Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Veigar gerði gæfumuninn Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 2. maí 2016 22:00 Veigar Páll fagnar í kvöld. vísir/ernir Veigar Páll Gunnarsson tryggði Stjörnunni öll þrjú stigin gegn Fylki í leik liðanna í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn var heldur tíðindalítill en vendipunktur leiksins kom á 78. mínútu. Stjörnumenn fengu þá aukaspyrnu við vítateigslínuna eftir að Ásgeir Eyþórsson braut á Ævari Inga Jóhannessyni sem var kominn einn í gegn. Ásgeir fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og Veigar skoraði með fallegu skoti beint úr aukaspyrnunni. Veigar bætti svo öðru marki við átta mínútum síðar og gulltryggði sigur Garðbæinga.Af hverju vann Stjarnan? Mikið hefur verið talað um breiddina í Stjörnuliðinu og hvort hún geti mögulega skapað vandræði fyrir Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara liðsins. Svo gæti vel farið en í kvöld var breiddin, og gæðin, í leikmannahópnum til þess að Stjarnan vann leikinn. Á varamannabekk Garðbæinga voru fjórir fyrrverandi atvinnumenn og þrír leikmenn sem hafa leikið A-landsleik. Og einn þeirra, Veigar Páll, kom inn á og gerði útslagið með tveimur frábærum mörkum. Það er ekki amalegt fyrir Rúnar Pál að geta skipt mönnum eins og Veigari Páli, Jeppe Hansen og Halldóri Orra Björnssyni inn á þegar hlutirnir eru ekki að ganga í sókninni.Þessir stóðu upp úr Augljóslega Veigar Páll en áður en hann kom inn á var Eyjólfur Héðinsson manna líklegastur. Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik á Íslandi frá 2006 og var virkilega sprækur og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora. Annars var varnarleikur Stjörnunnar flottur og samvinna Grétars Sigfinns Sigurðarsonar og Brynjars Gauta Guðjónssonar góð. Hjá Fylki var varnarlínan lengst af fín en Sito var sá eini sem var ógnandi í sókninni.Hvað gekk illa? Hvorugu liðinu gekk vel að skapa sér færi framan af leik. Stjörnumenn voru þó líklegri en sóknarleikur Fylkis var afar bitlaus. Sito átti ágætis spretti en Andrés Már Jóhannesson, Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason sáust varla. Það þarf að breytast ætli Fylkismenn að vinna einhverja leiki í sumar. Varnarleikurinn hjá Fylki var lengst af í lagi en hann klikkaði í aðdraganda fyrra marks Stjörnunnar. Gestirnir töpuðu þá boltanum á hættulegum stað og voru ekki í jafnvægi þegar Stjörnumenn sóttu hratt á þá. Það leiddi til aukaspyrnunnar, rauða spjaldsins og loks marksins mikilvæga. Í seinna markinu leit Ólafur Íshólm Ólafsson ekki vel út í rammanum hjá Fylki.Hvað gerist næst? Stjörnumenn sækja Víkinga heim en Fylkismenn fá Blika í heimsókn í Árbæinn. Stjörnumenn geta byggt á þessum sigri en þeir eiga samt mikið inni. Fylkismenn verða án Ásgeirs í leiknum gegn Blikum en Hermann Hreiðarsson verður kominn aftur á bekkinn eftir að hafa tekið út leikbann í kvöld. Eyjamaðurinn þarf að fara vel yfir uppspil og sóknarleik Fylkis á næstu æfingum.Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirRúnar Páll: Erum með frábæra liðsheild Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með sigurinn á Fylki á Samsung-vellinum í kvöld. „Það er frábært að fá þrjú stig gegn sterku liði Fylkis. Ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina og það komu allir þvílíkt öflugir inn í þennan leik,“ sagði Rúnar Páll. Það er mikil breidd í leikmannahópi Stjörnunnar og hún gerði gæfumuninn í kvöld en varamaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk liðsins. „Við erum með frábæra liðsheild og það eru allir saman í þessu. Við erum með öflugan hóp og öflugt lið og menn verða að koma inn á og leggja sitt af mörkum eins og Veigar gerði í dag,“ sagði Rúnar en hvernig fannst honum spilamennska Stjörnunnar fram að fyrra markinu? „Þetta var barátta en mér fannst við spila þennan leik ágætlega,“ sagði Rúnar. Eyjólfur Héðinsson lék sinn fyrsta leik á Íslandi í áratug og að mati Rúnars stóð hann sig vel. „Hann stóð sig mjög vel og eins og allir aðrir. Hann getur spilað sem djúpur miðjumaður, á báðum köntum og fremstur á miðju. Hann er fjölhæfur eins og margir í okkar liði,“ sagði þjálfarinn að lokum.Úr leiknum í kvöld.vísir/ernirGarðar: Sýndist þetta ekki vera aukaspyrna Garðar Jóhannsson, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, stýrði liðinu í fjarveru Hermanns Hreiðarssonar gegn Stjörnunni í kvöld. Hann var mátulega sáttur með leik sinna manna. „Þetta er svekkjandi tap. Við vorum inni í leiknum. Það var smá skjálfti í okkur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var þetta 50/50 leikur,“ sagði Garðar. „Svo fáum við aukaspyrnu á okkur sem mér sýndist ekki vera aukaspyrna. Þeir skora úr henni, við missum mann út af og þá verður þetta erfiður róður. „Við vorum fínir í seinni hálfleik en þetta gekk ekki alveg jafn vel í þeim fyrri en við fórum yfir það í hálfleik,“ sagði Garðar. En vildi hann ekki sjá sína menn ógna marki Stjörnunnar oftar en þeir gerðu? „Auðvitað vill maður alltaf fá fleiri færi en við nýttum ekki þau sem við fengum,“ sagði Garðar að endingu.Eyjólfur með boltann.vísir/ernirEyjólfur: Það eru ekki 11 menn að fara að vinna þetta mót „Þetta var mjög góð tilfinning, bara að fá að spila aftur. Það er langt síðan ég spilaði síðast fótbolta og það er frábært að byrja á sigri,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn á Fylki. Þetta var fyrsti leikur Eyjólfs á Íslandi frá 2006 en hann sneri aftur heim í vetur eftir erfið ár þar á undan vegna meiðsla. Hann kvaðst nokkuð sáttur með sitt framlag í leiknum í kvöld. „Ég var mjög ánægður. Ég er ekki búinn að spila marga leiki upp á síðkastið og ekki æft mikið en mér fannst mér og liðinu ganga vel. Við vorum flottir á löngum köflum og þetta var sanngjarn sigur.“ Eins og áður sagði hefur Eyjólfur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og þ.a.l. lítið spilað. Hann segir að leikformið sé því eðlilega ekki það besta. „Líkamlegt form er ágætt en leikformið er ekki mikið,“ sagði Eyjólfur sem var ánægður með framlag varamanna Stjörnunnar í kvöld. „Okkar styrkur kom í ljós í dag. Breiddin er mikil og varamennirnir kláruðu leikinn. Við þurfum bara að nýta okkur þetta í sumar, það eru ekki 11 menn að fara að vinna þetta mót. Við þurfum á öllum að halda,“ sagði Eyjólfur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson tryggði Stjörnunni öll þrjú stigin gegn Fylki í leik liðanna í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn var heldur tíðindalítill en vendipunktur leiksins kom á 78. mínútu. Stjörnumenn fengu þá aukaspyrnu við vítateigslínuna eftir að Ásgeir Eyþórsson braut á Ævari Inga Jóhannessyni sem var kominn einn í gegn. Ásgeir fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og Veigar skoraði með fallegu skoti beint úr aukaspyrnunni. Veigar bætti svo öðru marki við átta mínútum síðar og gulltryggði sigur Garðbæinga.Af hverju vann Stjarnan? Mikið hefur verið talað um breiddina í Stjörnuliðinu og hvort hún geti mögulega skapað vandræði fyrir Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara liðsins. Svo gæti vel farið en í kvöld var breiddin, og gæðin, í leikmannahópnum til þess að Stjarnan vann leikinn. Á varamannabekk Garðbæinga voru fjórir fyrrverandi atvinnumenn og þrír leikmenn sem hafa leikið A-landsleik. Og einn þeirra, Veigar Páll, kom inn á og gerði útslagið með tveimur frábærum mörkum. Það er ekki amalegt fyrir Rúnar Pál að geta skipt mönnum eins og Veigari Páli, Jeppe Hansen og Halldóri Orra Björnssyni inn á þegar hlutirnir eru ekki að ganga í sókninni.Þessir stóðu upp úr Augljóslega Veigar Páll en áður en hann kom inn á var Eyjólfur Héðinsson manna líklegastur. Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik á Íslandi frá 2006 og var virkilega sprækur og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora. Annars var varnarleikur Stjörnunnar flottur og samvinna Grétars Sigfinns Sigurðarsonar og Brynjars Gauta Guðjónssonar góð. Hjá Fylki var varnarlínan lengst af fín en Sito var sá eini sem var ógnandi í sókninni.Hvað gekk illa? Hvorugu liðinu gekk vel að skapa sér færi framan af leik. Stjörnumenn voru þó líklegri en sóknarleikur Fylkis var afar bitlaus. Sito átti ágætis spretti en Andrés Már Jóhannesson, Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason sáust varla. Það þarf að breytast ætli Fylkismenn að vinna einhverja leiki í sumar. Varnarleikurinn hjá Fylki var lengst af í lagi en hann klikkaði í aðdraganda fyrra marks Stjörnunnar. Gestirnir töpuðu þá boltanum á hættulegum stað og voru ekki í jafnvægi þegar Stjörnumenn sóttu hratt á þá. Það leiddi til aukaspyrnunnar, rauða spjaldsins og loks marksins mikilvæga. Í seinna markinu leit Ólafur Íshólm Ólafsson ekki vel út í rammanum hjá Fylki.Hvað gerist næst? Stjörnumenn sækja Víkinga heim en Fylkismenn fá Blika í heimsókn í Árbæinn. Stjörnumenn geta byggt á þessum sigri en þeir eiga samt mikið inni. Fylkismenn verða án Ásgeirs í leiknum gegn Blikum en Hermann Hreiðarsson verður kominn aftur á bekkinn eftir að hafa tekið út leikbann í kvöld. Eyjamaðurinn þarf að fara vel yfir uppspil og sóknarleik Fylkis á næstu æfingum.Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirRúnar Páll: Erum með frábæra liðsheild Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með sigurinn á Fylki á Samsung-vellinum í kvöld. „Það er frábært að fá þrjú stig gegn sterku liði Fylkis. Ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina og það komu allir þvílíkt öflugir inn í þennan leik,“ sagði Rúnar Páll. Það er mikil breidd í leikmannahópi Stjörnunnar og hún gerði gæfumuninn í kvöld en varamaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk liðsins. „Við erum með frábæra liðsheild og það eru allir saman í þessu. Við erum með öflugan hóp og öflugt lið og menn verða að koma inn á og leggja sitt af mörkum eins og Veigar gerði í dag,“ sagði Rúnar en hvernig fannst honum spilamennska Stjörnunnar fram að fyrra markinu? „Þetta var barátta en mér fannst við spila þennan leik ágætlega,“ sagði Rúnar. Eyjólfur Héðinsson lék sinn fyrsta leik á Íslandi í áratug og að mati Rúnars stóð hann sig vel. „Hann stóð sig mjög vel og eins og allir aðrir. Hann getur spilað sem djúpur miðjumaður, á báðum köntum og fremstur á miðju. Hann er fjölhæfur eins og margir í okkar liði,“ sagði þjálfarinn að lokum.Úr leiknum í kvöld.vísir/ernirGarðar: Sýndist þetta ekki vera aukaspyrna Garðar Jóhannsson, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, stýrði liðinu í fjarveru Hermanns Hreiðarssonar gegn Stjörnunni í kvöld. Hann var mátulega sáttur með leik sinna manna. „Þetta er svekkjandi tap. Við vorum inni í leiknum. Það var smá skjálfti í okkur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var þetta 50/50 leikur,“ sagði Garðar. „Svo fáum við aukaspyrnu á okkur sem mér sýndist ekki vera aukaspyrna. Þeir skora úr henni, við missum mann út af og þá verður þetta erfiður róður. „Við vorum fínir í seinni hálfleik en þetta gekk ekki alveg jafn vel í þeim fyrri en við fórum yfir það í hálfleik,“ sagði Garðar. En vildi hann ekki sjá sína menn ógna marki Stjörnunnar oftar en þeir gerðu? „Auðvitað vill maður alltaf fá fleiri færi en við nýttum ekki þau sem við fengum,“ sagði Garðar að endingu.Eyjólfur með boltann.vísir/ernirEyjólfur: Það eru ekki 11 menn að fara að vinna þetta mót „Þetta var mjög góð tilfinning, bara að fá að spila aftur. Það er langt síðan ég spilaði síðast fótbolta og það er frábært að byrja á sigri,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn á Fylki. Þetta var fyrsti leikur Eyjólfs á Íslandi frá 2006 en hann sneri aftur heim í vetur eftir erfið ár þar á undan vegna meiðsla. Hann kvaðst nokkuð sáttur með sitt framlag í leiknum í kvöld. „Ég var mjög ánægður. Ég er ekki búinn að spila marga leiki upp á síðkastið og ekki æft mikið en mér fannst mér og liðinu ganga vel. Við vorum flottir á löngum köflum og þetta var sanngjarn sigur.“ Eins og áður sagði hefur Eyjólfur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og þ.a.l. lítið spilað. Hann segir að leikformið sé því eðlilega ekki það besta. „Líkamlegt form er ágætt en leikformið er ekki mikið,“ sagði Eyjólfur sem var ánægður með framlag varamanna Stjörnunnar í kvöld. „Okkar styrkur kom í ljós í dag. Breiddin er mikil og varamennirnir kláruðu leikinn. Við þurfum bara að nýta okkur þetta í sumar, það eru ekki 11 menn að fara að vinna þetta mót. Við þurfum á öllum að halda,“ sagði Eyjólfur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira