Starfsmönnum ríkisskattstjóra hótað vegna fyrirspurna Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2016 18:45 Dæmi eru um að starfsfólki embættis ríkisskattstjóra hafi verið hótað persónulega vegna fyrirspurna um aflandsfélög. Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundelli upplýsinga um aflandsfélög Íslendinga í skattaskjólum. Starfsmenn ríkisskattstjóra urðu þess áskynja skömmu eftir síðustu aldarmót að Íslendingar ættu auknum mæli aflandsfélög í skattaskjólum. Hluti framteljenda sem áttu eignir í slíkum félögum uppfyllti lögbundnar skyldur sínar með því að gera grein fyrir eignarhaldinu og þeim tekjum sem stöfuðu af slíkum eignum og stóðu þannig skil á skattgreiðslum sínum. Flestir sáu þó enga ástæðu til að geta um þessar eignir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga um þessi félög. Stundum hafi starfsmönnum embættisins jafnvel verið hótað vegna fyrirspurna um þau. Skúli segist hafa fullan skilning á því að menn grípi til varna og klóri í bakkann þegar fyrirspurnir séu annars vegar. „En það er gengið dálítið langt þegar að starfsmönnum er hótað því að þeir verði dregnir til persónulegrar ábyrgðar vegna starfa sinna hérna hjá embættinu. Það eru hreinar og klárar hótanir sem ekki er nokkur lagalegur grundvöllur fyrir enda er hér unnið samkvæmt lögum,“ segir Skúli. Hann segir að þetta gerist af og til en upp á síðkastið hafi þetta komið oftar fyrir. Það er ekki fyrr en nú eftir Panama lekann og gögnin sem keypt voru af erlendum huldumanni á jafnvirði 37 milljóna króna sem skattyfirvöld hafi betri yfirsýn yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skúli segir að gögnin úr Panamaskjölunum séu mjög svipuð þeim gögnum sem keypt voru. „Það virðist vera að þessi keyptu gögn séu eitthvað eldri en þau gögn sem eru að koma fram úr þessum leka núna en að hluta til eru þetta sömu aðilarnir.“ Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundvelli gagna sem voru keypt og gagna úr Panama-lekanum. Þessi tala muni hækka. „Þannig að það verða eitthvað tvö til þrjú hundruð mál sem við munum opna núna á næstu vikum og mánuðum,“ segir Skúli. Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Dæmi eru um að starfsfólki embættis ríkisskattstjóra hafi verið hótað persónulega vegna fyrirspurna um aflandsfélög. Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundelli upplýsinga um aflandsfélög Íslendinga í skattaskjólum. Starfsmenn ríkisskattstjóra urðu þess áskynja skömmu eftir síðustu aldarmót að Íslendingar ættu auknum mæli aflandsfélög í skattaskjólum. Hluti framteljenda sem áttu eignir í slíkum félögum uppfyllti lögbundnar skyldur sínar með því að gera grein fyrir eignarhaldinu og þeim tekjum sem stöfuðu af slíkum eignum og stóðu þannig skil á skattgreiðslum sínum. Flestir sáu þó enga ástæðu til að geta um þessar eignir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga um þessi félög. Stundum hafi starfsmönnum embættisins jafnvel verið hótað vegna fyrirspurna um þau. Skúli segist hafa fullan skilning á því að menn grípi til varna og klóri í bakkann þegar fyrirspurnir séu annars vegar. „En það er gengið dálítið langt þegar að starfsmönnum er hótað því að þeir verði dregnir til persónulegrar ábyrgðar vegna starfa sinna hérna hjá embættinu. Það eru hreinar og klárar hótanir sem ekki er nokkur lagalegur grundvöllur fyrir enda er hér unnið samkvæmt lögum,“ segir Skúli. Hann segir að þetta gerist af og til en upp á síðkastið hafi þetta komið oftar fyrir. Það er ekki fyrr en nú eftir Panama lekann og gögnin sem keypt voru af erlendum huldumanni á jafnvirði 37 milljóna króna sem skattyfirvöld hafi betri yfirsýn yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skúli segir að gögnin úr Panamaskjölunum séu mjög svipuð þeim gögnum sem keypt voru. „Það virðist vera að þessi keyptu gögn séu eitthvað eldri en þau gögn sem eru að koma fram úr þessum leka núna en að hluta til eru þetta sömu aðilarnir.“ Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundvelli gagna sem voru keypt og gagna úr Panama-lekanum. Þessi tala muni hækka. „Þannig að það verða eitthvað tvö til þrjú hundruð mál sem við munum opna núna á næstu vikum og mánuðum,“ segir Skúli.
Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira