Bankarnir skili ríkinu 390 til 440 milljörðum Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2016 07:00 Eigin fé Íslandsbanka og Landsbankans nemur 462,8 milljörðum króna, en þrettán prósenta eign ríkisins í eigin fé Arion banka er 25,1 milljarður króna. Samsett mynd Eðlilegur afsláttur af eigin fé bankanna við sölu ríkisins væri tíu til tuttugu prósent, í stað 40 prósenta sem tíðkast um þessar mundir í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Capacent. Miðað við þetta nemur virði hlutar ríkisins í bönkunum 390 til 440 milljörðum króna. Fram kemur í greiningunni, sem ber yfirskriftina Bankablús: „Maraþon í yfirvikt“, að gríðarlegir fjármunir ríkisins liggi í bönkunum. Eigin fé Íslandsbanka og Landsbankans nemi 462,8 milljörðum króna og 13 prósenta hlutur ríkisins í eigin fé Arion banka sé 25,1 milljarður króna. „Samtals hefur ríkið því 487,9 milljarða króna bundna í bönkunum. Áætlaður kostnaður við byggingu Landspítalans nemur um 85 milljörðum króna og því nema fjármunir sem eru bundnir í bönkunum verðmæti sex Landspítala,“ segir í greiningunni. Miklu skipti hvaða verð fáist fyrir bankana. „Ef gefinn er 10 prósenta afsláttur af eigin fé bankanna er það um 48,8 milljarðar króna, ríflega hálfur Landspítali.“ Bent er á að verð banka ráðist af undirliggjandi rekstri og verðkennitölum annarra banka. „Ein ástæða fyrir því að verð banka liggur lægra en það eigið fé sem bundið er í honum er að arðsemi rekstrarins er lægri en sú arðsemiskrafa sem gerð er til rekstrarins.“ Bornar eru saman lykiltölur úr rekstri banka víðsvegar úr Evrópu, en þar er miðað við að gefinn sé 40 prósenta afsláttur af eigin fé banka. Í umhverfi þar sem svo mikill afsláttur sé gefinn virðist tæplega rétti tíminn til að selja íslensku bankana. „Hins vegar er nær ómögulegt að sjá fyrir verðþróun á mörkuðum og hvenær rétti tíminn sé kominn. Vel má rökstyðja að það sé varla verjandi að ríkið liggi með svo mikla fjármuni í bankakerfinu.“ Bæði myndu fjármunirnir nýtast annars staðar og svo fylgi bankarekstri áhætta. „Ekki ætti að þurfa að minna íslenska þjóð á bankahrunið.“ Í greiningunni er bent á að arðsemi banka af kjarnarekstri sé sú sama hér og í Evrópu. Eftir hrun sé heldur ekki sama óvissa um gæði eigna þeirra hér. Þá sé íslenskum bönkum gert að vera með hærra hlutfall eigin fjár en gerist erlendis, líkt og titill skýrslunnar ber með sér. „Kennitölusamanburður bendir til að verð íslensku bankanna ætti að liggja á bilinu 80 til 90 prósent af innra virði eða eigin fé.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Eðlilegur afsláttur af eigin fé bankanna við sölu ríkisins væri tíu til tuttugu prósent, í stað 40 prósenta sem tíðkast um þessar mundir í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Capacent. Miðað við þetta nemur virði hlutar ríkisins í bönkunum 390 til 440 milljörðum króna. Fram kemur í greiningunni, sem ber yfirskriftina Bankablús: „Maraþon í yfirvikt“, að gríðarlegir fjármunir ríkisins liggi í bönkunum. Eigin fé Íslandsbanka og Landsbankans nemi 462,8 milljörðum króna og 13 prósenta hlutur ríkisins í eigin fé Arion banka sé 25,1 milljarður króna. „Samtals hefur ríkið því 487,9 milljarða króna bundna í bönkunum. Áætlaður kostnaður við byggingu Landspítalans nemur um 85 milljörðum króna og því nema fjármunir sem eru bundnir í bönkunum verðmæti sex Landspítala,“ segir í greiningunni. Miklu skipti hvaða verð fáist fyrir bankana. „Ef gefinn er 10 prósenta afsláttur af eigin fé bankanna er það um 48,8 milljarðar króna, ríflega hálfur Landspítali.“ Bent er á að verð banka ráðist af undirliggjandi rekstri og verðkennitölum annarra banka. „Ein ástæða fyrir því að verð banka liggur lægra en það eigið fé sem bundið er í honum er að arðsemi rekstrarins er lægri en sú arðsemiskrafa sem gerð er til rekstrarins.“ Bornar eru saman lykiltölur úr rekstri banka víðsvegar úr Evrópu, en þar er miðað við að gefinn sé 40 prósenta afsláttur af eigin fé banka. Í umhverfi þar sem svo mikill afsláttur sé gefinn virðist tæplega rétti tíminn til að selja íslensku bankana. „Hins vegar er nær ómögulegt að sjá fyrir verðþróun á mörkuðum og hvenær rétti tíminn sé kominn. Vel má rökstyðja að það sé varla verjandi að ríkið liggi með svo mikla fjármuni í bankakerfinu.“ Bæði myndu fjármunirnir nýtast annars staðar og svo fylgi bankarekstri áhætta. „Ekki ætti að þurfa að minna íslenska þjóð á bankahrunið.“ Í greiningunni er bent á að arðsemi banka af kjarnarekstri sé sú sama hér og í Evrópu. Eftir hrun sé heldur ekki sama óvissa um gæði eigna þeirra hér. Þá sé íslenskum bönkum gert að vera með hærra hlutfall eigin fjár en gerist erlendis, líkt og titill skýrslunnar ber með sér. „Kennitölusamanburður bendir til að verð íslensku bankanna ætti að liggja á bilinu 80 til 90 prósent af innra virði eða eigin fé.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira