Day kom, sá og sigraði á Players Anton Ingi Leifsson skrifar 16. maí 2016 11:00 Jason Day fagnar sínum öðrum risatitli. vísir/getty Ástralinn Jason Day kom sá og sigraði á Players-meistaramótinu sem lauk í Flórída í nótt, en hann spilaði frábært golf. Bandaríkjamenn röðuðu sér í næstu fjögur sæti. Day byrjaði mótið frábærlega og spilaði fyrsta hringinn á níu undir pari og var í sérflokki, en næsta hring spilaði hann á sex undir og var fimmtán höggum undir pari eftir tvo hringi. Hann steig þó smá feilspor á þriðja hring, en rosalegur vindur var á vellinum og réðu spilararnir lítið við vindinn. Hann spilaði þá á einu höggi yfir pari, en á fjórða hringnum spilaði hann á einu undir pari og endaði á fimmtán undir pari. Hann fær dágóða summu í sinn vasa, en Day er talinn einn besti kylfingurinn í heiminum í dag ef ekki sá besti. Kevin Chappell endaði í öðru sætinu, en hann spilaði á ellefu höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring annan daginn, en þá spilaði hann á fimm höggum undir pari. Í þriðja sæti enduðu þeir Ken Duke, Matt Kuchar, Colt Knost og Justin Thomas, en þeir spiluðu allir á tíu höggum undir pari. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Jason Day kom sá og sigraði á Players-meistaramótinu sem lauk í Flórída í nótt, en hann spilaði frábært golf. Bandaríkjamenn röðuðu sér í næstu fjögur sæti. Day byrjaði mótið frábærlega og spilaði fyrsta hringinn á níu undir pari og var í sérflokki, en næsta hring spilaði hann á sex undir og var fimmtán höggum undir pari eftir tvo hringi. Hann steig þó smá feilspor á þriðja hring, en rosalegur vindur var á vellinum og réðu spilararnir lítið við vindinn. Hann spilaði þá á einu höggi yfir pari, en á fjórða hringnum spilaði hann á einu undir pari og endaði á fimmtán undir pari. Hann fær dágóða summu í sinn vasa, en Day er talinn einn besti kylfingurinn í heiminum í dag ef ekki sá besti. Kevin Chappell endaði í öðru sætinu, en hann spilaði á ellefu höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring annan daginn, en þá spilaði hann á fimm höggum undir pari. Í þriðja sæti enduðu þeir Ken Duke, Matt Kuchar, Colt Knost og Justin Thomas, en þeir spiluðu allir á tíu höggum undir pari.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira