Berghlaup á Íslandi hafa valdið viðlíka flóðbylgjum og í norskri stórslysamynd Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2016 09:00 Stillur úr Flóðbylgjunni sem verður tekin til almennra sýninga hér á landi á föstudag. Myndin var frumsýnd í Noregi í fyrra og var framlag Norðmanna til Óskarsverðlauna en hlaut ekki tilnefningu. Vísir/YouTube Norska stórslysamyndin Flóðbylgjan, Bølgen, verður frumsýnd hér á landi í vikunni. Myndin fjallar um hættuna sem stafar af skriðum úr fjöllum í Noregi þar sem eru fleiri en 300 staðir á skrá þar sem hættan á slíkum hamförum er til staðar. Einn af þeim stöðum í Noregi er nærri bænum Geiranger sem stendur við Åkneset-fjallið. Segir myndin frá jarðfræðingnum Kristian sem býr í Geiranger ásamt fjölskyldu sinni en hann hefur unnið að mælingum við fjallið. Áhorfendur fylgjast með Kristian þegar hann stendur á tímamótum í sínu lífi en hann hefur ráðið sig í starf við olíuiðnaðinn og þarf því að flytja úr bænum. Síðasta vinnudaginn hans við mælingar á Åkneset-fjallinu tekur hann eftir því að mælingar benda til þess að milljónir rúmmetra af grjóti gætu fallið í sjóinn hvað á hverju og myndað stærstu flóðbylgju í sögu Noregs. Kollegar hans kaupa þó ekki þessa kenningu Kristians og telja allt með felldu þar til hörmungin ríður yfir og íbúar bæjarins þurfa að taka til fótanna til að bjarga lífi sínu.Leikstjórinn mikill aðdáandi bandarískra hamfaramynda Þó svo að myndin sé í ætt við bandarískar stórslysamyndir er þetta raunveruleg hætta sem Norðmenn búa við og hafa orðið mannskæð slys þar í landi í gegnum tíðina vegna slíkra hamfara. Árið 1934 létu fjörutíu manns lifið þegar berghlaup olli flóðbylgju sem fór yfir þorpin Fjørå og Tafjord. Var um að ræða tveggja milljóna rúmmetra skriðu sem féll úr 700 metra hæð úr fjallinu Laghameren. Myndin sækir innblástur í þær hörmungar en leikstjóri hennar, Roar Uthaug, er yfirlýstur aðdáandi stórslysamynda á borð við Twister og Armageddon.Ferill flóðbylgjunnar sem berghlaup í Esjuhlíðum hefði myndað hefði það orðið við núverandi sjávarstöðu. Þessi mynd birtist með grein Árna Hjartarsonar í Náttúrufræðingnum árið 2006. Kortagrunnur er frá Landmælingum íslands Atlaskort, kortadiskur 2.NáttúrufræðingurFlóðbylgjan var 62 metra há en flóðbylgjan sem fer yfir bæinn í norsku myndinni er um 80 metrar á hæð. Árið 1905 fórust fórust 60 í svipuðu atviki í Sogn og Fjordane og 74 árið 1936.Berghlaup úr Esju olli mikilli flóðbylgju „Þetta gæti orðið áhugavert að sjá þennan hasar,“ segir jarðfræðingurinn Árni Hjartarson sem hefur fjallað um flóðbylgjur vegna berghlaupa og skriðna á Íslandi í Náttúrufræðingnum, tímariti hins íslenska náttúrufræðings. Berghlaup er þegar syllur losna úr fjallshlíðum en grjótskriður er þegar laust efni fer af stað. Árni segir snjóflóð einnig hafa valdið flóðbylgjum víða hér á landi, til að mynda í Önundarfirði, Súgandafirði og Siglufirði. Árni nefnir sem dæmi um berghlaup Sjávarhóla á Kjalarnesi. Það berghlaup er talið hafa fallið efst úr Esjubrúnum og kastast niður á láglendið allt í sjó fram fyrir um átta þúsund árum. Átti þetta sér stað þegar sjór stóð sem lægst við Faxaflóa en hefði berghlaupið átt sér stað við það sjávarborð sem nú ríkir er ljóst að það hefði myndað heilmikla flóðbylgju sem hefði borist um Faxaflóa og brotnað á strandlengju Reykjavíkur innan frá Laugarnesi og út á Seltjarnarnes. Þá er talið að flóðbylgjunnar hefði einnig orðið vart á Vatnsleysuströnd. Ekki eru taldar miklar líkur á stórum berghlaupum úr Esjuhlíðum við þær aðstæður sem ríkja í dag.50 metra há flóðbylgja í Öskjuvatni Af nýlegri dæmum þarf ekki að leita lengra aftur en sumarið 2014 þegar mikið berghlaup varð í Öskju norðan Vatnajökuls. „Það fór sylla úr hlíðinni og út í Öskjuvatn. Það kom heljarinnar mikil flóðbylgja sem fór fram og aftur vatnið og bylgjan var hátt í fimmtíu metra há. Það hefði orðið manntjón hefði fólk verið þarna,“ segir Árni.Sjá einnig: Vísindamenn rannsaka orsakir skriðunnar í ÖskjuEfri myndin sýnir berghlaupssvæðið í Öskju þremur dögum fyrir hlaupið. Neðri myndin er tekin fjórum klukkustundum eftir hlaupið. Útlína hlaupsins er teiknuð á myndina.Mynd/ÁRMANN HÖSKULDSSON/JÓN KRISTINN HELGASONÚtskýrir mögulega dularfullt slys Hann segir þann atburð mögulega geta útskýrt dularfullt slys í Öskju í kringum árið 1907 þegar þýskur jarðvísindamaður, Walther von Knebel, og félagi hans, málarinn Max Rudolf, hurfu af vatninu. „Þeir voru á bát og sigldu út í góðu veðri og svo komu þeir aldrei til lands aftur. Þetta hefur verið dularfullur atburður og það hafa verið skrifaðar bækur og meira segja búnar til glæpasögur í kringum þetta í Þýskalandi. Svo þegar menn sáu berghlaupið í hitt í fyrra þá datt mönnum í hug að þetta gæti verið skýringin á þessu slysi, að það hefði hlaupið sylla niður vatnið og myndað flóðbylgju sem grandaði bátnum,“ segir Árni.Gerist oftast ekki fyrirvaralaust Lengi vel var fylgst með sprungu í Óshyrnu við Bolungarvík þar sem talið var að sylla úr Óshyrnu gæti fallið á veginn um Óshlíð. Var sprungan vöktuð reglulega þar til Bolungarvíkurgöng leystu veginn um Óshlíð af. Árni segir að líklegast muni þessi sylla falla í smá skömmtum niður hlíðina og mögulega út í sjó en ekki í það miklum mæli að hún nái að mynda neitt sem kallast flóðbylgju, en ýmsir töldu á sínum tíma að þessi sylla gæti valdið flóðbylgju sem gæti náð út að Jökulfjörðum og jafnvel aftur inn að að eyri á Ísafirði í Skutulsfirði. Árni segir alltaf hættu á að syllur geti fallið í sjó og myndað flóðbylgjur en það muni þó ekki gerast fyrirvaralaust. Vel sé fylgst með og oftast myndist sprungur sem gefa til kynna hvort hætta sé á berghlaupum eða skriðuföllum. Í lokorðum sínum í greininni sem Árni birti í Náttúrufræðingnum segir: „Niðurstaða þessara pælinga er sú að flóðbylgjur af völdum berghlaupa sem eru nægilega miklar til að valda tjóni geti vissulega átt sér stað við ísland. Mest er hættan þar sem brött fjöll rísa upp af fjarðarströnd. Þessi hætt a er þó lítil og líkurnar á slíkum atburðum eru að þeir geti orðið einu sinni til tvisvar á hverju árþúsundi.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Norska stórslysamyndin Flóðbylgjan, Bølgen, verður frumsýnd hér á landi í vikunni. Myndin fjallar um hættuna sem stafar af skriðum úr fjöllum í Noregi þar sem eru fleiri en 300 staðir á skrá þar sem hættan á slíkum hamförum er til staðar. Einn af þeim stöðum í Noregi er nærri bænum Geiranger sem stendur við Åkneset-fjallið. Segir myndin frá jarðfræðingnum Kristian sem býr í Geiranger ásamt fjölskyldu sinni en hann hefur unnið að mælingum við fjallið. Áhorfendur fylgjast með Kristian þegar hann stendur á tímamótum í sínu lífi en hann hefur ráðið sig í starf við olíuiðnaðinn og þarf því að flytja úr bænum. Síðasta vinnudaginn hans við mælingar á Åkneset-fjallinu tekur hann eftir því að mælingar benda til þess að milljónir rúmmetra af grjóti gætu fallið í sjóinn hvað á hverju og myndað stærstu flóðbylgju í sögu Noregs. Kollegar hans kaupa þó ekki þessa kenningu Kristians og telja allt með felldu þar til hörmungin ríður yfir og íbúar bæjarins þurfa að taka til fótanna til að bjarga lífi sínu.Leikstjórinn mikill aðdáandi bandarískra hamfaramynda Þó svo að myndin sé í ætt við bandarískar stórslysamyndir er þetta raunveruleg hætta sem Norðmenn búa við og hafa orðið mannskæð slys þar í landi í gegnum tíðina vegna slíkra hamfara. Árið 1934 létu fjörutíu manns lifið þegar berghlaup olli flóðbylgju sem fór yfir þorpin Fjørå og Tafjord. Var um að ræða tveggja milljóna rúmmetra skriðu sem féll úr 700 metra hæð úr fjallinu Laghameren. Myndin sækir innblástur í þær hörmungar en leikstjóri hennar, Roar Uthaug, er yfirlýstur aðdáandi stórslysamynda á borð við Twister og Armageddon.Ferill flóðbylgjunnar sem berghlaup í Esjuhlíðum hefði myndað hefði það orðið við núverandi sjávarstöðu. Þessi mynd birtist með grein Árna Hjartarsonar í Náttúrufræðingnum árið 2006. Kortagrunnur er frá Landmælingum íslands Atlaskort, kortadiskur 2.NáttúrufræðingurFlóðbylgjan var 62 metra há en flóðbylgjan sem fer yfir bæinn í norsku myndinni er um 80 metrar á hæð. Árið 1905 fórust fórust 60 í svipuðu atviki í Sogn og Fjordane og 74 árið 1936.Berghlaup úr Esju olli mikilli flóðbylgju „Þetta gæti orðið áhugavert að sjá þennan hasar,“ segir jarðfræðingurinn Árni Hjartarson sem hefur fjallað um flóðbylgjur vegna berghlaupa og skriðna á Íslandi í Náttúrufræðingnum, tímariti hins íslenska náttúrufræðings. Berghlaup er þegar syllur losna úr fjallshlíðum en grjótskriður er þegar laust efni fer af stað. Árni segir snjóflóð einnig hafa valdið flóðbylgjum víða hér á landi, til að mynda í Önundarfirði, Súgandafirði og Siglufirði. Árni nefnir sem dæmi um berghlaup Sjávarhóla á Kjalarnesi. Það berghlaup er talið hafa fallið efst úr Esjubrúnum og kastast niður á láglendið allt í sjó fram fyrir um átta þúsund árum. Átti þetta sér stað þegar sjór stóð sem lægst við Faxaflóa en hefði berghlaupið átt sér stað við það sjávarborð sem nú ríkir er ljóst að það hefði myndað heilmikla flóðbylgju sem hefði borist um Faxaflóa og brotnað á strandlengju Reykjavíkur innan frá Laugarnesi og út á Seltjarnarnes. Þá er talið að flóðbylgjunnar hefði einnig orðið vart á Vatnsleysuströnd. Ekki eru taldar miklar líkur á stórum berghlaupum úr Esjuhlíðum við þær aðstæður sem ríkja í dag.50 metra há flóðbylgja í Öskjuvatni Af nýlegri dæmum þarf ekki að leita lengra aftur en sumarið 2014 þegar mikið berghlaup varð í Öskju norðan Vatnajökuls. „Það fór sylla úr hlíðinni og út í Öskjuvatn. Það kom heljarinnar mikil flóðbylgja sem fór fram og aftur vatnið og bylgjan var hátt í fimmtíu metra há. Það hefði orðið manntjón hefði fólk verið þarna,“ segir Árni.Sjá einnig: Vísindamenn rannsaka orsakir skriðunnar í ÖskjuEfri myndin sýnir berghlaupssvæðið í Öskju þremur dögum fyrir hlaupið. Neðri myndin er tekin fjórum klukkustundum eftir hlaupið. Útlína hlaupsins er teiknuð á myndina.Mynd/ÁRMANN HÖSKULDSSON/JÓN KRISTINN HELGASONÚtskýrir mögulega dularfullt slys Hann segir þann atburð mögulega geta útskýrt dularfullt slys í Öskju í kringum árið 1907 þegar þýskur jarðvísindamaður, Walther von Knebel, og félagi hans, málarinn Max Rudolf, hurfu af vatninu. „Þeir voru á bát og sigldu út í góðu veðri og svo komu þeir aldrei til lands aftur. Þetta hefur verið dularfullur atburður og það hafa verið skrifaðar bækur og meira segja búnar til glæpasögur í kringum þetta í Þýskalandi. Svo þegar menn sáu berghlaupið í hitt í fyrra þá datt mönnum í hug að þetta gæti verið skýringin á þessu slysi, að það hefði hlaupið sylla niður vatnið og myndað flóðbylgju sem grandaði bátnum,“ segir Árni.Gerist oftast ekki fyrirvaralaust Lengi vel var fylgst með sprungu í Óshyrnu við Bolungarvík þar sem talið var að sylla úr Óshyrnu gæti fallið á veginn um Óshlíð. Var sprungan vöktuð reglulega þar til Bolungarvíkurgöng leystu veginn um Óshlíð af. Árni segir að líklegast muni þessi sylla falla í smá skömmtum niður hlíðina og mögulega út í sjó en ekki í það miklum mæli að hún nái að mynda neitt sem kallast flóðbylgju, en ýmsir töldu á sínum tíma að þessi sylla gæti valdið flóðbylgju sem gæti náð út að Jökulfjörðum og jafnvel aftur inn að að eyri á Ísafirði í Skutulsfirði. Árni segir alltaf hættu á að syllur geti fallið í sjó og myndað flóðbylgjur en það muni þó ekki gerast fyrirvaralaust. Vel sé fylgst með og oftast myndist sprungur sem gefa til kynna hvort hætta sé á berghlaupum eða skriðuföllum. Í lokorðum sínum í greininni sem Árni birti í Náttúrufræðingnum segir: „Niðurstaða þessara pælinga er sú að flóðbylgjur af völdum berghlaupa sem eru nægilega miklar til að valda tjóni geti vissulega átt sér stað við ísland. Mest er hættan þar sem brött fjöll rísa upp af fjarðarströnd. Þessi hætt a er þó lítil og líkurnar á slíkum atburðum eru að þeir geti orðið einu sinni til tvisvar á hverju árþúsundi.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira