Viðskipti innlent

Hagar högnuðust um 3,5 milljarða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hagar reka meðal annars matvöruverslunina Bónus.
Hagar reka meðal annars matvöruverslunina Bónus. Vísir/Anton Brink
Hagnaður fyrirtækisins Haga fyrir rekstarárið 2015/16 nam 3,5 milljörðum samkvæmt ársreikningi sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, samanborið við 3,8 milljarða árið áður.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að vörusala rekstrarársins hafi númið rúmlega 78 milljörðum króna. Í lok rekstrarársins námu heildareignir samstæðunnar 29,7 milljörðum króna og eigið fé var 16,3 milljarðar. Þá var eiginfjárhlutfall félagsins 55,1 prósent í lok rekstrarársins.

Hagar reka meðal annars verslanirnar Bónus og Hagkaup, vöru-og dreifingarfyrirtækið Aðföng og fataverslanirnar Debenhams, Útilíf og Karen Millen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×