Fjármálafyrirtæki aðlagist eða hverfi Ingvar Haraldsson skrifar 19. maí 2016 07:00 Rohit Talwar segir stórkostleg tækifæri að verða til í fjármálakerfinu. „Bankar þurfa að hugsa hvernig þeir komist af í nýjum heimi,“ segir fyrirlesarinn Rohit Talwar sem fjallaði um fjármálakerfi framtíðarinnar á Fjármáladeginum í síðustu viku. Tawlar segir gífurlegar tækniframfarir eiga sér stað í fjármálakerfinu og að fjármálafyrirtæki þurfi annaðhvort að aðlagast eða eiga á hættu að verða úrelt. Tawlar bendir á að samkeppnisforskot banka á mörgum sviðum sé að hverfa. Til að mynda bjóði fyrirtæki á borð við Transferwise 300 prósent ódýrari greiðslumiðlun en alþjóðleg kortafyrirtæki. „Það er auðveldara og ódýrara en áður að koma inn á markaðinn sem hefur í för með sér að nýir aðilar komi inn á hann, stórfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, jafnvel bílaframleiðendur, munu segja: Af hverju getum við ekki verið banki?“ segir Talwar. Milliliðir í fjármálakerfinu muni fá minna í sinn hlut. „Það verður mun minni hagnaður í virðiskeðjunni, allir munu þéna minna og bankarnir munu þurfa að hugsa: Hvernig endursköpum við viðskiptamódel okkar í þessum heimi?“ Tækifærin fyrir fjármálafyrirtækin séu engu að síður víða, takist þeim að breyta hugarfari sínu, til að mynda geti bankar sinnt fimm til sexfalt fleiri viðskiptavinum í gegnum fjarbankaþjónustu miðað við hefðbundna bankaþjónustu. „Það verða stórkostleg tækifæri en þau verða öðruvísi en í dag. Eitt stærsta tækifærið er eitthvað sem enginn er að nýta í dag. Flestir bankar líta enn svo á að þeir sjái um peninga fólks, en þú og ég erum mun verðmætari en bara peningarnir okkar. Við söfnum flugpunktum, það er hægt að skipta á persónulegum upplýsingum, þú gætir viljað leigja út svefnherbergið þitt á Airbnb, geymsluna þína til Amazon eða stæðið þitt til þeirra sem vilja leggja þar eða vera bílstjóri hjá Uber hluta af degi,“ segir Tawlar. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir þá sem hafa aðgang að þessu upplýsingaflæði, ég kaupi marga hluti, en bankinn er ekki að hjálpa,“ segir hann. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google séu hins vegar að hugsa hvernig þau geti nýtt sér þessi tækifæri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
„Bankar þurfa að hugsa hvernig þeir komist af í nýjum heimi,“ segir fyrirlesarinn Rohit Talwar sem fjallaði um fjármálakerfi framtíðarinnar á Fjármáladeginum í síðustu viku. Tawlar segir gífurlegar tækniframfarir eiga sér stað í fjármálakerfinu og að fjármálafyrirtæki þurfi annaðhvort að aðlagast eða eiga á hættu að verða úrelt. Tawlar bendir á að samkeppnisforskot banka á mörgum sviðum sé að hverfa. Til að mynda bjóði fyrirtæki á borð við Transferwise 300 prósent ódýrari greiðslumiðlun en alþjóðleg kortafyrirtæki. „Það er auðveldara og ódýrara en áður að koma inn á markaðinn sem hefur í för með sér að nýir aðilar komi inn á hann, stórfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, jafnvel bílaframleiðendur, munu segja: Af hverju getum við ekki verið banki?“ segir Talwar. Milliliðir í fjármálakerfinu muni fá minna í sinn hlut. „Það verður mun minni hagnaður í virðiskeðjunni, allir munu þéna minna og bankarnir munu þurfa að hugsa: Hvernig endursköpum við viðskiptamódel okkar í þessum heimi?“ Tækifærin fyrir fjármálafyrirtækin séu engu að síður víða, takist þeim að breyta hugarfari sínu, til að mynda geti bankar sinnt fimm til sexfalt fleiri viðskiptavinum í gegnum fjarbankaþjónustu miðað við hefðbundna bankaþjónustu. „Það verða stórkostleg tækifæri en þau verða öðruvísi en í dag. Eitt stærsta tækifærið er eitthvað sem enginn er að nýta í dag. Flestir bankar líta enn svo á að þeir sjái um peninga fólks, en þú og ég erum mun verðmætari en bara peningarnir okkar. Við söfnum flugpunktum, það er hægt að skipta á persónulegum upplýsingum, þú gætir viljað leigja út svefnherbergið þitt á Airbnb, geymsluna þína til Amazon eða stæðið þitt til þeirra sem vilja leggja þar eða vera bílstjóri hjá Uber hluta af degi,“ segir Tawlar. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir þá sem hafa aðgang að þessu upplýsingaflæði, ég kaupi marga hluti, en bankinn er ekki að hjálpa,“ segir hann. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google séu hins vegar að hugsa hvernig þau geti nýtt sér þessi tækifæri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira