Isavia „ekki stolt“ af upplifun farþega í fyrra Bjarki Ármannsson skrifar 18. maí 2016 11:39 Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af síðasta sumri, segir framkvæmdastjóri FLE. Vísir/Vilhelm/Pjetur Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af sumrinu í fyrra, þegar miklar tafir urðu á flugvellinum og álag á starfsfólk varð mjög mikið. Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, á morgunverðarfundi fyrirtækisins í morgun. „Við erum ekki stolt af þeirri upplifun sem farþegar lentu í síðastliðið sumar og höfum lært heilmargt af því,“ sagði Hlynur á fundinum. Fundurinn var meðal annars haldinn til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á flugvellinum í ár, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Fjöldi farþega sem komu til landsins í gegnum flugvöllinn í fyrra var mun meiri en búist var við og sagði Hlynur það stafa af því að sætanýting stærstu flugfélaga sem fljúga til landsins var töluvert betri en gert var ráð fyrir í farþegaspám.Miklar tafir urðu á flugvellinum síðastliðið sumar og álag á starfsfólk varð mjög mikið.Vísir/GVA„Það þýddi það að við upplifðum kannski tvö til þrjú hundruð manns á klukkutíma og við vorum kannski ekki nægilega vel búin undir það,“ sagði Hlynur. „Þetta var gífurlegt álagt á starfsfólk og alla innviði flugstöðvarinnar.“ Stjórn Isavia hefur samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Eftir framkvæmdirnar í ár verður Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar. Stærsta ferðamannasumarið frá upphafi er nú við það að ganga í garð og er búist við því að um 2,5 milljónir ferðamanna fari í gegnum flugvöllinn í sumar. Hlynur fór á fundinum yfir nokkur dæmi um fjárfestingar á vellinum hvað varðar þjálfun, búnað og stækkun en til að mynda verður sjálf flugstöðin um tíu þúsund fermetrum stærri í sumar en sumarið í fyrra. Tengdar fréttir Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13 Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af sumrinu í fyrra, þegar miklar tafir urðu á flugvellinum og álag á starfsfólk varð mjög mikið. Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, á morgunverðarfundi fyrirtækisins í morgun. „Við erum ekki stolt af þeirri upplifun sem farþegar lentu í síðastliðið sumar og höfum lært heilmargt af því,“ sagði Hlynur á fundinum. Fundurinn var meðal annars haldinn til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á flugvellinum í ár, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Fjöldi farþega sem komu til landsins í gegnum flugvöllinn í fyrra var mun meiri en búist var við og sagði Hlynur það stafa af því að sætanýting stærstu flugfélaga sem fljúga til landsins var töluvert betri en gert var ráð fyrir í farþegaspám.Miklar tafir urðu á flugvellinum síðastliðið sumar og álag á starfsfólk varð mjög mikið.Vísir/GVA„Það þýddi það að við upplifðum kannski tvö til þrjú hundruð manns á klukkutíma og við vorum kannski ekki nægilega vel búin undir það,“ sagði Hlynur. „Þetta var gífurlegt álagt á starfsfólk og alla innviði flugstöðvarinnar.“ Stjórn Isavia hefur samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Eftir framkvæmdirnar í ár verður Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar. Stærsta ferðamannasumarið frá upphafi er nú við það að ganga í garð og er búist við því að um 2,5 milljónir ferðamanna fari í gegnum flugvöllinn í sumar. Hlynur fór á fundinum yfir nokkur dæmi um fjárfestingar á vellinum hvað varðar þjálfun, búnað og stækkun en til að mynda verður sjálf flugstöðin um tíu þúsund fermetrum stærri í sumar en sumarið í fyrra.
Tengdar fréttir Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13 Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13
Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24