Átján högga sveifla hjá Day sem jafnaði vallarmetið Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2016 18:01 Jason Day byrjar frábærlega á TPC Sawgrass. vísir/getty Ástralski kylfingurinn Jason Day er í efsta sæti á Players-meistaramótinu í golfi eftir fyrsta hring en þetta er annað risamót ársins á eftir The Masters. Day fékk níu fugla og engan skolla og er því níu höggum undir pari eftir fyrsta hring. Hann er með tveggja högga forskot á Cameron Tringale, Shane Lowry, Justin Rose og Bill Haas sem eru allir á sjö höggum undir pari. Ástralinn, sem er efstur á heimslistanum, fór annan hringinn á TPC Sawgrass-vellinum í fyrra á sama móti á 81 höggi og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Um er að ræða 18 högga sveiflu frá því hann spilaði síðast á mótinu. Hann spilaði hringinn í dag á 63 höggum sem er jöfnun á vallarmetinu. Frábær byrjun hjá Day sem vann sitt fyrsta stórmót á síðasta ári er hann fagnaði sigri á PGA-meistaramótinu.Allir hringirnir á Players-meistaramótinu eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Jason Day er í efsta sæti á Players-meistaramótinu í golfi eftir fyrsta hring en þetta er annað risamót ársins á eftir The Masters. Day fékk níu fugla og engan skolla og er því níu höggum undir pari eftir fyrsta hring. Hann er með tveggja högga forskot á Cameron Tringale, Shane Lowry, Justin Rose og Bill Haas sem eru allir á sjö höggum undir pari. Ástralinn, sem er efstur á heimslistanum, fór annan hringinn á TPC Sawgrass-vellinum í fyrra á sama móti á 81 höggi og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Um er að ræða 18 högga sveiflu frá því hann spilaði síðast á mótinu. Hann spilaði hringinn í dag á 63 höggum sem er jöfnun á vallarmetinu. Frábær byrjun hjá Day sem vann sitt fyrsta stórmót á síðasta ári er hann fagnaði sigri á PGA-meistaramótinu.Allir hringirnir á Players-meistaramótinu eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira