Viðskipti innlent

Hlutabréf í Kauphöllinni hækka á ný

ingvar haraldsson skrifar
Hlutabréfaverð í Kauphöll Íslands er tekið að hækka á ný.
Hlutabréfaverð í Kauphöll Íslands er tekið að hækka á ný. fréttablaðið/gva
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað 1,49 prósent það sem af er degi.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,62 prósent í gær og 4,99 prósent á föstudaginn. Hún hafði því lækkað 7,61 prósenti síðustu tvo viðskiptadaga, sem er mesta samfellda lækkunin tvo daga í röð frá árinu 2009.

Í morgun hefur hins vegar orðið ákveðinn viðsnúningur.

Mest hafa hlutabréf í Icelandair hækkað í dag eða um 2,73 prósent í 353 milljón króna viðskiptum. Þá hafa hlutabréf í Marel hækkað um 1,61 prósent í 277 milljón króna viðskiptum.

Hlutabréfaverð átta félaga í Kauphöllinni hefur hækkað það sem af er degi, virði þriggja félaga hefur lækkað en virði annarra félaga hefur staðið í stað.


Tengdar fréttir

Uppgjör og framboð hvekkja markaðinn

Nýbirt uppgjör fyrirtækja í Kauphöllinni hafa valdið vonbrigðum og leitt til lækkunar á gengi bréfa. Óvænt framboð á fjárfestingarkostum hefur líka áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×