Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Bjarki Ármannsson skrifar 15. maí 2016 13:45 Dómur sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið yfir manni sem reyndi að neyða fimmtán ára dreng til kynmaka í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat markar tímamót að mati varahéraðssaksóknara. Hún telur að fleiri slík mál eigi eftir að koma fram í dagsljósið. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á samskiptamiðlinum Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðisleg myndbönd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndirnar aðgengilegar á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að sér vitandi sé þetta í fyrsta sinn sem það reyni á tilraunaákvæði í tengslum við nauðgun með þessum hætti. „Þarna var látið reyna á það hvort það teldist tilraun til nauðgunar að setja sig í samband við þennan dreng og nota þetta efni til að reyna að þvinga fram kynmök,“ segir Kolbrún. „Þá var byggt á því að í því að hóta því að birta þetta viðkvæma efni fælist svokölluð ólögmæt nauðung. Það er ein af verknaðaraðferðunum í nauðgunarákvæðinu. Héraðsdómur féllst á þessi rök og ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta með sambærilegum hætti áður.“ Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kolbrún segir það ekkert verra ef dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Verði hann staðfestur þar hafi hann töluvert meira fordæmisgildi. „Ég hef nú fengið upplýsingar um að það séu fleiri svipuð mál sem hafa ratað til lögreglu þar sem einhver hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og það hefur verið reynt að fá fram kynferðismök gegn því að það verði ekki sett á netið,“ segir Kolbrún. „Og ég held að við getum alveg gefið okkur það að það séu fleiri mál þó þau hafi ekki öll ratað til lögreglu, því ég held að það sé mjög erfitt að fara til lögreglu með svona mál. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverja aukningu í þessum málum.“ Tengdar fréttir Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Dómur sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið yfir manni sem reyndi að neyða fimmtán ára dreng til kynmaka í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat markar tímamót að mati varahéraðssaksóknara. Hún telur að fleiri slík mál eigi eftir að koma fram í dagsljósið. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á samskiptamiðlinum Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðisleg myndbönd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndirnar aðgengilegar á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að sér vitandi sé þetta í fyrsta sinn sem það reyni á tilraunaákvæði í tengslum við nauðgun með þessum hætti. „Þarna var látið reyna á það hvort það teldist tilraun til nauðgunar að setja sig í samband við þennan dreng og nota þetta efni til að reyna að þvinga fram kynmök,“ segir Kolbrún. „Þá var byggt á því að í því að hóta því að birta þetta viðkvæma efni fælist svokölluð ólögmæt nauðung. Það er ein af verknaðaraðferðunum í nauðgunarákvæðinu. Héraðsdómur féllst á þessi rök og ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta með sambærilegum hætti áður.“ Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kolbrún segir það ekkert verra ef dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Verði hann staðfestur þar hafi hann töluvert meira fordæmisgildi. „Ég hef nú fengið upplýsingar um að það séu fleiri svipuð mál sem hafa ratað til lögreglu þar sem einhver hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og það hefur verið reynt að fá fram kynferðismök gegn því að það verði ekki sett á netið,“ segir Kolbrún. „Og ég held að við getum alveg gefið okkur það að það séu fleiri mál þó þau hafi ekki öll ratað til lögreglu, því ég held að það sé mjög erfitt að fara til lögreglu með svona mál. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverja aukningu í þessum málum.“
Tengdar fréttir Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51