Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun ingvar haraldsson skrifar 4. maí 2016 11:06 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir skattaundanskot í byggingastarfsemi virðast vera alvarlegri og skipulagðari en áður. Fréttablaðið/vilhelm Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir embættið vera með ný mál til skoðunar eftir umfjöllun fjölmiðla sem byggði á Panamaskjölunum svokölluðu, gagnaleka frá panamísku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca. Embættið var fyrir með þrjátíu mál til rannsóknar, byggð á gögnum sem embættið keypti í fyrra. Þar að auki séu ýmis verkefni sem embættið sé að takast á við. „Það eru svolitlar áhyggjur af þessum undanskotum sem eru í byggingastarfseminni. Þau virðast í einhverjum tilfellum vera grófari og skipulagðari en við höfum séð áður, og verulegar fjárhæðir oft, “ segir Bryndís. Þá sé embættið, sem hjá starfa rúmlega tuttugu manns, að fara yfir verkefnastöðuna fyrir sumarfrí og meta hvaða verkefni hægt sé að klára fyrir næstu áramót. Skattamál eiga hug hennar allan, en bæði hún og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, starfa við skattamál. Júlíus er lögfræðingur hjá yfirskattanefnd. „Ég segi nú stundum að innan allra trúnaðarreglna er koddahjalið um skattamál, sem kannski engum öðrum en okkur finnst skemmtilegt,“ segir hún. Bryndís segir skattamálin vera spennandi og krefjandi verkefni. Bryndís hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007 og hefur nær alfarið starfað við skattamál frá því að hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. „Þetta eru mjög skemmtileg verkefni og ég er ekki viss um að aðrir en þeir sem eru í skattamálum haldi að maður sé þar að tala í alvöru,“ segir Bryndís. Henni leiðist engu að síður að fylla út eigin skattframtal. „Það er eitt það leiðinlegasta verkefni sem maður gerir, að gera skattfaramtalið, einhverra hluta vegna, þó að það sé allt miklu einfaldara en var,“ segir hún. Bryndís segist þó ekki hafa hugsað sér að starfa hjá embættinu um aldur og ævi. „Ekki vegna þess að þetta sé ekki skemmtilegt, heldur af því að bæði ég og embættið höfum gott af því að skoða og reyna aðra hluti.“ Hún segir þó ekkert fararsnið á sér núna. „Það er ekkert slíkt sem er á döfinni,“ segir hún að lokum. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Sjá meira
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir embættið vera með ný mál til skoðunar eftir umfjöllun fjölmiðla sem byggði á Panamaskjölunum svokölluðu, gagnaleka frá panamísku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca. Embættið var fyrir með þrjátíu mál til rannsóknar, byggð á gögnum sem embættið keypti í fyrra. Þar að auki séu ýmis verkefni sem embættið sé að takast á við. „Það eru svolitlar áhyggjur af þessum undanskotum sem eru í byggingastarfseminni. Þau virðast í einhverjum tilfellum vera grófari og skipulagðari en við höfum séð áður, og verulegar fjárhæðir oft, “ segir Bryndís. Þá sé embættið, sem hjá starfa rúmlega tuttugu manns, að fara yfir verkefnastöðuna fyrir sumarfrí og meta hvaða verkefni hægt sé að klára fyrir næstu áramót. Skattamál eiga hug hennar allan, en bæði hún og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, starfa við skattamál. Júlíus er lögfræðingur hjá yfirskattanefnd. „Ég segi nú stundum að innan allra trúnaðarreglna er koddahjalið um skattamál, sem kannski engum öðrum en okkur finnst skemmtilegt,“ segir hún. Bryndís segir skattamálin vera spennandi og krefjandi verkefni. Bryndís hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007 og hefur nær alfarið starfað við skattamál frá því að hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. „Þetta eru mjög skemmtileg verkefni og ég er ekki viss um að aðrir en þeir sem eru í skattamálum haldi að maður sé þar að tala í alvöru,“ segir Bryndís. Henni leiðist engu að síður að fylla út eigin skattframtal. „Það er eitt það leiðinlegasta verkefni sem maður gerir, að gera skattfaramtalið, einhverra hluta vegna, þó að það sé allt miklu einfaldara en var,“ segir hún. Bryndís segist þó ekki hafa hugsað sér að starfa hjá embættinu um aldur og ævi. „Ekki vegna þess að þetta sé ekki skemmtilegt, heldur af því að bæði ég og embættið höfum gott af því að skoða og reyna aðra hluti.“ Hún segir þó ekkert fararsnið á sér núna. „Það er ekkert slíkt sem er á döfinni,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Sjá meira