Árni Páll hættur við framboð til formanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2016 14:56 Árni Páll Árnason tilkynnti á fimmtudaginn í síðustu viku að hann ætlaði að gefa kost á sér á nýjan leik. vísir/vilhelm Árni Páll Árnason mun ekki gefa kost á sér til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í júní. Þetta tilkynnti hann í dag. Frestur til að skila inn framboði rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji menn taka þátt í kjörinu. Oddný G. Harðardóttir og Helgi Hjörvar hafa skilað inn framboðum. „Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins,“ segir í bréfi sem Árni Páll sendi frá sér um þrjúleytið. Ekki náðist í Árna Pál við vinnslu fréttarinnar.„Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði.“ Skoðanakönnun fréttastofu 365 um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýndi 8,4% stuðning landsmanna til Samfylkingarinnar. Flokkurinn hlaut 12,9% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum árið 2013. Ungir jafnaðarmenn lýstu yfir skoðun sinni í gær að enginn sitjandi þingmaður ætti að verða næsti formaður flokksins. Þannig vildu þeir tryggja endurnýjun í þingflokknum.Skilaboð Árna Páls í heild Kæru vinir og samherjar. Undanfarna viku hef ég rætt við flokksfólk og undirbúið formannskjör, skipulagt kosningabaráttuna og safnað undirskriftum meðmælenda um allt land. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndina um opinn, fjölbreyttan flokk sem tekur sér stöðu í miðju samfélagsins og berst hönd í hönd með verkalýðshreyfingunni fyrir félagslegu réttlæti, jöfnum tækifærum, einstaklingsfrelsi og öllu því sem máli skiptir fyrir venjulegt fólk. Það er sú hugmynd sem hefur dregið mig áfram alla tíð. En ég get ekki horft framhjá því að um þessa sýn og um mína persónu er ekki eining og atburðarásin á og frá síðasta landsfundi vekur mér efasemdir um að sú eining geti skapast með mig sem formann. Mín byði því erfið barátta, innan flokks sem er í sárum, sem enginn veit hverju myndi skila. Í bréfi til Hannibals árið 1949 lýsti Gylfi Þ. Gíslason því að tiltekinn árangur hefði getað náðst í baráttu þeirra félaganna fyrir nýjum og betri stjórnmálum „ef ég hefði sjálfur getað gengið til verks með þeim dugnaði og því ofstæki sem ég á ekki til.“ Mér er nú líkt farið og Gylfa var þá. Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins. Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði. Vonandi birtist sá flokkur þjóðinni 4. júní næstkomandi og sýnir sig tilbúinn til verka. Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Árni Páll Árnason mun ekki gefa kost á sér til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í júní. Þetta tilkynnti hann í dag. Frestur til að skila inn framboði rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji menn taka þátt í kjörinu. Oddný G. Harðardóttir og Helgi Hjörvar hafa skilað inn framboðum. „Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins,“ segir í bréfi sem Árni Páll sendi frá sér um þrjúleytið. Ekki náðist í Árna Pál við vinnslu fréttarinnar.„Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði.“ Skoðanakönnun fréttastofu 365 um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýndi 8,4% stuðning landsmanna til Samfylkingarinnar. Flokkurinn hlaut 12,9% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum árið 2013. Ungir jafnaðarmenn lýstu yfir skoðun sinni í gær að enginn sitjandi þingmaður ætti að verða næsti formaður flokksins. Þannig vildu þeir tryggja endurnýjun í þingflokknum.Skilaboð Árna Páls í heild Kæru vinir og samherjar. Undanfarna viku hef ég rætt við flokksfólk og undirbúið formannskjör, skipulagt kosningabaráttuna og safnað undirskriftum meðmælenda um allt land. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndina um opinn, fjölbreyttan flokk sem tekur sér stöðu í miðju samfélagsins og berst hönd í hönd með verkalýðshreyfingunni fyrir félagslegu réttlæti, jöfnum tækifærum, einstaklingsfrelsi og öllu því sem máli skiptir fyrir venjulegt fólk. Það er sú hugmynd sem hefur dregið mig áfram alla tíð. En ég get ekki horft framhjá því að um þessa sýn og um mína persónu er ekki eining og atburðarásin á og frá síðasta landsfundi vekur mér efasemdir um að sú eining geti skapast með mig sem formann. Mín byði því erfið barátta, innan flokks sem er í sárum, sem enginn veit hverju myndi skila. Í bréfi til Hannibals árið 1949 lýsti Gylfi Þ. Gíslason því að tiltekinn árangur hefði getað náðst í baráttu þeirra félaganna fyrir nýjum og betri stjórnmálum „ef ég hefði sjálfur getað gengið til verks með þeim dugnaði og því ofstæki sem ég á ekki til.“ Mér er nú líkt farið og Gylfa var þá. Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins. Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði. Vonandi birtist sá flokkur þjóðinni 4. júní næstkomandi og sýnir sig tilbúinn til verka.
Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira