Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 10:01 Hreinn stillti ritstjóranum upp við vegg og Eiríkur lét ekki bjóða sér það. Eiríkur Jónsson lætur af störfum sem ritstjóri Séð og heyrt þann 31. maí næstkomandi. Vísir greindi frá brotthvarfi Eiríks um helgina en hann hefur verið í ritstjórastólnum undanfarin tæp tvö ár. Eiríkur segir að Hreinn Loftsson, yfirmaður hans og eigandi Birtings, hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort hætti hann með vefsíðu sína Eiríkurjónsson.is og einbeitti sér alfarið að Séð og heyrt eða hætti hjá tímaritinu. „Það er auðvitað enginn sáttur við að vera stillt upp við vegg,“ sagði Eiríkur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hreinn hafi sett honum fyrrnefnda úrslitakosti, að hvíla eða svæfa annan fjölmiðil. Eiríkur hafi ákveðið að standa með sjálfum sér. „Eirikurjonsson.is sem er vel þekktur,“ sagði Eiríkur um vefsíðu sína. Hann segir Séð og heyrt alltaf hafa haft forgang þegar kom að því að greina frá fréttum. Hann hafi passað sig vel á því. Hreinn hafi bara viljað hafa Eirík 100 prósent hjá tímaritinu.En varstu þá ekki 100 prósent hjá Séð og heyrt? „Jú jú, ég var alveg 100 prósent í því. Bjargaði þessu tímariti frá dauða meira að segja.“ Hann er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að blaðið hafi skánað undir hans stjórn, sala hafi aukist og lestur sömuleiðis. „Það er mikið verk að halda þessu öllu gangandi með lágmarksmannskap.“ Eiríkur segir ýmislegt í pípunum en vill þó ekki fara nánar út í það. Gott sé á milli þeirra Hreins sem fyrr. „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir. Hann gerir bara samning við þig sem er hægt að segja upp. No hard feelings.“ Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00 Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56 Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41 Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Eiríkur Jónsson lætur af störfum sem ritstjóri Séð og heyrt þann 31. maí næstkomandi. Vísir greindi frá brotthvarfi Eiríks um helgina en hann hefur verið í ritstjórastólnum undanfarin tæp tvö ár. Eiríkur segir að Hreinn Loftsson, yfirmaður hans og eigandi Birtings, hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort hætti hann með vefsíðu sína Eiríkurjónsson.is og einbeitti sér alfarið að Séð og heyrt eða hætti hjá tímaritinu. „Það er auðvitað enginn sáttur við að vera stillt upp við vegg,“ sagði Eiríkur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hreinn hafi sett honum fyrrnefnda úrslitakosti, að hvíla eða svæfa annan fjölmiðil. Eiríkur hafi ákveðið að standa með sjálfum sér. „Eirikurjonsson.is sem er vel þekktur,“ sagði Eiríkur um vefsíðu sína. Hann segir Séð og heyrt alltaf hafa haft forgang þegar kom að því að greina frá fréttum. Hann hafi passað sig vel á því. Hreinn hafi bara viljað hafa Eirík 100 prósent hjá tímaritinu.En varstu þá ekki 100 prósent hjá Séð og heyrt? „Jú jú, ég var alveg 100 prósent í því. Bjargaði þessu tímariti frá dauða meira að segja.“ Hann er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að blaðið hafi skánað undir hans stjórn, sala hafi aukist og lestur sömuleiðis. „Það er mikið verk að halda þessu öllu gangandi með lágmarksmannskap.“ Eiríkur segir ýmislegt í pípunum en vill þó ekki fara nánar út í það. Gott sé á milli þeirra Hreins sem fyrr. „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir. Hann gerir bara samning við þig sem er hægt að segja upp. No hard feelings.“
Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00 Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56 Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41 Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00
Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56
Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41
Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00