Innlent

Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Veiðifélag Laxár og Krákár skorar á yfirvöld umhverfismála, bæði á landsvísu og á sveitarstjórnarstigi, að bregðast við því alvarlega ástandi sem hafi verið í lífríki Laxár og Mývatns í Suður-Þingeyjarsýslu. Rannsóknir síðasta sumar hafi sýnt fram á sögulega lægð hornsílastofnsins.

Aðalfundur félagsins var haldinn í dag en í ályktun fundarins segir að alls hafi veiðst 319 hornsíli síðasta sumar. Sambærilegar rannsóknir síðustu 25 ár hafi skilað þrjú til fjórtán þúsund sílum.

„Hrunið í hornsílastofninum bitnar illa á urriðanum bæði í Laxá og vatninu. Draga verður verulega úr veiðum á honum í Mývatni í sumar. Bakteríugróður, sem Mývetningar kalla leirlos, fer vaxandi og hefur síðustu tvö sumur verið með fádæmum og langt yfir þeim heilsuverndarmörkum sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin miðar við í vötnum þar sem útivist er stunduð. Leirlos í svo miklu magni hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki Laxár allt til sjávar, sem og upplifun veiðimanna á svæðinu.“

Ályktunin var samþykkt samhljóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×