Mistök við sölu Ásmundarsalar algjört einsdæmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. maí 2016 19:15 Hús listasafns ASÍ, Ásmundarsalur, var selt á lægra verði en hægt hefði verið að fá fyrir það en hærra tilboð barst aldrei til seljanda hússins vegna mistaka fasteignasala. Formaður Félags Fasteignasala segir málið mjög óvenjulegt og veit ekki til þess að slík mistök hafi áður orðið. Viku eftir að tilkynnt var um sölu hússins var það selt fyrir 168 milljónir króna. Morgunblaðið greindi svo frá því í dag hærra tilboð hafi borist en að vegna mistaka fasteignasölunnar Valhallar, sem sá um söluna, hafi tilboðið ekki borist seljandanum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segist líta málið alvarlegum augum og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að láta fasteignasöluna greiða mismuninn. Framkvæmdastjóri Valhallar sagðist í samtali við fréttastofu í dag harma þá stöðu sem upp er komin og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir að fasteignasalar séu yfirleitt með skýrt verklag þegar verið sé að að ganga frá kaupum og sölu eigna. „Það er auðvitað hlutverk fasteignasala að gæta réttar kaupanda og seljanda. Það er okkar lögbundna hlutverk. Það er mjög mikilvægt hjá öllum fasteignasölum að vera með skýrar verklagsreglur og gæðahandbók varðandi það hvernig tekið er á svona hlutum. Þegar mörg tilboð koma í eignir og hvernig unnið er með það til að tryggja að svona lagað gerist ekki,“ segir hann. Kjartan man ekki eftir að samskonar mál hafi komið upp. „Ég þekki bara ekki til í seinni tíð að svona mál hafi komið upp, þó að ég kannski þekki ekki til allra mála. Þetta er einstakt mál myndi ég halda og mjög óvenjulegt,“ segir hann. Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal "Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. 7. maí 2016 07:00 Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45 Furða sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók Alþýðusamband Íslands seldi salinn á föstudaginn var, aðeins viku eftir að hann var auglýstur til sölu. 11. maí 2016 16:28 Fasteignasalan sem annaðist sölu á Ásmundarsal: Öxlum ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni Forseti ASÍ segir hæsta tilboðinu í Ásmundarsal ekki hafa verið tekið. Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar harmar stöðuna sem er komin upp. 18. maí 2016 12:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Fylgstu með fréttatímanum í beinni útsendingu. 18. maí 2016 18:18 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Hús listasafns ASÍ, Ásmundarsalur, var selt á lægra verði en hægt hefði verið að fá fyrir það en hærra tilboð barst aldrei til seljanda hússins vegna mistaka fasteignasala. Formaður Félags Fasteignasala segir málið mjög óvenjulegt og veit ekki til þess að slík mistök hafi áður orðið. Viku eftir að tilkynnt var um sölu hússins var það selt fyrir 168 milljónir króna. Morgunblaðið greindi svo frá því í dag hærra tilboð hafi borist en að vegna mistaka fasteignasölunnar Valhallar, sem sá um söluna, hafi tilboðið ekki borist seljandanum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segist líta málið alvarlegum augum og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að láta fasteignasöluna greiða mismuninn. Framkvæmdastjóri Valhallar sagðist í samtali við fréttastofu í dag harma þá stöðu sem upp er komin og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir að fasteignasalar séu yfirleitt með skýrt verklag þegar verið sé að að ganga frá kaupum og sölu eigna. „Það er auðvitað hlutverk fasteignasala að gæta réttar kaupanda og seljanda. Það er okkar lögbundna hlutverk. Það er mjög mikilvægt hjá öllum fasteignasölum að vera með skýrar verklagsreglur og gæðahandbók varðandi það hvernig tekið er á svona hlutum. Þegar mörg tilboð koma í eignir og hvernig unnið er með það til að tryggja að svona lagað gerist ekki,“ segir hann. Kjartan man ekki eftir að samskonar mál hafi komið upp. „Ég þekki bara ekki til í seinni tíð að svona mál hafi komið upp, þó að ég kannski þekki ekki til allra mála. Þetta er einstakt mál myndi ég halda og mjög óvenjulegt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal "Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. 7. maí 2016 07:00 Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45 Furða sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók Alþýðusamband Íslands seldi salinn á föstudaginn var, aðeins viku eftir að hann var auglýstur til sölu. 11. maí 2016 16:28 Fasteignasalan sem annaðist sölu á Ásmundarsal: Öxlum ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni Forseti ASÍ segir hæsta tilboðinu í Ásmundarsal ekki hafa verið tekið. Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar harmar stöðuna sem er komin upp. 18. maí 2016 12:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Fylgstu með fréttatímanum í beinni útsendingu. 18. maí 2016 18:18 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42
1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55
Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal "Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. 7. maí 2016 07:00
Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45
Furða sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók Alþýðusamband Íslands seldi salinn á föstudaginn var, aðeins viku eftir að hann var auglýstur til sölu. 11. maí 2016 16:28
Fasteignasalan sem annaðist sölu á Ásmundarsal: Öxlum ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni Forseti ASÍ segir hæsta tilboðinu í Ásmundarsal ekki hafa verið tekið. Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar harmar stöðuna sem er komin upp. 18. maí 2016 12:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Fylgstu með fréttatímanum í beinni útsendingu. 18. maí 2016 18:18