Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. maí 2016 14:12 Guðrún og Sigurbjörn skila listunum í ráðhúsinu. vísir/vilhelm Að minnsta kosti sjö frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað inn listum yfir meðmælendur í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Guðrún Margrét Pálsdóttir mætti á öðrum tímanum í ráðhús Reykjavíkur og skilaði inn sínum lista. Um svipað leiti mætti Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd framboðs Davíðs Oddssonar og skilaði listum fyrir hann. Davíð mætti ekki sjálfur niður í ráðhús. Sturla Jónsson, Elísabet Jökulsdóttir og Ástþór Magnússon mættu sjálf niður í ráðhús með sínar undirskriftir með sér. Andri Snær Magnason hefur einnig skilað af sér en sonur hans mætti með undirskriftirnar fyrir hans hönd. Guðni Th. Jóhannesson, sá frambjóðandi sem hefur mælst með mest fylgi í könnunum að undanförnu, var fyrstur manna til að skila inn undirskriftalistum. Myndband af því þegar fulltrúar framboðs hans afhentu listana má sjá neðst í fréttinni. „Framboðsfresturinn rennur út á föstudag en það þarf að skila inn meðmælalistum áður svo hægt sé að fara yfir þá af hálfu yfirkjörstjórnar. Kjörstjórn fer síðan yfir listana og kannar hvort þeir séu í lagi og gefur út vottorð þess efnis. Við afhendum vottorðin á fimmtudag klukkan eitt“ segir Kristján Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi, í samtali við Vísi. Hann var ásamt öðrum kjörstjórnarmönnum í Héraðsdómi Vesturlands í dag en alls mættu fulltrúar tíu framboða þangað. Í úttekt Fréttablaðsins sem birtist í morgun kom fram að líkur væru á að fimm frambjóðendur yrðu tæpir á því að ná að fylla þann kvóta sem þarf til að geta boðið fram. Það eru Baldur Ágústsson, Benedikt Kristján Mewes, Magnús Ingiberg Jónsson og Magnús Ingi Kristjánsson.Sonur Andra Snæs Magnasonar afhenti undirskriftirnar fyrir hönd föður síns.mynd/stöð 2Ástþór Magnússon mætti í ráðhúsið klyfjaður undirskriftum. Hann hefur meiri reynslu en flestir á þessu sviði.mynd/stöð 2Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson í ráðhúsinu í dag.mynd/stöð 2 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Að minnsta kosti sjö frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað inn listum yfir meðmælendur í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Guðrún Margrét Pálsdóttir mætti á öðrum tímanum í ráðhús Reykjavíkur og skilaði inn sínum lista. Um svipað leiti mætti Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd framboðs Davíðs Oddssonar og skilaði listum fyrir hann. Davíð mætti ekki sjálfur niður í ráðhús. Sturla Jónsson, Elísabet Jökulsdóttir og Ástþór Magnússon mættu sjálf niður í ráðhús með sínar undirskriftir með sér. Andri Snær Magnason hefur einnig skilað af sér en sonur hans mætti með undirskriftirnar fyrir hans hönd. Guðni Th. Jóhannesson, sá frambjóðandi sem hefur mælst með mest fylgi í könnunum að undanförnu, var fyrstur manna til að skila inn undirskriftalistum. Myndband af því þegar fulltrúar framboðs hans afhentu listana má sjá neðst í fréttinni. „Framboðsfresturinn rennur út á föstudag en það þarf að skila inn meðmælalistum áður svo hægt sé að fara yfir þá af hálfu yfirkjörstjórnar. Kjörstjórn fer síðan yfir listana og kannar hvort þeir séu í lagi og gefur út vottorð þess efnis. Við afhendum vottorðin á fimmtudag klukkan eitt“ segir Kristján Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi, í samtali við Vísi. Hann var ásamt öðrum kjörstjórnarmönnum í Héraðsdómi Vesturlands í dag en alls mættu fulltrúar tíu framboða þangað. Í úttekt Fréttablaðsins sem birtist í morgun kom fram að líkur væru á að fimm frambjóðendur yrðu tæpir á því að ná að fylla þann kvóta sem þarf til að geta boðið fram. Það eru Baldur Ágústsson, Benedikt Kristján Mewes, Magnús Ingiberg Jónsson og Magnús Ingi Kristjánsson.Sonur Andra Snæs Magnasonar afhenti undirskriftirnar fyrir hönd föður síns.mynd/stöð 2Ástþór Magnússon mætti í ráðhúsið klyfjaður undirskriftum. Hann hefur meiri reynslu en flestir á þessu sviði.mynd/stöð 2Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson í ráðhúsinu í dag.mynd/stöð 2
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42
Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00