Viðskipti innlent

Delta flýgur til Íslands allan ársins hring

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fjórar ferðir verða farnar í viku milli Keflavíkurflugvallar og JFK í New York í vetur, en yfir hásumarið eru brottfarirnar tvöfalt fleiri.
Fjórar ferðir verða farnar í viku milli Keflavíkurflugvallar og JFK í New York í vetur, en yfir hásumarið eru brottfarirnar tvöfalt fleiri.
Forsvarsmenn eins stærsta flugfélags heims, Delta, hafa sett í sölu beint flug milli Íslands og New York allan næsta vetur. Með þessu gerir Delta Ísland að heilsárs áfangastað. Þessu greinir Túristi frá.

Bandaríska flugfélagið Delta hefur síðustu fimm sumur flogið allt að daglega hingað frá JFK flugvelli í New York en í ár hófst Íslandsflug félagsins frá heimsborginni strax í febrúar. Síðar í þessum mánuði bætir félagið svo við daglegum ferðum hingað frá Minneapolis. Við þetta bætast ferðirnar til New York allan næsta vetur. Fjórar ferðir verða þá farnar í viku, en yfir hásumarið eru brottfarirnar tvöfalt fleiri.

Delta er eina erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli sem ekki er evrópskt, samkvæmt umfjöllun túrista. Í fremsta hluta Delta véla er að finna svefnsæti (flat-bed) en sú aðstaða er ekki í boði hjá neinu öðru flugfélagi sem flýgur til og frá Íslandi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×