Viðskipti innlent

Hörður Þórhallsson nýr forstjóri Icepharma

ingvar haraldsson skrifar
Nýi og gamli forstjórinn, Hörður Þórhallsson og Margrét Guðmundsdóttir.
Nýi og gamli forstjórinn, Hörður Þórhallsson og Margrét Guðmundsdóttir.
Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn forstjóri heilbrigðisfyrirtækisins Icepharma. Hann tekur við starfinu af Margréti Guðmundsdóttur, sem lætur af störfum 1. júlí eftir ellefu ár í forstjórastarfinu.

Tilkynnt var í byrjun mánaðarins að Hörður myndi láta störfum sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðva ferðamála. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kom fram að Hörður hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið til sex mánaða til að koma verkefninu af stað. Hann lýkur störfum þar á næstu vikum.

Hörður Þórhallsson er menntaður rekstrarverkfræðingur, útskrifaður frá háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Hörður starfaði áður hjá Actavis og vann að uppbyggingu fyrirtækisins í Asíu, Eyjaálfu, Afríku og Miðausturlöndum með starfsstöð og búsetu í Sviss og Singapúr. 

Margrét mun áfram vera í framkvæmdarstjóri og stjórnarmaður móðurfélags Icepharma, Eignarhaldsfélagsins Lyngs ehf. Þá mun Margrét sitja áfram í stjórn Lyfjaþjónustunnar og Icepharma A/S í Danmörku, sem eru félög í eigu sama eigendahóps. 

Kristján Jóhannsson, stjórnarformaður Icepharma, segir þá miklu reynslu og þekkingu, sem Hörður hafi muni nýtast félaginu til frekari sóknar og uppbyggingar.  „Félagið hefur sterka stöðu á markaði og býr að traustum viðskiptasamböndum og afburða starfsfólki.  Fyrir hönd stjórnarinnar býð ég hann velkominn til starfa og þakka Margréti fyrir farsæl og góð störf í þágu Icepharma.  Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað undir hennar stjórn og náð mjög leiðandi stöðu á markaði.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×