Aðstoðarmaður innanríkisráðherra vill á þing Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. maí 2016 11:44 Þórdís Kolbrún hefur verið aðstoðarmaður Ólafar Nordal síðan í desember 2014. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, mun sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þá mun Haraldur Benediktsson alþingismaður sækjast eftir fyrsta sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni stjórnar kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis þar sem vísað er til kjördæmisþings Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var síðastliðna helgi. Í samtali við fréttastofu segist Þórdís í raun aðeins hafa lýst yfir áhuga á að sækjast eftir sætinu, hún hafi ekkert formlega kynnt ennþá hvað hún hyggist gera. „En ég sagði í Borgarnesi að ég svona kastaði því út í kosmósið að ég hefði áhuga á að verða þingmaður,“ segir Þórdís. Prófkjör verður haldið í Norðvesturkjördæmi Á þinginu var samþykkt að við uppstillingu á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar í haust skyldi halda prófkjör. Þórdís Kolbrún hefur aldrei setið á þingi áður en hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns innanríkisráðherra síðan í desember 2014. Hún var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna frá því vorið 2013. Hún var jafnframt kosningastjóri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar. Haraldur Benediktsson hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2013. Fyrir þann tíma starfaði hann sem bóndi og var í tæpan áratug formaður Bændasamtaka Íslands.Einar K. Guðfinnsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs.vísir/GvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, skipaði fyrsta sæti listans fyrir síðustu Alþingiskosningar en hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér aftur. Hann hefur setið á Alþingi síðan 1991. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi fagni „þeim mikla árangri sem náðst hefur á yfirstandandi kjörtímabili. Bætt lífskjör, lækkandi skuldir heimila og fyrirtækja, lág verðbólga, lítið atvinnuleysi og fjölgun fjölbreytilegra starfa, traust stjórn fjármála ríkisins, lækkandi skuldir hins opinbera, góður viðskiptaafgangur, aukin fjárframlög í mikilvæga málaflokka samfara lækkun skatta, eru til marks um að vel hefur tekist til við stjórn landsins á þessum tíma.“ Þá er Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra þakkað sérstaklega í ályktuninni fyrir þeirra störf í þágu þjóðarinnar. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, mun sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þá mun Haraldur Benediktsson alþingismaður sækjast eftir fyrsta sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni stjórnar kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis þar sem vísað er til kjördæmisþings Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var síðastliðna helgi. Í samtali við fréttastofu segist Þórdís í raun aðeins hafa lýst yfir áhuga á að sækjast eftir sætinu, hún hafi ekkert formlega kynnt ennþá hvað hún hyggist gera. „En ég sagði í Borgarnesi að ég svona kastaði því út í kosmósið að ég hefði áhuga á að verða þingmaður,“ segir Þórdís. Prófkjör verður haldið í Norðvesturkjördæmi Á þinginu var samþykkt að við uppstillingu á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar í haust skyldi halda prófkjör. Þórdís Kolbrún hefur aldrei setið á þingi áður en hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns innanríkisráðherra síðan í desember 2014. Hún var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna frá því vorið 2013. Hún var jafnframt kosningastjóri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar. Haraldur Benediktsson hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2013. Fyrir þann tíma starfaði hann sem bóndi og var í tæpan áratug formaður Bændasamtaka Íslands.Einar K. Guðfinnsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs.vísir/GvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, skipaði fyrsta sæti listans fyrir síðustu Alþingiskosningar en hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér aftur. Hann hefur setið á Alþingi síðan 1991. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi fagni „þeim mikla árangri sem náðst hefur á yfirstandandi kjörtímabili. Bætt lífskjör, lækkandi skuldir heimila og fyrirtækja, lág verðbólga, lítið atvinnuleysi og fjölgun fjölbreytilegra starfa, traust stjórn fjármála ríkisins, lækkandi skuldir hins opinbera, góður viðskiptaafgangur, aukin fjárframlög í mikilvæga málaflokka samfara lækkun skatta, eru til marks um að vel hefur tekist til við stjórn landsins á þessum tíma.“ Þá er Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra þakkað sérstaklega í ályktuninni fyrir þeirra störf í þágu þjóðarinnar.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Sjá meira