Skólínan kemur í takmörkuðu upplagi en það eru klofháu stígvélin úr gallaefni með demöntum sem hafa vakið hvað mesta athygli. Ekki síst fyrir þær sakir að ekki margir geta klæðst þessum stígvélum, sem skarta himinháum pinnahæl. Blaðakona bandaríska Glamour tók sig til og var í stígvélunum heilan vinnudag á ritstjórninni og viðurkennir að henni leið á köflum „eins og Michelin-manninum í kloflausum skíðabuxum.“
Rihanna hefur samt sést nota sín stígvél, og auðvitað ber hún þau vel sem og söngkonan Jennifer Lopez en Rihanna gaf henni par. Lopez notaði þau í nýjasta myndbandinu sínu við lagið Ain´t your Mama og tók mynd af gjöfinni en með henni fylgdi orðsending frá söngkonunni að hún mundi bera þau betur en hún sjálf.
Þess má geta að hægt er að skoða stígvélin betur hér en þau kosta rúmar 500 þúsund íslenskar krónur.