Viðskipti innlent

Carlsberg setur 11 milljarða króna í EM

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Markaðsherferðin sem Carlsberg ætlar að ráðast í er sögð vera jafngildi 5,5 milljarða króna.
Markaðsherferðin sem Carlsberg ætlar að ráðast í er sögð vera jafngildi 5,5 milljarða króna. Fréttablaðið/EPA
Carlsberg er að skipuleggja stærstu íþróttatengdu markaðsherferð sína hingað til, í aðdraganda Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu.

Kostnaðurinn er talinn geta farið upp í allt að 80 milljónir evra eða um 11 milljarða króna, samkvæmt heimildum Bloomberg-fréttastofunnar. Nú þegar hefur Carlsberg varið 20 milljónum evra, um 5,5 milljörðum króna, til þess að tryggja sér einkarétt á bjórauglýsingum á mótinu.

Markaðsherferðin gengur undir heitinu „Bylting aðdáendanna“ og er beint jafnt að þeim löndum sem taka þátt í keppninni í fyrsta sinn, eins og Wales, Norður-Írlandi, Íslandi og Albaníu, sem og stærri löndum eins og Þýskalandi, Englandi og Ítalíu. Evrópumeistaramótið í knattspyrnu fer fram dagana 10. júní til 10. júlí. Mótið er einn stærsti íþróttaviðburður sem fram hefur farið.

„Þetta verður sú stærsta og besta,“ segir Richard Whitty, markaðsstjóri hjá Carlsberg, um markaðsherferðina. Hann vill þó ekki staðfesta upphæðina sem varið verður í hana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×