Viðskipti innlent

Atvinnuleysi var 3,2% á fyrsta ársfjórðungi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Atvinnuþátttaka mældist 81,8 prósent, hlutfall starfandi mældist 79,2 prósent og atvinnuleysi var 3,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi.
Atvinnuþátttaka mældist 81,8 prósent, hlutfall starfandi mældist 79,2 prósent og atvinnuleysi var 3,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm
Á fyrsta ársfjórðungi 2016 voru 190.400 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 184.300 starfandi og 6.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 81,8 prósent, hlutfall starfandi mældist 79,2 prósent og atvinnuleysi var 3,2 prósent.

Frá fyrsta ársfjórðungi 2015 fjölgaði starfandi fólki um 5.100 og hlutfallið jókst um 1,7 prósentustig. Atvinnulausum fækkaði á sama tíma um 1.900 manns og hlutfallið sömuleiðis um 1,1 prósentustig. Atvinnulausar konur voru 2.300 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,5 prósent. Atvinnulausir karlar voru 3.900 eða 3,8 prósent. Atvinnuleysi var 3,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 3,4 prósent utan þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×