Í kvöld fer tískuveisla ársins fram í New York þegar tískutímaritið Vogue og Metropolitan Musem of Art slá saman i góðgerðakvöld með rosalegum gestalista. Já, Met Gala er í kvöld en að þessu sinni er þemað tækni og tíska eða "Manus x Machina: Fashion in an Age of Technology".
Það verður forvitnilegt að sjá hvað gestir taka upp á því að klæðast í kvöld en vanalega er um einn frumlegasta og flottasta rauða dregil að ræða þar sem stjörnurnar mæta með sínum uppáhaldshönnuði. Það er því ekki út vegi að rifja upp rauða dregilinn í fyrra.
Rihanna var senuþjófur kvöldins í risavöxnum gulum kjól eftir kínverska hönnuðinn Guo Pei, þetta er örugglega einn stærsti kjóll sem hefur rúllað sér eftir rauða dreglinum... Einnig var mikið um gegnsæ efni og litadýrð.
Hitum upp fyrir tískuveisluna með því að rifja upp góð móment frá Met Gala í fyrir ári síðan:
Þegar Rihanna stal senunni í risavöxnum gulum kjól
Tengdar fréttir
Kjólaveisla á Met Gala
Augnakonfekt á rauða dreglinum í New York í gærkvöldi.
Bakvið töldin í frægasta tískupartýi í heimi
Heimildamynd um Met Gala í bígerð og stiklan lofar góðu fyrir tískuunnendur.