Sigursteinn hættir störfum: Stóra Samherjamálið reyndist þungbært Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. maí 2016 17:10 Samherji sætti rannsókn í yfir þrjú ár. Vísir Sigursteinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samherja, hyggst láta af störfum. Þetta kemur fram í bréfi hans til samstarfsfólks síns. Sigursteinn hóf störf hjá Samherja árið 2002. Í mars 2012 var gerð húsleit hjá Samherja vegna gruns um brot á ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Þremur og hálfu ári síðar var rannsókn í málinu felld niður. Húsleitin var gerð á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans með aðstoð sérstaks saksóknara. Sigursteinn segir málið hafa reynt mikið á sig. „Sú árás sem gerð var á fyrirtækið og beindist síðar að mér og fleirum persónulega reyndist mér afskaplega þungbær.“Sjá einnig: Húsleitir hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri Hann segir að þrátt fyrir að niðurstaðan hafi verið sú að ekkert saknæmt hefði átt sér stað hafi hann aldrei náð að vinna sig út úr þeirri kulnun og deyfð sem helltist yfir sig í kjölfar málsins. „Í dag er staðan sú að rafhlöðurnar eru gjörsamlega tómar og ljóst að það mun taka einhvern tíma að hlaða þær aftur. Starf mitt er þess eðlis að ekki er mögulegt að hverfa af vaktinni í langan tíma og því ljóst að ný og fersk manneskja þarf að taka við boltanum. Bréf Sigursteins í heild sinni má nálgast sjá að neðan. Bréf til samstarfsfólksÉg hef tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá Samherja hf.Eins og þið eflaust gerið ykkur grein fyrir þá var þetta afar erfið ákvörðun fyrir mig og okkur hjónin bæði enda hef ég ávallt verið mikill Samherjamaður og gríðarlega stoltur af því að vinna hjá þessu fyrirtæki. Í starfi mínu hef ég tekist á við mörg spennandi og krefjandi verkefni, langflest skemmtileg en sum ekki. Eitt af þeim verkefnum sem ekki hafa verið skemmtileg er Seðlabankamálið. Sú árás sem gerð var á fyrirtækið og beindist síðar að mér og fleirum persónulega reyndist mér afskaplega þungbær. Það var að sjálfsögðu mikill léttir þegar embætti sérstaks saksóknara komst að þeirri niðurstöðu í fyrrahaust að ekkert saknæmt hefði átt sér stað og tók reyndar sérstaklega fram í bréfi til mín að ljóst væri að unnið hefði verið af kostgæfni að því að skila gjaldeyri til landsins.Þrátt fyrir þessa gleðilegu niðurstöðu hef ég ekki náð að vinna mig út úr þeirri kulnun og deyfð sem helltist yfir mig í kjölfar þessa máls. Í dag er staðan sú að rafhlöðurnar eru gjörsamlega tómar og ljóst að það mun taka einhvern tíma að hlaða þær aftur. Starf mitt er þess eðlis að ekki er mögulegt að hverfa af vaktinni í langan tíma og því ljóst að ný og fersk manneskja þarf að taka við boltanum.Ég hef starfað í rúm 14 ár hjá Samherja þar sem ég hef eignast marga góða vini og ég vil þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf í gegnum öll þessi ár. Megi sá mikli kraftur og elja sem í ykkur býr halda áfram að láta fyrirtækið Samherja vaxa og dafna um ókomna tíð.Við Inga viljum þakka þeim frændum Þorsteini og Kristjáni fyrir þann ómetanlega skilning sem þeir sýndu þessari ákvörðun okkar og fyrir að hafa ávallt staðið þétt við bakið á okkur. Ég mun síðan að sjálfsögðu sinna minni daglegu vinnu næstu mánuðina og aðstoða við að koma mínum eftirmanni inní starfið þegar ákvörðun þar um liggur fyrir.Með góðri kveðju,Sigursteinn og Inga Vala. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að skoða Samherjamálið frekar Sérstakur saksóknari felldi niður Samherjamálið fyrr í haust. 6. nóvember 2015 14:46 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Sigursteinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samherja, hyggst láta af störfum. Þetta kemur fram í bréfi hans til samstarfsfólks síns. Sigursteinn hóf störf hjá Samherja árið 2002. Í mars 2012 var gerð húsleit hjá Samherja vegna gruns um brot á ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Þremur og hálfu ári síðar var rannsókn í málinu felld niður. Húsleitin var gerð á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans með aðstoð sérstaks saksóknara. Sigursteinn segir málið hafa reynt mikið á sig. „Sú árás sem gerð var á fyrirtækið og beindist síðar að mér og fleirum persónulega reyndist mér afskaplega þungbær.“Sjá einnig: Húsleitir hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri Hann segir að þrátt fyrir að niðurstaðan hafi verið sú að ekkert saknæmt hefði átt sér stað hafi hann aldrei náð að vinna sig út úr þeirri kulnun og deyfð sem helltist yfir sig í kjölfar málsins. „Í dag er staðan sú að rafhlöðurnar eru gjörsamlega tómar og ljóst að það mun taka einhvern tíma að hlaða þær aftur. Starf mitt er þess eðlis að ekki er mögulegt að hverfa af vaktinni í langan tíma og því ljóst að ný og fersk manneskja þarf að taka við boltanum. Bréf Sigursteins í heild sinni má nálgast sjá að neðan. Bréf til samstarfsfólksÉg hef tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá Samherja hf.Eins og þið eflaust gerið ykkur grein fyrir þá var þetta afar erfið ákvörðun fyrir mig og okkur hjónin bæði enda hef ég ávallt verið mikill Samherjamaður og gríðarlega stoltur af því að vinna hjá þessu fyrirtæki. Í starfi mínu hef ég tekist á við mörg spennandi og krefjandi verkefni, langflest skemmtileg en sum ekki. Eitt af þeim verkefnum sem ekki hafa verið skemmtileg er Seðlabankamálið. Sú árás sem gerð var á fyrirtækið og beindist síðar að mér og fleirum persónulega reyndist mér afskaplega þungbær. Það var að sjálfsögðu mikill léttir þegar embætti sérstaks saksóknara komst að þeirri niðurstöðu í fyrrahaust að ekkert saknæmt hefði átt sér stað og tók reyndar sérstaklega fram í bréfi til mín að ljóst væri að unnið hefði verið af kostgæfni að því að skila gjaldeyri til landsins.Þrátt fyrir þessa gleðilegu niðurstöðu hef ég ekki náð að vinna mig út úr þeirri kulnun og deyfð sem helltist yfir mig í kjölfar þessa máls. Í dag er staðan sú að rafhlöðurnar eru gjörsamlega tómar og ljóst að það mun taka einhvern tíma að hlaða þær aftur. Starf mitt er þess eðlis að ekki er mögulegt að hverfa af vaktinni í langan tíma og því ljóst að ný og fersk manneskja þarf að taka við boltanum.Ég hef starfað í rúm 14 ár hjá Samherja þar sem ég hef eignast marga góða vini og ég vil þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf í gegnum öll þessi ár. Megi sá mikli kraftur og elja sem í ykkur býr halda áfram að láta fyrirtækið Samherja vaxa og dafna um ókomna tíð.Við Inga viljum þakka þeim frændum Þorsteini og Kristjáni fyrir þann ómetanlega skilning sem þeir sýndu þessari ákvörðun okkar og fyrir að hafa ávallt staðið þétt við bakið á okkur. Ég mun síðan að sjálfsögðu sinna minni daglegu vinnu næstu mánuðina og aðstoða við að koma mínum eftirmanni inní starfið þegar ákvörðun þar um liggur fyrir.Með góðri kveðju,Sigursteinn og Inga Vala.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að skoða Samherjamálið frekar Sérstakur saksóknari felldi niður Samherjamálið fyrr í haust. 6. nóvember 2015 14:46 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04
Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að skoða Samherjamálið frekar Sérstakur saksóknari felldi niður Samherjamálið fyrr í haust. 6. nóvember 2015 14:46