Innlent

Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?"

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson voru báðir gestir í Sprengisandi í morgun.
Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson voru báðir gestir í Sprengisandi í morgun. Vísir/Ernir
„Nú þarftu að byrja á Facebook,“  sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við Davíð Oddsson, fyrrverandi formann flokksins og núverandi forsetaframbjóðenda þegar þeir mættust í húsakynnum Bylgjunnar nú fyrir stundu. Davíð var að koma úr viðtali á Sprengisandi þar sem hann tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands og Bjarni var á leið í viðtal í þættinum. Davíð spurði Bjarna út í viðbrögð hans við framboðinu er þeir mættust:

„Kom þetta þér á óvart?“ spurði Davíð Bjarna. „Maður getur ekki neitað því, þú ert vanur að koma á óvart," svaraði Bjarni.

Davíð tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa íhugað framboðið lengi, aðeins væru örfáir dagar síðan hann fór að velta því fyrir og lokaákvörðunina hafi hann tekið í gær. 



Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir mættust.Jóhann K. Jóhannsson
Davíð og Guðni Th. Johannesson mættust einnig í húsakynnum Bylgjunnar þar sem Guðni, sem einnig er í framboði til forseta Íslands, var næsti gestur í þættinum á eftir Davíð. Þeir tókust í hendur er þeir mættust. „Gangi þér vel,“ sagði Guðni við Davíð og bætti svo við: „En ekki of vel,“ kíminn. 

Guðni hefur mælst með næst mest fylgi frambjóðenda á eftir sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni. 

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×