Trump viðurkennir að sjá eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 23:55 Trump og Kelly í viðtalinu síðastliðinn þriðjudag. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, viðurkennir að hann sjái eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni um tilnefningu Repúblikana en að hann hefði ekki náð viðlíka árangri hefði hann ekki beitt þeim aðferðum sem hann gerði. Trump hefur verið afar umdeildur en sigrað forkosningar í hverju ríki Bandaríkjanna á fætur öðru. BBC greinir frá. Donald Trump hefur átt í deilum við fréttakonuna Megyn Kelly síðan í ágúst á síðasta ári. Forsetaframbjóðandinn endurtísti til að mynda tístum um að hún væri „bimbo“ eða gála. Það var í viðtali við hana í þætti hennar „Megyn Kelly presents“ síðastliðinn þriðjudag sem hann viðurkenndi að hann hefði eftirsjá gagnvart sumum ummælum sínum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði endurtíst fyrrnefndum ummælum sagði hann: „Gerði ég það? Oh. Fyrirgefðu.“ Viðtalið við Kelly var að miklum hluta séð sem sáttatilraun milli fréttakonunnar og forsetaframbjóðandans. Í ágúst gekk Kelly á Trump í kappræðum forsetaframbjóðenda og spurði hann út í ummæli hans um konur. Í kjölfarið sagði Trump framkomu Kelly ósanngjarna og kenndi því um að hún hefði verið á blæðingum. „Það sást að það kom blóð út um augun á henni, blóð spýttist alls staðar út úr henni,“ sagði hann. Kelly spurði Trump í viðtalinu á þriðjudag hvort hann sæi eftir ummælum sínum um John McCain og Carly Fiorina. „Já, ætli það ekki en maður verður að horfa til framtíðar. Þú getur leiðrétt mistökin þín en að horfa tilbaka og hugsa: „Ah, ég hefði ekki átt að gera hitt og þetta“, ég held að það sé ekki gott. Ég held að það sé ekki heilbrigt.“ Þá sagðist Trump hafa getað komið öðruvísi fram í kosningabaráttunni en vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvernig. Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00 Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00 Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, viðurkennir að hann sjái eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni um tilnefningu Repúblikana en að hann hefði ekki náð viðlíka árangri hefði hann ekki beitt þeim aðferðum sem hann gerði. Trump hefur verið afar umdeildur en sigrað forkosningar í hverju ríki Bandaríkjanna á fætur öðru. BBC greinir frá. Donald Trump hefur átt í deilum við fréttakonuna Megyn Kelly síðan í ágúst á síðasta ári. Forsetaframbjóðandinn endurtísti til að mynda tístum um að hún væri „bimbo“ eða gála. Það var í viðtali við hana í þætti hennar „Megyn Kelly presents“ síðastliðinn þriðjudag sem hann viðurkenndi að hann hefði eftirsjá gagnvart sumum ummælum sínum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði endurtíst fyrrnefndum ummælum sagði hann: „Gerði ég það? Oh. Fyrirgefðu.“ Viðtalið við Kelly var að miklum hluta séð sem sáttatilraun milli fréttakonunnar og forsetaframbjóðandans. Í ágúst gekk Kelly á Trump í kappræðum forsetaframbjóðenda og spurði hann út í ummæli hans um konur. Í kjölfarið sagði Trump framkomu Kelly ósanngjarna og kenndi því um að hún hefði verið á blæðingum. „Það sást að það kom blóð út um augun á henni, blóð spýttist alls staðar út úr henni,“ sagði hann. Kelly spurði Trump í viðtalinu á þriðjudag hvort hann sæi eftir ummælum sínum um John McCain og Carly Fiorina. „Já, ætli það ekki en maður verður að horfa til framtíðar. Þú getur leiðrétt mistökin þín en að horfa tilbaka og hugsa: „Ah, ég hefði ekki átt að gera hitt og þetta“, ég held að það sé ekki gott. Ég held að það sé ekki heilbrigt.“ Þá sagðist Trump hafa getað komið öðruvísi fram í kosningabaráttunni en vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvernig.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00 Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00 Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00
Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00
Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47