Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun ingvar haraldsson skrifar 4. maí 2016 11:06 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir skattaundanskot í byggingastarfsemi virðast vera alvarlegri og skipulagðari en áður. Fréttablaðið/vilhelm Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir embættið vera með ný mál til skoðunar eftir umfjöllun fjölmiðla sem byggði á Panamaskjölunum svokölluðu, gagnaleka frá panamísku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca. Embættið var fyrir með þrjátíu mál til rannsóknar, byggð á gögnum sem embættið keypti í fyrra. Þar að auki séu ýmis verkefni sem embættið sé að takast á við. „Það eru svolitlar áhyggjur af þessum undanskotum sem eru í byggingastarfseminni. Þau virðast í einhverjum tilfellum vera grófari og skipulagðari en við höfum séð áður, og verulegar fjárhæðir oft, “ segir Bryndís. Þá sé embættið, sem hjá starfa rúmlega tuttugu manns, að fara yfir verkefnastöðuna fyrir sumarfrí og meta hvaða verkefni hægt sé að klára fyrir næstu áramót. Skattamál eiga hug hennar allan, en bæði hún og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, starfa við skattamál. Júlíus er lögfræðingur hjá yfirskattanefnd. „Ég segi nú stundum að innan allra trúnaðarreglna er koddahjalið um skattamál, sem kannski engum öðrum en okkur finnst skemmtilegt,“ segir hún. Bryndís segir skattamálin vera spennandi og krefjandi verkefni. Bryndís hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007 og hefur nær alfarið starfað við skattamál frá því að hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. „Þetta eru mjög skemmtileg verkefni og ég er ekki viss um að aðrir en þeir sem eru í skattamálum haldi að maður sé þar að tala í alvöru,“ segir Bryndís. Henni leiðist engu að síður að fylla út eigin skattframtal. „Það er eitt það leiðinlegasta verkefni sem maður gerir, að gera skattfaramtalið, einhverra hluta vegna, þó að það sé allt miklu einfaldara en var,“ segir hún. Bryndís segist þó ekki hafa hugsað sér að starfa hjá embættinu um aldur og ævi. „Ekki vegna þess að þetta sé ekki skemmtilegt, heldur af því að bæði ég og embættið höfum gott af því að skoða og reyna aðra hluti.“ Hún segir þó ekkert fararsnið á sér núna. „Það er ekkert slíkt sem er á döfinni,“ segir hún að lokum. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir embættið vera með ný mál til skoðunar eftir umfjöllun fjölmiðla sem byggði á Panamaskjölunum svokölluðu, gagnaleka frá panamísku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca. Embættið var fyrir með þrjátíu mál til rannsóknar, byggð á gögnum sem embættið keypti í fyrra. Þar að auki séu ýmis verkefni sem embættið sé að takast á við. „Það eru svolitlar áhyggjur af þessum undanskotum sem eru í byggingastarfseminni. Þau virðast í einhverjum tilfellum vera grófari og skipulagðari en við höfum séð áður, og verulegar fjárhæðir oft, “ segir Bryndís. Þá sé embættið, sem hjá starfa rúmlega tuttugu manns, að fara yfir verkefnastöðuna fyrir sumarfrí og meta hvaða verkefni hægt sé að klára fyrir næstu áramót. Skattamál eiga hug hennar allan, en bæði hún og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, starfa við skattamál. Júlíus er lögfræðingur hjá yfirskattanefnd. „Ég segi nú stundum að innan allra trúnaðarreglna er koddahjalið um skattamál, sem kannski engum öðrum en okkur finnst skemmtilegt,“ segir hún. Bryndís segir skattamálin vera spennandi og krefjandi verkefni. Bryndís hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007 og hefur nær alfarið starfað við skattamál frá því að hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. „Þetta eru mjög skemmtileg verkefni og ég er ekki viss um að aðrir en þeir sem eru í skattamálum haldi að maður sé þar að tala í alvöru,“ segir Bryndís. Henni leiðist engu að síður að fylla út eigin skattframtal. „Það er eitt það leiðinlegasta verkefni sem maður gerir, að gera skattfaramtalið, einhverra hluta vegna, þó að það sé allt miklu einfaldara en var,“ segir hún. Bryndís segist þó ekki hafa hugsað sér að starfa hjá embættinu um aldur og ævi. „Ekki vegna þess að þetta sé ekki skemmtilegt, heldur af því að bæði ég og embættið höfum gott af því að skoða og reyna aðra hluti.“ Hún segir þó ekkert fararsnið á sér núna. „Það er ekkert slíkt sem er á döfinni,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira