Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Bjarki Ármannsson skrifar 15. maí 2016 13:45 Dómur sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið yfir manni sem reyndi að neyða fimmtán ára dreng til kynmaka í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat markar tímamót að mati varahéraðssaksóknara. Hún telur að fleiri slík mál eigi eftir að koma fram í dagsljósið. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á samskiptamiðlinum Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðisleg myndbönd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndirnar aðgengilegar á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að sér vitandi sé þetta í fyrsta sinn sem það reyni á tilraunaákvæði í tengslum við nauðgun með þessum hætti. „Þarna var látið reyna á það hvort það teldist tilraun til nauðgunar að setja sig í samband við þennan dreng og nota þetta efni til að reyna að þvinga fram kynmök,“ segir Kolbrún. „Þá var byggt á því að í því að hóta því að birta þetta viðkvæma efni fælist svokölluð ólögmæt nauðung. Það er ein af verknaðaraðferðunum í nauðgunarákvæðinu. Héraðsdómur féllst á þessi rök og ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta með sambærilegum hætti áður.“ Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kolbrún segir það ekkert verra ef dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Verði hann staðfestur þar hafi hann töluvert meira fordæmisgildi. „Ég hef nú fengið upplýsingar um að það séu fleiri svipuð mál sem hafa ratað til lögreglu þar sem einhver hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og það hefur verið reynt að fá fram kynferðismök gegn því að það verði ekki sett á netið,“ segir Kolbrún. „Og ég held að við getum alveg gefið okkur það að það séu fleiri mál þó þau hafi ekki öll ratað til lögreglu, því ég held að það sé mjög erfitt að fara til lögreglu með svona mál. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverja aukningu í þessum málum.“ Tengdar fréttir Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Dómur sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið yfir manni sem reyndi að neyða fimmtán ára dreng til kynmaka í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat markar tímamót að mati varahéraðssaksóknara. Hún telur að fleiri slík mál eigi eftir að koma fram í dagsljósið. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á samskiptamiðlinum Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðisleg myndbönd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndirnar aðgengilegar á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að sér vitandi sé þetta í fyrsta sinn sem það reyni á tilraunaákvæði í tengslum við nauðgun með þessum hætti. „Þarna var látið reyna á það hvort það teldist tilraun til nauðgunar að setja sig í samband við þennan dreng og nota þetta efni til að reyna að þvinga fram kynmök,“ segir Kolbrún. „Þá var byggt á því að í því að hóta því að birta þetta viðkvæma efni fælist svokölluð ólögmæt nauðung. Það er ein af verknaðaraðferðunum í nauðgunarákvæðinu. Héraðsdómur féllst á þessi rök og ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta með sambærilegum hætti áður.“ Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kolbrún segir það ekkert verra ef dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Verði hann staðfestur þar hafi hann töluvert meira fordæmisgildi. „Ég hef nú fengið upplýsingar um að það séu fleiri svipuð mál sem hafa ratað til lögreglu þar sem einhver hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og það hefur verið reynt að fá fram kynferðismök gegn því að það verði ekki sett á netið,“ segir Kolbrún. „Og ég held að við getum alveg gefið okkur það að það séu fleiri mál þó þau hafi ekki öll ratað til lögreglu, því ég held að það sé mjög erfitt að fara til lögreglu með svona mál. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverja aukningu í þessum málum.“
Tengdar fréttir Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51