Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 10:01 Vík í Mýrdal vísir/heiða Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma. Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi og þangað kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. „Við viljum búa hér í hefðbundnu samfélagi fólks sem að lifir hér og hrærist, býr hér og greiðir sína skatta og skyldur. Það vantar húsnæði hér og við erum því í miklum vandræðum,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Íbúum hefur fjölgað mikið í Mýrdalshreppi á seinasta ári, eða um 12 prósent. Þá segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að 1300 gistirými séu í Vík í Mýrdal en þar búa um 540 manns. Hvergi á landinu eru jafnmörg gistirými sé miðað við fjölda íbúa. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði, en færst hefur í aukana síðustu ár að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Ásgeir segir að ferðaþjónustan sé vissulega á mikilli siglingu í Vík en því fylgi að það vanti fólk til starfa og það þurfi að búa einhvers staðar. Þessar aðgerðir nú eru liður í því að bregðast við húsnæðisvandanum. Ásgeir nefnir að í fyrra hafi verið byggðar 10 íbúðir í þorpinu sem seldust allar. „Þetta er spurningin um þessa útleigu til ferðamanna í 2, 3, 4 nætur. [...] Það var að aukast hér töluvert að fólk væri að kaupa upp eignir og setja beint í svona leigu, fólk sem býr sem sagt ekki hér. Þá var fólk jafnvel að sækja um lóðir til að byggja hús sem hægt væri að setja í svona leigu.“ Ásgeir segir að heimagisting verði ennþá leyfð, það er að fólk geti leigt út herbergi í íbúðum sínum. Svipar þetta nokkuð til banns sem tók gildi í Berlín nú í vikunni þar sem íbúar í borginni mega ekki leigja heilu íbúðirnar eða húsin til ferðamanna til skamms tíma heldur aðeins stök herbergi í íbúðum eða húsum. Þá áréttar Ásgeir að áhrif ferðaþjónustunnar í Vík í Mýrdal séu almennt jákvæð. „Við værum ekki með í 300 manna þorpi nóg af veitingastöðum og kaffihúsum til dæmis til að velja úr ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ásgeir í Bítinu en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma. Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi og þangað kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. „Við viljum búa hér í hefðbundnu samfélagi fólks sem að lifir hér og hrærist, býr hér og greiðir sína skatta og skyldur. Það vantar húsnæði hér og við erum því í miklum vandræðum,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Íbúum hefur fjölgað mikið í Mýrdalshreppi á seinasta ári, eða um 12 prósent. Þá segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að 1300 gistirými séu í Vík í Mýrdal en þar búa um 540 manns. Hvergi á landinu eru jafnmörg gistirými sé miðað við fjölda íbúa. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði, en færst hefur í aukana síðustu ár að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Ásgeir segir að ferðaþjónustan sé vissulega á mikilli siglingu í Vík en því fylgi að það vanti fólk til starfa og það þurfi að búa einhvers staðar. Þessar aðgerðir nú eru liður í því að bregðast við húsnæðisvandanum. Ásgeir nefnir að í fyrra hafi verið byggðar 10 íbúðir í þorpinu sem seldust allar. „Þetta er spurningin um þessa útleigu til ferðamanna í 2, 3, 4 nætur. [...] Það var að aukast hér töluvert að fólk væri að kaupa upp eignir og setja beint í svona leigu, fólk sem býr sem sagt ekki hér. Þá var fólk jafnvel að sækja um lóðir til að byggja hús sem hægt væri að setja í svona leigu.“ Ásgeir segir að heimagisting verði ennþá leyfð, það er að fólk geti leigt út herbergi í íbúðum sínum. Svipar þetta nokkuð til banns sem tók gildi í Berlín nú í vikunni þar sem íbúar í borginni mega ekki leigja heilu íbúðirnar eða húsin til ferðamanna til skamms tíma heldur aðeins stök herbergi í íbúðum eða húsum. Þá áréttar Ásgeir að áhrif ferðaþjónustunnar í Vík í Mýrdal séu almennt jákvæð. „Við værum ekki með í 300 manna þorpi nóg af veitingastöðum og kaffihúsum til dæmis til að velja úr ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ásgeir í Bítinu en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira