Gagnsleysingjar Þorvaldur Gylfason skrifar 19. maí 2016 07:00 Menn gera mismikið gagn hver á sínum vettvangi. Allir þekkja þetta. Flestir gera gagn. Suma langar að gera gagn en þeir valda því ekki, kunna ekki tökin, hafa e.t.v. ekki verksvit, flækjast bara fyrir. Aðrir hafa jafnvel ekki löngun til að gera gagn, ekki frekar en unglingur sem nennir ekki að taka til í herberginu sínu. Gagnsleysingjar eru ýmist virkir eða óvirkir. Ekki er langur vegur frá virkum, skeleggum gagnsleysingjum til einbeittra skemmdarvarga, en látum þá liggja milli hluta að sinni. Hér skulum við skoða virka og óvirka gagnsleysingja á vettvangi stjórnmálanna.Gegn umbótum á fyrri tíð Byrjum á einföldu dæmi svo ekkert fari á milli mála. Þeir sem börðust gegn afnámi þrælahalds á sinni tíð voru gagnsleysingjar. Þeim bar að sjá og skilja að þrælahald var rangt og hlaut því að víkja fyrir frelsi. Þeim bar að sjá að barátta þeirra gegn afnámi þrælahalds var leiktöf sem olli ómældum þjáningum og kostaði t.d. 620.000 bandarísk mannslíf í borgarastyrjöldinni 1861-1865. Þeir sem börðust gegn Jóni Sigurðssyni forseta og umbótastarfi hans hér heima voru yfirleitt gagnsleysingjar, sumir óvirkir, þvældust bara fyrir, en aðrir voru virkir eins og Grímur Thomsen skáld sem beitti sér af miklu afli í baráttunni gegn Jóni, jafnvel út yfir gröf og dauða. Grímur birtist ljósklæddur í útför Jóns og Ingibjargar og sagði þá: „Ég vildi sjá hann grafinn.“ Grímur var að sönnu gott skáld en hann var gagnslaus í íslenzkri pólitík, allur á bandi Dana. Ég tel andstæðinga dr. Valtýs Guðmundssonar um aldamótin 1900 að ýmsu leyti verðskulda sömu gagnsleysiseinkunn og andstæðingar Jóns forseta eins og ég hef áður lýst, en það er flóknara mál.Sérstaða VG Nútíminn vitnar um hliðstæða gagnsleysingja. Hér verður eitt dæmi látið duga. Dæmið er valið af góðum hug þótt það muni vísast strjúka sumum lesendum mínum andhæris. Svo verður þá að vera. Dæmið helgast af því að Vinstri hreyfingin – Grænt framboð (VG) hefur þá sérstöðu meðal flokka á Alþingi að forverar flokksins tóku engan þátt í hermanginu, þingmenn flokksins hafa þegið lítið fé af fyrirtækjum skv. skýrslum Ríkisendurskoðunar, enginn þeirra birtist á lista Rannsóknarnefndar Alþingis yfir tíu þingmenn sem skulduðu bönkunum 100 mkr. eða meira hver um sig fyrir hrun, og þeir koma hvergi fyrir í Panama-skjölunum. Ætla mætti að flokkur með svo skýra sérstöðu í spillingarflórunni gengi óhræddur til leiks og hikaði ekki við að bjóða sérhagsmunahópum byrginn í samræmi við stefnu sína og sögu. Því er þó ekki að heilsa. Vandinn þekkist einnig í öðrum löndum. Vinstri flokkar annars staðar í Evrópu sæta ámæli fyrir að hafa brugðizt hugsjónum sínum, vanrækt gömul tengsl við vinnandi fólk og breytzt í hagsmunasamtök stjórnmálamanna.Gegn umbótum nú Skoðum nú málið lið fyrir lið, minnug þess að VG gerði ýmislegt gagn í ríkisstjórn með Samfylkingunni 2009-2013 og í samráði við AGS. Löngu tímabærum skipulagsumbótum í landbúnaðarmálum til að lækka matarverð hefur VG aldrei sýnt neinn áhuga, ekki einu sinni eftir hrun þegar fátækar fjölskyldur þurftu á matargjöfum að halda í áður óþekktu umfangi meðan a.m.k. einn kjúklingabóndinn hafði komið sér fyrir í skattaskjóli á Möltu. Þrjú til fjögur nauðungaruppboð hafa verið haldin á hverjum degi að jafnaði frá hruni, margir misstu heimili sín, en þingmenn VG sáu ekki ástæðu til að sinna tillögum um lækkun matarverðs í krafti aukinnar samkeppni. Réttlátri hlutdeild þjóðarinnar í arðinum af sjávarauðlindum sínum hefur VG ekki heldur sýnt neinn áhuga eins og ráða má af því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013 lét málið afskiptalaust þvert á fyrri fyrirheit. Þótt 83% kjósenda lýstu stuðningi við auðlindir í þjóðareigu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána 2012 lyfti þingflokkur VG ekki fingri henni til bjargar í þinginu 2012-2013 eins og Þráinn Bertelsson þv. þingmaður VG hefur lýst í Tímariti Máls og menningar. VG hefur ekki tekið undir tillögur um varnir gegn lausagöngu búfjár þótt ofbeit á almenningum og uppblástur af hennar völdum hafi löngum verið ein alvarlegasta umhverfisplága landsmanna. Nýja stjórnarskráin tekur á vandanum, en þingmenn VG láta sér fátt um finnast. VG lét það viðgangast í ríkisstjórn 2009-2013 að tillaga til þingsályktunar um rannsókn á einkavæðingu bankanna var ekki samþykkt fyrr en eftir dúk og disk og henni var ekki hrundið í framkvæmd, enda örlar ekki enn á þeirri rannsókn sem þingið kvað á um. Þótt fyrir liggi skriflegir vitnisburðir um ólöglegar símahleranir fram á síðustu ár sjást þess engin merki að innanríkisráðherra VG 2009-2013 hafi reynt að lyfta hulunni af meintum lögbrotum. Voru sumir samherjar hans í VG þó væntanlega meðal fórnarlambanna. Þótt fyrir liggi vitnisburðir um 900 fölsuð málverk í umferð sjást þess engin merki heldur að menntamálaráðherra VG, nú formaður flokksins, hafi látið málið til sín taka í ráðherratíð sinni, heldur lét hún duga að fá samþykkta þingsályktunartillögu um málið þegar hún var komin í öruggt skjól í gagnslausri stjórnarandstöðu 2013-2014. Ætli þeirri þingsályktun verði hrundið í framkvæmd frekar en hinni fyrri um bankana?Gagnsleysisstefnan Aðrir flokkar á Alþingi hafa ekki heldur úr háum söðli að detta, rétt er það, nema Píratar sem hafa heitið því að hafa hraðar hendur við að staðfesta nýju stjórnarskrána. Vinur minn einn, virtur sagnfræðingur, segir: „Ég hef fylgst náið með stjórnarskrárferlinu, virði hugsjónafólkið sem vill ganga lengst, en líka þá sem vilja miðla málum í anda raunsæis og áfangasigra.“ Í sönnum anda gagnsleysisstefnunnar virðist hann halda bæði með lambinu og ljóninu, bæði með Jóni forseta og Grími Thomsen. Ég vona hann nái áttum. Þessi grein er eiginlega opið bréf til hans. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kosningar 2016 Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Menn gera mismikið gagn hver á sínum vettvangi. Allir þekkja þetta. Flestir gera gagn. Suma langar að gera gagn en þeir valda því ekki, kunna ekki tökin, hafa e.t.v. ekki verksvit, flækjast bara fyrir. Aðrir hafa jafnvel ekki löngun til að gera gagn, ekki frekar en unglingur sem nennir ekki að taka til í herberginu sínu. Gagnsleysingjar eru ýmist virkir eða óvirkir. Ekki er langur vegur frá virkum, skeleggum gagnsleysingjum til einbeittra skemmdarvarga, en látum þá liggja milli hluta að sinni. Hér skulum við skoða virka og óvirka gagnsleysingja á vettvangi stjórnmálanna.Gegn umbótum á fyrri tíð Byrjum á einföldu dæmi svo ekkert fari á milli mála. Þeir sem börðust gegn afnámi þrælahalds á sinni tíð voru gagnsleysingjar. Þeim bar að sjá og skilja að þrælahald var rangt og hlaut því að víkja fyrir frelsi. Þeim bar að sjá að barátta þeirra gegn afnámi þrælahalds var leiktöf sem olli ómældum þjáningum og kostaði t.d. 620.000 bandarísk mannslíf í borgarastyrjöldinni 1861-1865. Þeir sem börðust gegn Jóni Sigurðssyni forseta og umbótastarfi hans hér heima voru yfirleitt gagnsleysingjar, sumir óvirkir, þvældust bara fyrir, en aðrir voru virkir eins og Grímur Thomsen skáld sem beitti sér af miklu afli í baráttunni gegn Jóni, jafnvel út yfir gröf og dauða. Grímur birtist ljósklæddur í útför Jóns og Ingibjargar og sagði þá: „Ég vildi sjá hann grafinn.“ Grímur var að sönnu gott skáld en hann var gagnslaus í íslenzkri pólitík, allur á bandi Dana. Ég tel andstæðinga dr. Valtýs Guðmundssonar um aldamótin 1900 að ýmsu leyti verðskulda sömu gagnsleysiseinkunn og andstæðingar Jóns forseta eins og ég hef áður lýst, en það er flóknara mál.Sérstaða VG Nútíminn vitnar um hliðstæða gagnsleysingja. Hér verður eitt dæmi látið duga. Dæmið er valið af góðum hug þótt það muni vísast strjúka sumum lesendum mínum andhæris. Svo verður þá að vera. Dæmið helgast af því að Vinstri hreyfingin – Grænt framboð (VG) hefur þá sérstöðu meðal flokka á Alþingi að forverar flokksins tóku engan þátt í hermanginu, þingmenn flokksins hafa þegið lítið fé af fyrirtækjum skv. skýrslum Ríkisendurskoðunar, enginn þeirra birtist á lista Rannsóknarnefndar Alþingis yfir tíu þingmenn sem skulduðu bönkunum 100 mkr. eða meira hver um sig fyrir hrun, og þeir koma hvergi fyrir í Panama-skjölunum. Ætla mætti að flokkur með svo skýra sérstöðu í spillingarflórunni gengi óhræddur til leiks og hikaði ekki við að bjóða sérhagsmunahópum byrginn í samræmi við stefnu sína og sögu. Því er þó ekki að heilsa. Vandinn þekkist einnig í öðrum löndum. Vinstri flokkar annars staðar í Evrópu sæta ámæli fyrir að hafa brugðizt hugsjónum sínum, vanrækt gömul tengsl við vinnandi fólk og breytzt í hagsmunasamtök stjórnmálamanna.Gegn umbótum nú Skoðum nú málið lið fyrir lið, minnug þess að VG gerði ýmislegt gagn í ríkisstjórn með Samfylkingunni 2009-2013 og í samráði við AGS. Löngu tímabærum skipulagsumbótum í landbúnaðarmálum til að lækka matarverð hefur VG aldrei sýnt neinn áhuga, ekki einu sinni eftir hrun þegar fátækar fjölskyldur þurftu á matargjöfum að halda í áður óþekktu umfangi meðan a.m.k. einn kjúklingabóndinn hafði komið sér fyrir í skattaskjóli á Möltu. Þrjú til fjögur nauðungaruppboð hafa verið haldin á hverjum degi að jafnaði frá hruni, margir misstu heimili sín, en þingmenn VG sáu ekki ástæðu til að sinna tillögum um lækkun matarverðs í krafti aukinnar samkeppni. Réttlátri hlutdeild þjóðarinnar í arðinum af sjávarauðlindum sínum hefur VG ekki heldur sýnt neinn áhuga eins og ráða má af því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013 lét málið afskiptalaust þvert á fyrri fyrirheit. Þótt 83% kjósenda lýstu stuðningi við auðlindir í þjóðareigu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána 2012 lyfti þingflokkur VG ekki fingri henni til bjargar í þinginu 2012-2013 eins og Þráinn Bertelsson þv. þingmaður VG hefur lýst í Tímariti Máls og menningar. VG hefur ekki tekið undir tillögur um varnir gegn lausagöngu búfjár þótt ofbeit á almenningum og uppblástur af hennar völdum hafi löngum verið ein alvarlegasta umhverfisplága landsmanna. Nýja stjórnarskráin tekur á vandanum, en þingmenn VG láta sér fátt um finnast. VG lét það viðgangast í ríkisstjórn 2009-2013 að tillaga til þingsályktunar um rannsókn á einkavæðingu bankanna var ekki samþykkt fyrr en eftir dúk og disk og henni var ekki hrundið í framkvæmd, enda örlar ekki enn á þeirri rannsókn sem þingið kvað á um. Þótt fyrir liggi skriflegir vitnisburðir um ólöglegar símahleranir fram á síðustu ár sjást þess engin merki að innanríkisráðherra VG 2009-2013 hafi reynt að lyfta hulunni af meintum lögbrotum. Voru sumir samherjar hans í VG þó væntanlega meðal fórnarlambanna. Þótt fyrir liggi vitnisburðir um 900 fölsuð málverk í umferð sjást þess engin merki heldur að menntamálaráðherra VG, nú formaður flokksins, hafi látið málið til sín taka í ráðherratíð sinni, heldur lét hún duga að fá samþykkta þingsályktunartillögu um málið þegar hún var komin í öruggt skjól í gagnslausri stjórnarandstöðu 2013-2014. Ætli þeirri þingsályktun verði hrundið í framkvæmd frekar en hinni fyrri um bankana?Gagnsleysisstefnan Aðrir flokkar á Alþingi hafa ekki heldur úr háum söðli að detta, rétt er það, nema Píratar sem hafa heitið því að hafa hraðar hendur við að staðfesta nýju stjórnarskrána. Vinur minn einn, virtur sagnfræðingur, segir: „Ég hef fylgst náið með stjórnarskrárferlinu, virði hugsjónafólkið sem vill ganga lengst, en líka þá sem vilja miðla málum í anda raunsæis og áfangasigra.“ Í sönnum anda gagnsleysisstefnunnar virðist hann halda bæði með lambinu og ljóninu, bæði með Jóni forseta og Grími Thomsen. Ég vona hann nái áttum. Þessi grein er eiginlega opið bréf til hans. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun