafur Ragnar hafi miklu víðtækari skírskotun og meiri breidd. Hann hefur líka verið forseti í 20 ár og margar skoðanakannanir sýna að fólk telur hann hafa unnið mjög gott starf og geti ekki hugsað sér að kjósa gegn honum á meðan hann sækist eftir því að verða forseti,” segir Stefanía. Hún segist líta á framboð Davíðs sem vilja hans til að beita sér áfram á hinu pólitíska sviði, frekar en framboð gegn þeim sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Ég held frekar að hann hafi gengið með þetta í maganum í einhvern tíma og telji að nú sé tími til að stíga fram og beita sér aftur á hinu pólitíska sviði. Þannig að ég upplifi það ekki sem mótframboð gegn Guðna heldur frekar að hann finni til löngunar og mögulega ábyrgðar til þess að stíga fram á þetta pólitíska svið.“ Þá séu afar áhugaverðar kosningar fram undan, verði bæði Davíð og Ólafur í framboði. Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Kosningabaráttan verður meiri, harðari og pólitískari en áður stefndi í eftir að Davíð Oddsson boðaði framboð sitt til forseta Íslands, segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann telur flest benda til þess að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. „Það er eiginlega dálítið spurningarmerki hversu mikill stuðningurinn við Davíð er. En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf. Það hefur legið fyrir að Ólafur hefur átt talsvert fylgi meðal Framsóknarmanna og meðal Sjálfstæðismanna og það gæti náttúrulega gengið á það ef þeirra gamli foringi er kominn í baráttu við Ólaf,” segir Grétar. Stuðningur við Davíð hafi ekki mælst mikill í könnunum – en þó hafi nafn hans sjaldan borið á góma í tengslum við forsetakosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson.Grétar segir erfitt að spá fyrir um hvort Davíð taki fylgi frá öðrum frambjóðendum, til dæmis Guðna Th. Jóhannessyni, en Guðni og Ólafur mælast nánast hnífjafnir í skoðanakönnunum. „Það er erfitt að átta sig á því. Vegna þess að fylgi Guðna kemur sennilega mjög víða að en það má búast við því að það muni hafa einhver áhrif á Guðna. Ég svona held fyrir fram, áður en við erum farinn að sjá nokkuð af til dæmis könnunum eða öðru slíku, að það fari hlutfallslega meira frá Ólafi en Guðna. En hversu mikið þori ég ekki að segja enn þá.” Þá segir Grétar tilkynningu Davíðs hafa komið sér mjög á óvart. „Ég get ekki sagt annað. Ég hélt satt að segja að þetta væri komið á þann stað, þessi framboðsboðsmál, sem þau yrðu á fram að kosningum, en það var nú ekki. Þannig að jú, þetta kom mér mjög mikið á óvart.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Davíð hafi hugsanlega fundið til ábyrgðar Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist ekki eins viss um að Davíð sæki fylgi frá Ólafi. „Já og nei. Ég held að Ólafur Ragnar hafi miklu víðtækari skírskotun og meiri breidd. Hann hefur líka verið forseti í 20 ár og margar skoðanakannanir sýna að fólk telur hann hafa unnið mjög gott starf og geti ekki hugsað sér að kjósa gegn honum á meðan hann sækist eftir því að verða forseti,” segir Stefanía. Hún segist líta á framboð Davíðs sem vilja hans til að beita sér áfram á hinu pólitíska sviði, frekar en framboð gegn þeim sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Ég held frekar að hann hafi gengið með þetta í maganum í einhvern tíma og telji að nú sé tími til að stíga fram og beita sér aftur á hinu pólitíska sviði. Þannig að ég upplifi það ekki sem mótframboð gegn Guðna heldur frekar að hann finni til löngunar og mögulega ábyrgðar til þess að stíga fram á þetta pólitíska svið.“ Þá séu afar áhugaverðar kosningar fram undan, verði bæði Davíð og Ólafur í framboði.
Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53