Kosning: Tinna keppir á Cannes Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2016 13:30 Tinn Hrafnsdóttir stendur í ströngu út í Cannes. vísir/stefán „Þetta leggst bara vel í mig. Ég vona bara að sem flestir kjósi og ég komist í fimm manna úrslitin sem verða á morgun,“ segir leikkonan Tinna Hrafnsdóttir sem stödd er á kvikmyndahátíðinni Cannes en hún hefur verið að taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að hún var valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann. „Þetta er keppni á vegum Shorts TV, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Nú er netkosningin hafin og fer hún fram hér. Áhugasamir geta því farið inn á þessa síðu og kosið. Kosningin stendur yfir í einn sólahring eða til klukkan 08:00 á morgun. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Fréttablaðið ræddi við Tinnu í síðustu viku. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Ég vona bara að sem flestir kjósi og ég komist í fimm manna úrslitin sem verða á morgun,“ segir leikkonan Tinna Hrafnsdóttir sem stödd er á kvikmyndahátíðinni Cannes en hún hefur verið að taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að hún var valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann. „Þetta er keppni á vegum Shorts TV, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Nú er netkosningin hafin og fer hún fram hér. Áhugasamir geta því farið inn á þessa síðu og kosið. Kosningin stendur yfir í einn sólahring eða til klukkan 08:00 á morgun. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Fréttablaðið ræddi við Tinnu í síðustu viku.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein