Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2016 22:15 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/ernir Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. Það var fátt um færi og lítið um góð tilþrif. Markalaust jafntefli nokkuð sanngjörn niðurstaða. Víkingar eflaust nokkuð ánægðir en KR-ingar líklega svekktari. Bæði lið fengu tækifæri til að skora í síðari hálfleik en bæði nýttu skallafæri sín illa. Víkingar komust nálægt því að skora í síðari hálfleik en Viktor Jónsson fór illa að ráði sínu þegar hann var að sleppa í gegn. Vallaraðstæður voru sem fyrr segir afar erfiðar í kvöld og kaldur vindur setti svip á leikinn, bæði fyrir leikmenn og áhorfendur.Af hverju varð jafntefli? Fyrst og fremst af því að leikurinn fór fram á skelfilegum velli og við skelfilegar aðstæður. Þetta er ekki fótbolti sem á að vera á boðstólum þegar tvö sterk Pepsi-deildarlið eigast við. Svo einfalt er það. Markalaust jafntefli var því algjörlega í takt við bæði völlinn og veðrið. Liðin héldu að sér höndum, reyndu að gera sem fæst mistök og það var því fátt um fína drætti í sóknarleiknum. Bæði lið fengu þó færi til að opna leikinn í fyrri hálfleik með hvort sínu skallafæri en allt kom fyrir ekki. Síðari hálfleikurinn varð enn verri eftir að það grasið varð enn verri og það bætti í vindinn.Þessir stóðu upp úr Varnarvinnan í báðum liðum var fín. Halldór Smári komst mjög vel frá sínu hlutverki sem varnarsinnaður miðjumaður og miðverðirnir Alan Lowing og Arnþór Ingi áttu einnig mjög fínan dag. Viktor Jónsson var duglegur í fremstu víglínu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hann fékk gott færi til að skora í síðari hálfleik en missti boltann klaufalega frá sér. Nýju útlendingarnir líta þokkalega út hjá KR en það er þó erfitt að dæma KR-inga út frá þessum leik. Varnarskipulagið hélt ágætlega og hinn ungi Valtýr Már komst vel frá sínu í fyrsta alvöru leik sínum á miðjunni hjá KR.Hvað gekk illa? KR-ingar voru duglegir að dæla fram löngum boltum sem skiluðu afar litlu. Það var heldur ekkert skapandi miðjuspil lengst af í leiknum, hvorki hjá Víkingum né KR-ingum. Margir biðu spenntir eftir því hvað Gary Martin myndi gera gegn sínu gamla félagi en hann komst í raun aldrei í takt við leikinn á vinstri kantinum. Það var þó ekki við hann sérstaklega að sakast enda buðu aðstæður ekki upp á leiftrandi fótbolta í vesturbænum í kvöld.Hvað gerist næst? KR-ingar fá leik á gervigrasi í næsta leik og taka þeir því eflaust fagnandi eftir raunir kvöldsins. Þeir mæta nýliðum Þróttar í Laugardalnum í leik sem verður að teljast skyldusigur fyrir þá svarthvítu. Víkingar fá Stjörnumenn í heimsókn um helgina en Garðbæingar líta vel út eftir sigur á Fylki í kvöld. Það verður önnur erfið prófraun fyrir Víkinga.Milos á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirMilos: Ánægður með stigið Milos Milojevic var sáttur við niðurstöðuna úr leik KR og Víkinga í kvöld og var sáttur við stigið sem hann fékk. „Ég sagði fyrir leik að ég yrði ánægður með eitt stig og við fengum það. Ég var afar ánægður með frammistöðu minna manna,“ sagði Milos eftir leikinn í kvöld. „Strákarnir lögðu sig alla fram í leikinn og með smá heppni hefðum við getað fengið þrjú stig.“ Hann segir að uppleggið hafi verið fyrir leik að stöðva fyrirgjafir KR-inga og koma í veg fyrir skallatækifæri Hólmberts. KR-ingurinn fékk eitt slíkt færi snemma í leiknum en annars gekk Víkingum vel að stöðva fyrirgjafir KR-inga inn í teig. „Hólmbert var í vandræðum með okkar miðjumenn og hafsenta. Þetta gekk því alveg upp. Við fengum góð færi sem við hefðum átt að klára en það kemur í næsta leik.“Bjarni: Erfitt að halda boltanum niðri Þjálfari KR-inga sagði að aðstæður í vesturbænum í kvöld hafi gert mönnum erfitt fyrir. Hann hefði vitanlega viljað vinna leikinn gegn Víkingum í kvöld. „Hér viljum við vinna alla leiki en deildin er bara hörkujöfn og sterk. Víkingar eru öflugt og vel skipulagt lið sem gefur fá færi á sér. Við fengum einhver færi en því miður var það ekki nóg.“ KR-ingar beittu mörgum löngum sendingum í leiknum með takmörkuðum árangri en Bjarni segir að aðstæður hafi gert mönnum erfitt fyrir. „Það var erfitt að halda boltanum á jörðinni. Við eigum að ráða við þessar löngu sendingar en við viljum blanda þessu saman. En það var erfitt í dag.“ „Það er samt engin afsökun. En þetta varð til þess að leikurinn var eins og hann var. Mikil barátta og boltinn mikið í loftinu. Menn tóku einfaldlega enga sénsa.“Indriði er hér mættur aftur á KR-völlinn.vísir/ernirIndriði: Eins og tennisleikur Fyrirliði KR-inga sneri aftur í íslenska boltann í kvöld eftir langan atvinnumannaferil ytra. Hann fékk heldur betur að kynnast rammíslenskum aðstæðum á KR-vellinum í kvöld. „Þetta var æði. Hressandi. Maður er fljótur að gleyma en þetta er líka fljótt að rifjast upp fyrir manni,“ sagði Indriði sem spilaði síðast deildarleik með KR árið 1999. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og því er ekki yfir neinu að kvarta.“ Indriði sagði að Víkingar hefðu byrjað betur en KR-ingar svo tekið stjórnina í leiknum. „Þetta verður svo hálfgert bingó í seinni háflelik þegar það eykur í vindinn og völlurinn laus í sér. Því var mikið um stöðubaráttu og mikið um háloftabolta. Þetta var eins og tennisleikur.“ Hann segist ekki hafa haft áhyggjur undir lokin þegar Víkingar náðu að sækja aðeins á heimamenn. „Ég varð aldrei stressaður. En Víkingur er með hörkulið og þeir gerðu okkur erfitt fyrir. KR verður ekki dæmt af þessum leik - við eigum meira inni.“Úr leiknum í kvöld.Gary: Ekkert vit í að spila á þessu grasi Gary Martin segir að það sé hægt að spila mun betri fótbolta á gervigrasi en á KR-vellinum í kvöld. Það hafi bitnað á gæðum leiksins. Víkingurinn Gary Martin spilaði gegn sínum gömlu félögum í KR í fyrsta deildarleik sínum í rauðsvarta búningnum. Leikurinn var bragðdaufur og lyktaði með markalausu jafntefli. „Þetta var erfitt. Bæði lið voru slök í dag. Veðrið og völlurinn - þetta var eins og þetta var. Við erum ánægðir með stigin en bæði lið eru mun betri en þau sýndu í dag.“ Hann segir að það hefði verið ekkert vit í að spila á KR-vellinum í kvöld. „Grasvellirnir eru ekki tilbúnir. Það er ekki hægt að spila á þessu. Það ætti að skiptast á að spila á gervigrasvöllunum þangað til að grasið kemst í betra stand.“ „Þetta er ekki fótbolti. Stuðningsmenn sem koma hingað vilja ekki sjá háloftabolta. Leikmenn vilja ekki spila svona heldur.“ „En við sýndum úr hverju við erum gerðir. Ég held að það séu ekki mörg lið sem koma hingað og ná í stig.“ sagði Gary Martin sem fékk þau tíðindi í viðtalinu að Leicester væri orðinn enskur meistari. Gary var ekki ánægður þegar hann spilaði á vinstri kantinum hjá KR í fyrra en hann var á vinstri kantinum hjá Víkingi í kvöld. Hann segir það þó tvennt ólíkt. „Þetta eru ólík kerfi. Ég mun gera meira að því að sækja inn á miðjuna og þegar við fáum að spila á betri velli þá mun ég spila betur en í kvöld,“ sagði Gary Martin sem fékk þau tíðindi í viðtalinu að Leicester væri orðinn enskur meistari. „Er það? Þá getum við orðið Íslandsmeistarar með Víkingi.“vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. Það var fátt um færi og lítið um góð tilþrif. Markalaust jafntefli nokkuð sanngjörn niðurstaða. Víkingar eflaust nokkuð ánægðir en KR-ingar líklega svekktari. Bæði lið fengu tækifæri til að skora í síðari hálfleik en bæði nýttu skallafæri sín illa. Víkingar komust nálægt því að skora í síðari hálfleik en Viktor Jónsson fór illa að ráði sínu þegar hann var að sleppa í gegn. Vallaraðstæður voru sem fyrr segir afar erfiðar í kvöld og kaldur vindur setti svip á leikinn, bæði fyrir leikmenn og áhorfendur.Af hverju varð jafntefli? Fyrst og fremst af því að leikurinn fór fram á skelfilegum velli og við skelfilegar aðstæður. Þetta er ekki fótbolti sem á að vera á boðstólum þegar tvö sterk Pepsi-deildarlið eigast við. Svo einfalt er það. Markalaust jafntefli var því algjörlega í takt við bæði völlinn og veðrið. Liðin héldu að sér höndum, reyndu að gera sem fæst mistök og það var því fátt um fína drætti í sóknarleiknum. Bæði lið fengu þó færi til að opna leikinn í fyrri hálfleik með hvort sínu skallafæri en allt kom fyrir ekki. Síðari hálfleikurinn varð enn verri eftir að það grasið varð enn verri og það bætti í vindinn.Þessir stóðu upp úr Varnarvinnan í báðum liðum var fín. Halldór Smári komst mjög vel frá sínu hlutverki sem varnarsinnaður miðjumaður og miðverðirnir Alan Lowing og Arnþór Ingi áttu einnig mjög fínan dag. Viktor Jónsson var duglegur í fremstu víglínu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hann fékk gott færi til að skora í síðari hálfleik en missti boltann klaufalega frá sér. Nýju útlendingarnir líta þokkalega út hjá KR en það er þó erfitt að dæma KR-inga út frá þessum leik. Varnarskipulagið hélt ágætlega og hinn ungi Valtýr Már komst vel frá sínu í fyrsta alvöru leik sínum á miðjunni hjá KR.Hvað gekk illa? KR-ingar voru duglegir að dæla fram löngum boltum sem skiluðu afar litlu. Það var heldur ekkert skapandi miðjuspil lengst af í leiknum, hvorki hjá Víkingum né KR-ingum. Margir biðu spenntir eftir því hvað Gary Martin myndi gera gegn sínu gamla félagi en hann komst í raun aldrei í takt við leikinn á vinstri kantinum. Það var þó ekki við hann sérstaklega að sakast enda buðu aðstæður ekki upp á leiftrandi fótbolta í vesturbænum í kvöld.Hvað gerist næst? KR-ingar fá leik á gervigrasi í næsta leik og taka þeir því eflaust fagnandi eftir raunir kvöldsins. Þeir mæta nýliðum Þróttar í Laugardalnum í leik sem verður að teljast skyldusigur fyrir þá svarthvítu. Víkingar fá Stjörnumenn í heimsókn um helgina en Garðbæingar líta vel út eftir sigur á Fylki í kvöld. Það verður önnur erfið prófraun fyrir Víkinga.Milos á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirMilos: Ánægður með stigið Milos Milojevic var sáttur við niðurstöðuna úr leik KR og Víkinga í kvöld og var sáttur við stigið sem hann fékk. „Ég sagði fyrir leik að ég yrði ánægður með eitt stig og við fengum það. Ég var afar ánægður með frammistöðu minna manna,“ sagði Milos eftir leikinn í kvöld. „Strákarnir lögðu sig alla fram í leikinn og með smá heppni hefðum við getað fengið þrjú stig.“ Hann segir að uppleggið hafi verið fyrir leik að stöðva fyrirgjafir KR-inga og koma í veg fyrir skallatækifæri Hólmberts. KR-ingurinn fékk eitt slíkt færi snemma í leiknum en annars gekk Víkingum vel að stöðva fyrirgjafir KR-inga inn í teig. „Hólmbert var í vandræðum með okkar miðjumenn og hafsenta. Þetta gekk því alveg upp. Við fengum góð færi sem við hefðum átt að klára en það kemur í næsta leik.“Bjarni: Erfitt að halda boltanum niðri Þjálfari KR-inga sagði að aðstæður í vesturbænum í kvöld hafi gert mönnum erfitt fyrir. Hann hefði vitanlega viljað vinna leikinn gegn Víkingum í kvöld. „Hér viljum við vinna alla leiki en deildin er bara hörkujöfn og sterk. Víkingar eru öflugt og vel skipulagt lið sem gefur fá færi á sér. Við fengum einhver færi en því miður var það ekki nóg.“ KR-ingar beittu mörgum löngum sendingum í leiknum með takmörkuðum árangri en Bjarni segir að aðstæður hafi gert mönnum erfitt fyrir. „Það var erfitt að halda boltanum á jörðinni. Við eigum að ráða við þessar löngu sendingar en við viljum blanda þessu saman. En það var erfitt í dag.“ „Það er samt engin afsökun. En þetta varð til þess að leikurinn var eins og hann var. Mikil barátta og boltinn mikið í loftinu. Menn tóku einfaldlega enga sénsa.“Indriði er hér mættur aftur á KR-völlinn.vísir/ernirIndriði: Eins og tennisleikur Fyrirliði KR-inga sneri aftur í íslenska boltann í kvöld eftir langan atvinnumannaferil ytra. Hann fékk heldur betur að kynnast rammíslenskum aðstæðum á KR-vellinum í kvöld. „Þetta var æði. Hressandi. Maður er fljótur að gleyma en þetta er líka fljótt að rifjast upp fyrir manni,“ sagði Indriði sem spilaði síðast deildarleik með KR árið 1999. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og því er ekki yfir neinu að kvarta.“ Indriði sagði að Víkingar hefðu byrjað betur en KR-ingar svo tekið stjórnina í leiknum. „Þetta verður svo hálfgert bingó í seinni háflelik þegar það eykur í vindinn og völlurinn laus í sér. Því var mikið um stöðubaráttu og mikið um háloftabolta. Þetta var eins og tennisleikur.“ Hann segist ekki hafa haft áhyggjur undir lokin þegar Víkingar náðu að sækja aðeins á heimamenn. „Ég varð aldrei stressaður. En Víkingur er með hörkulið og þeir gerðu okkur erfitt fyrir. KR verður ekki dæmt af þessum leik - við eigum meira inni.“Úr leiknum í kvöld.Gary: Ekkert vit í að spila á þessu grasi Gary Martin segir að það sé hægt að spila mun betri fótbolta á gervigrasi en á KR-vellinum í kvöld. Það hafi bitnað á gæðum leiksins. Víkingurinn Gary Martin spilaði gegn sínum gömlu félögum í KR í fyrsta deildarleik sínum í rauðsvarta búningnum. Leikurinn var bragðdaufur og lyktaði með markalausu jafntefli. „Þetta var erfitt. Bæði lið voru slök í dag. Veðrið og völlurinn - þetta var eins og þetta var. Við erum ánægðir með stigin en bæði lið eru mun betri en þau sýndu í dag.“ Hann segir að það hefði verið ekkert vit í að spila á KR-vellinum í kvöld. „Grasvellirnir eru ekki tilbúnir. Það er ekki hægt að spila á þessu. Það ætti að skiptast á að spila á gervigrasvöllunum þangað til að grasið kemst í betra stand.“ „Þetta er ekki fótbolti. Stuðningsmenn sem koma hingað vilja ekki sjá háloftabolta. Leikmenn vilja ekki spila svona heldur.“ „En við sýndum úr hverju við erum gerðir. Ég held að það séu ekki mörg lið sem koma hingað og ná í stig.“ sagði Gary Martin sem fékk þau tíðindi í viðtalinu að Leicester væri orðinn enskur meistari. Gary var ekki ánægður þegar hann spilaði á vinstri kantinum hjá KR í fyrra en hann var á vinstri kantinum hjá Víkingi í kvöld. Hann segir það þó tvennt ólíkt. „Þetta eru ólík kerfi. Ég mun gera meira að því að sækja inn á miðjuna og þegar við fáum að spila á betri velli þá mun ég spila betur en í kvöld,“ sagði Gary Martin sem fékk þau tíðindi í viðtalinu að Leicester væri orðinn enskur meistari. „Er það? Þá getum við orðið Íslandsmeistarar með Víkingi.“vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira